Færslur: Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna

Manntal á Grikklandi getur sýnt fjölda farandsfólks
Vonir standa til að fyrirhugað manntal á Grikklandi leiði í ljós fjölda flóttafólks og hælisleitenda í landinu. Seinasta manntal var gert árið 2011 en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur áríðandi að átta sig á fjöldanum.
Taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan
Ríkisstjórn Íslands samþykkt á fundi í morgun að tekið yrði við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Tillagan sem kom frá forsætisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra og flóttamannanefnd, var samþykkt „vegna þess ófremdarástands sem hefur skapast í Afganistan í kjölfar valdatöku talibana. “
Yfir 700 bjargað á Miðjarðarhafi um helgina
Björgunarsveitir á Miðjarðarhafi komu yfir 700 manns til aðstoðar nú um helgina, undan ströndum Líbíu og Möltu. Fólkið var að reyna að komast frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu.
Segja Breta og Dani vinna að flóttamannabúðum í Rúanda
Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á í viðræðum við dönsk stjórnvöld um að standa saman að nýjum móttökustöðvum fyrir flóttafólk frá Afríku og verður þeim ætlaður staður í Rúanda.
Um eitt prósent mannkyns á flótta eða í hælisleit
Fólki á flótta undan ofbeldi og ofríki fjölgaði í heiminum um þrjár milljónir á síðasta ári þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Næstum helmingur alls flóttafólks og hælisleitenda er undir 18 ára aldri. Þetta sýnir ný skýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Samþykkja lög um að senda flóttafólk til þriðja ríkis
Danska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sendir til ákveðins ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir áhyggjum af því að fleiri ríki grípi til aðgerða sem þessa.
Gagnrýnir stefnu Dana í innflytjendamálum
Vaxandi gagnrýni er á dönsk stjórnvöld fyrir þá ákvörðun í fyrra að ógilda dvalarleyfi flóttafólks frá Sýrlandi, á þeim forsendum að í næsta nágrenni við borgina Damaskus sé öruggt að búa. Ekki er útlit fyrir að gagnrýnin hafi þau áhrif að ákvörðuninni verði breytt. Framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna lýsti í vikunni yfir áhyggjum af stefnu danskra stjórnvalda og segir stöðuna ekki vera þannig neins staðar í Sýrlandi að óhætt sé að senda þangað fólk.
Myndskeið
Meira en helmingur Sýrlendinga hefur misst heimili sín
Meira en helmingur Sýrlendinga, yfir 12 milljónir, hefur misst heimili sín í stríðinu sem nú hefur staðið í áratug. Eftir tíu ár af átökum hafa margir Sýrlendingar litla trú á framtíðinni.
Áttatíu milljónir á vergangi
Yfir áttatíu milljónir manna eru á vergangi vegna átaka eða ofsókna víðs vegar um heim. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu.
Neyðarástand yfirvofandi í Eþíópíu
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varaði við því í dag að mannúðarkrísa væri yfirvofandi í Eþíópíu. 27.000 manns hafa síðustu daga flúið stríðsátök í Tigray-héraði og haldið til nágrannaríkisins Súdans. Ekki hafa svo margir flóttamenn komið þangað í tvo áratugi.
Metfjöldi flóttafólks nær landi á Kanaríeyjum
Yfir eitt þúsund flóttamenn frá Afríku hafa náð landi á Kanaríeyjum undanfarna tvo sólarhringa. Annar eins fjöldi flóttafólks hefur ekki sést á eyjunum í meira en áratug.
Flóttafólk á Miðjarðarhafi flutt milli skipa
Flóttafólk sem þurfti að hafast við í rúman mánuð um borð í einu skipa danska Maersk skipafélagsins hefur verið flutt yfir í skip á vegum mannúðarsamtaka. Þar á að veita fólkinu læknisaðstoð.
Óttast að börn á flótta flosni úr námi
Helmingur allra barna á flótta stundaði ekki skólanám áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Sameinuðu þjóðirnar vara við að faraldurinn minnki enn líkurnar á að milljónir á flótta öðlist menntun.
45 fórust undan ströndum Líbíu
45 farandverkamenn og flóttafólk fórust undan ströndum Líbíu á mánudag.
SÞ: Aðstæður flóttafólks á Grikklandi skammarlegar
Framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna kallar eftir skjótum aðgerðum til að bæta þær „hörmulegu og skammarlegu" aðstæður sem flóttafólk neyðist til að búa við í móttökumiðstöðvum á grískum eyjum. Framkvæmdastjórinn, Filippo Grandi, segir skjótra aðgerða þörf til að draga verulega úr óboðlegum þrengslum og bæta aðstæður flóttafólks í yfirfullum búðum á grísku eyjunum. Brýnast sé að auka aðgengi fólks að hreinu vatni, bæta hreinlætisaðstöðu og heilbrigðisþjónustu.
Myndskeið
Bjóðast til að taka á móti 85 flóttamönnum á næsta ári
Íslendingar búa sig undir að auka móttöku flóttamamanna um þriðjung á næstu tveimur árum. Þetta kom fram í ræðu Ragnhildar Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis á alþjóðaþingi um flóttamannavandann sem nú er haldið í fyrsta sinn í Genf.
Fjölmennustu móttökur flóttafólks hingað til
Ríkisstjórnin samþykki á fundi sínum í seinustu viku tillögu flóttamannanefndar þess efnis að tekið yrði á móti 85 flóttamönnum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Aldrei færri flóttamenn til Bandaríkjanna
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, ætlar að fækka mjög í hópi flóttamanna, sem veitt verður hæli í Bandaríkjunum á þessu fjárhagsári. Þeir verða aðeins 18.000, færri en nokkru sinni síðan formleg flóttamannaáætlun var innleidd í Bandaríkjunum árið 1980. Á síðasta fjárhagsári voru þeir 30.000.
Sadako Ogata látin
Sadako Ogata, sem fyrst kvenna stýrði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, er látin, 92 ára að aldri. Hún naut virðingar fyrir baráttu sína fyrir réttindum flóttafólks og þeirra sem flosnuðu upp frá heimilum sínum meðan hún gegndi embættinu á árunum 1991 til 2002.
29.10.2019 - 09:41
Fjárskortur sviptir flóttabörn menntun
Innan við helmingur þeirra rúmlega sjö milljóna barna sem eru á flótta í heiminum ganga í skóla. Heimsbyggðin er að bregðast flóttabörnum á skólaaldri með því að neita þeim um tækifærið til að byggja upp þá hæfni og þekkingu sem þau þurfa til að fjárfesta í framtíð sinni, segir stjórnandi flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 
Óttast að 150 hafi drukknað undan Líbíuströnd
Óttast er að um eða yfir 150 manns hafi drukknað þegar bátur, yfirfullur af flóttafólki á leið til Evrópu, sökk undan Líbíuströnd í gær, fimmtudag. Er þetta að líkindum mannskæðasta slysið af þessu tagi það sem af er ári.
Þrýst á Ítali að hleypa flóttafólki í land
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þrýsta nú mjög á ítölsk stjórnvöld um að hleypa flóttafólki um borð í þýska björgunarskipinu Sea Watch 3 í land.
Viðtal
200-faldur íbúafjöldi Íslands á flótta
„Það er ýmislegt sem er í gangi og hefur verið í gangi síðastliðin tíu ár, aukning á stríði og átökum, ofsóknir, loftslagsbreytingar sem við höfum farið að finna fyrir og svo er það öfgastefna sem gerir það að verkum að fólk hefur sig upp úr sínu landi því það finnur ekki lengur til öryggis.“ Þetta er meðal þess sem Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi telur orsaka það að í dag eru tvöfalt fleiri á flótta í heiminum en fyrir áratug síðan.