Færslur: Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna

3,7 milljónir Úkraínumanna með stöðu hælisleitenda
Rúmlega 3,7 milljónir úkraínsks flóttafólks hafa fengið formlegt hæli og alþjóðlega vernd í Evrópu frá því að Rússlandsher réðst inn í Úkraínu í lok febrúar. Í allt er talið að hátt í sex milljónir Úkraínumanna séu á flótta undan stríðsátökunum utan Úkraínu, þar á meðal töluverður fjöldi í Rússlandi. Langflest, eða um 1,2 milljónir flóttafólks, eru í Póllandi. Enn fleiri eru í hrakningum innan Úkraínu vegna stríðsins.
Meira en hundrað milljónir á flótta í heiminum
Meira en hundrað milljónir manna eru nú á flótta í heiminum og hafa aldrei verið fleiri. Tæplega níutíu milljónir voru á flótta í lok síðasta árs. Innrás Rússa í Úkraínu er ástæða þessarar fjölgunar. Talið er að um fjórtán milljónir Úkraínumanna séu nú á flótta. Þetta kemur fram í skýrslu flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Segir Breta setja slæmt fordæmi í flóttamannamálum
Yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í dag áform Bretlandsstjórnar um að senda fólk sem hefur sótt um vernd þar í landi til Rúanda. Til stendur að senda 31 hælisleitanda með flugi til Afríkulandsins á morgun.
Innrás í Úkraínu
Stríðið í Úkraínu eykur enn á flóttamannavanda heimsins
Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að fjöldi fólks á flótta í heiminum er kominn yfir hundrað milljónir og hefur aldrei verið meiri að mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Rússar segjast tilbúnir til friðarviðræðna við Úkraínumenn.
Yfir 3.000 fórust á leið yfir hafið til Evrópu í fyrra
Minnst 3.077 manns fórust eða hurfu þegar þau reyndu að ferðast sjóleiðina frá Afríku til Evrópu árið 2021. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Eru þetta mun fleiri en árið 2020, þegar staðfest er að 1.776 manns fórust eða hurfu á leið sinni frá Afríku.
Átta milljónir Úkraínumanna á flótta fyrir árslok
Allt útlit er fyrir að yfir átta milljónir Úkraínumanna flýi land á þessu ári vegna stríðsins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að þörf sé á hátt í tveimur milljörðum dollara til að styrkja fólk sem heldur til í nágrannaríkjunum.
Bátur með 60 innanborðs sökk undan strönd Líbanon
Bátur með sextíu farandverkamenn innanborðs sökk undan ströndum Líbanons í dag. Lík eins barns er fundið en 45 hefur verið bjargað á lífi. Atvikið varð skammt frá borginni Trípólí norðanvert í landinu.
Forseti Sri Lanka glatar meirihlutastuðningi þingsins
Nokkrir fyrrum bandamenn Gotabaya Rajapaksa, forseta Sri Lanka, krefjast afsagnar hans í kjölfar mikilla mótmæla. Stjórnin hefur misst meirihluta sinn á þinginu. Mikil kreppa ríkir í landinu og skortur á eldsneyti og matvöru.
Yfir 1.700.000 hafa flúið Úkraínu
Ríflega 1.700.000 manns hafa flúið frá Úkraínu til grannríkja í vestri og suðri, síðan Rússar réðust inn í landið hinn 24. febrúar og minnst 1.200 almennir borgarar hafa farist og særst í átökunum. Flóttamannastofnun og Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna greina frá þessu. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, telur ekki óvarlegt að áætla að um fimm milljónir flýi Úkraínu á næstu mánuðum ef stríðinu linnir ekki.
Mesti fólksflótti í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fólksflóttann frá Úkraínu síðustu daga þann mesta sem sést hefur í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Aldrei hafa jafn margir flúið eitt og sama landið á jafn skömmum tíma og nú.
Spegillinn
Ísland geti upprætt ríkisfangsleysi fyrst Evrópulanda
Ísland gæti orðið fyrsta landið í Evrópu til þess að uppræta ríkisfangsleysi með öllu. Þetta er mat Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hér dvelja nú 52 manneskjur án ríkisfangs. Talskona stofnunarinnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum segir mikilvægt að tryggja betur réttindi ríkisfangslausra barna á Íslandi. 
Manntal á Grikklandi getur sýnt fjölda farandsfólks
Vonir standa til að fyrirhugað manntal á Grikklandi leiði í ljós fjölda flóttafólks og hælisleitenda í landinu. Seinasta manntal var gert árið 2011 en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur áríðandi að átta sig á fjöldanum.
Taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan
Ríkisstjórn Íslands samþykkt á fundi í morgun að tekið yrði við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Tillagan sem kom frá forsætisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra og flóttamannanefnd, var samþykkt „vegna þess ófremdarástands sem hefur skapast í Afganistan í kjölfar valdatöku talibana. “
Yfir 700 bjargað á Miðjarðarhafi um helgina
Björgunarsveitir á Miðjarðarhafi komu yfir 700 manns til aðstoðar nú um helgina, undan ströndum Líbíu og Möltu. Fólkið var að reyna að komast frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu.
Segja Breta og Dani vinna að flóttamannabúðum í Rúanda
Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á í viðræðum við dönsk stjórnvöld um að standa saman að nýjum móttökustöðvum fyrir flóttafólk frá Afríku og verður þeim ætlaður staður í Rúanda.
Um eitt prósent mannkyns á flótta eða í hælisleit
Fólki á flótta undan ofbeldi og ofríki fjölgaði í heiminum um þrjár milljónir á síðasta ári þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Næstum helmingur alls flóttafólks og hælisleitenda er undir 18 ára aldri. Þetta sýnir ný skýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Samþykkja lög um að senda flóttafólk til þriðja ríkis
Danska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sendir til ákveðins ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir áhyggjum af því að fleiri ríki grípi til aðgerða sem þessa.
Gagnrýnir stefnu Dana í innflytjendamálum
Vaxandi gagnrýni er á dönsk stjórnvöld fyrir þá ákvörðun í fyrra að ógilda dvalarleyfi flóttafólks frá Sýrlandi, á þeim forsendum að í næsta nágrenni við borgina Damaskus sé öruggt að búa. Ekki er útlit fyrir að gagnrýnin hafi þau áhrif að ákvörðuninni verði breytt. Framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna lýsti í vikunni yfir áhyggjum af stefnu danskra stjórnvalda og segir stöðuna ekki vera þannig neins staðar í Sýrlandi að óhætt sé að senda þangað fólk.
Myndskeið
Meira en helmingur Sýrlendinga hefur misst heimili sín
Meira en helmingur Sýrlendinga, yfir 12 milljónir, hefur misst heimili sín í stríðinu sem nú hefur staðið í áratug. Eftir tíu ár af átökum hafa margir Sýrlendingar litla trú á framtíðinni.
Áttatíu milljónir á vergangi
Yfir áttatíu milljónir manna eru á vergangi vegna átaka eða ofsókna víðs vegar um heim. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu.
Neyðarástand yfirvofandi í Eþíópíu
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varaði við því í dag að mannúðarkrísa væri yfirvofandi í Eþíópíu. 27.000 manns hafa síðustu daga flúið stríðsátök í Tigray-héraði og haldið til nágrannaríkisins Súdans. Ekki hafa svo margir flóttamenn komið þangað í tvo áratugi.
Metfjöldi flóttafólks nær landi á Kanaríeyjum
Yfir eitt þúsund flóttamenn frá Afríku hafa náð landi á Kanaríeyjum undanfarna tvo sólarhringa. Annar eins fjöldi flóttafólks hefur ekki sést á eyjunum í meira en áratug.
Flóttafólk á Miðjarðarhafi flutt milli skipa
Flóttafólk sem þurfti að hafast við í rúman mánuð um borð í einu skipa danska Maersk skipafélagsins hefur verið flutt yfir í skip á vegum mannúðarsamtaka. Þar á að veita fólkinu læknisaðstoð.
Óttast að börn á flótta flosni úr námi
Helmingur allra barna á flótta stundaði ekki skólanám áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Sameinuðu þjóðirnar vara við að faraldurinn minnki enn líkurnar á að milljónir á flótta öðlist menntun.
45 fórust undan ströndum Líbíu
45 farandverkamenn og flóttafólk fórust undan ströndum Líbíu á mánudag.