Færslur: Flóttamannanefnd

70 afganskir flóttamenn til viðbótar fá hæli
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka á móti allt að 70 afgönskum flóttamönnum, aðallega einstæðum mæðrum og börnum þeirra, til viðbótar við þá 78 sem komu til landsins fyrir jól. 
14.01.2022 - 15:52
Myndskeið og Spegill
Kominn í móðurfaðm eftir fjögurra mánaða aðskilnað
Hópur 22 flóttamanna frá Afganistan kom til landsins í dag og þeirra á meðal var ungur drengur sem hefur ekki séð foreldra sína frá því í sumar. Þeir urðu að skilja hann eftir hjá ættingjum sumar. Drengurinn var þá nokkurra vikna gamall og hafði misst meðvitund vegna súrefnisskorts í þrengslum á flugvellinum í Kabúl þegar þau reyndu að flýja. Móðirin, Zeba Sultani, átti ekki von á að aðskilnaðurinn yrði nema nokkrir dagar.
21.12.2021 - 17:10
„Erfitt að handvelja fólk“
Þrjátíu og þrír Afganar eru komnir til Íslands af þeim 120 sem ríkisstjórnin ákvað að taka á móti.
03.09.2021 - 14:05
Tvær afganskar fjölskyldur komu til landsins í gær
Tvær afganskar fjölskyldur eru komnar til landsins eftir að hafa flúið land eftir upprisu Talibana í Afganistan. Upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins segir að Afganir sem vilji koma nöfnum ástvina áleiðis ætti að hafa samband við Útlendingastofnun.
Hafa náð sambandi við 40 afganska flóttamenn
Gríðarlegt öngþveiti ríkir við hliðið inn á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan. Sumir þeirra Afgana sem hafa fengið hæli í öðrum löndum hafa hætt við að yfirgefa landið af ótta við aðgerðir Talibana á leiðinni út á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins hér á landi segir að náðst hafi samband við um fjörutíu manns. Einhverjum hafi tekist að komast inn á flugvöllinn.
25.08.2021 - 12:39
Skynsamar fyrstu tillögur en staða Afgana áfram metin
Ísland tekur á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu flóttamannanefndar þessa efnis á fundi sínum í morgun. Nefndin heldur áfram störfum og gæti lagt til að Ísland tæki á móti fleiri flóttamönnum, eftir því hvernig málum vindur fram í Afganistan.
24.08.2021 - 12:57
Taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan
Ríkisstjórn Íslands samþykkt á fundi í morgun að tekið yrði við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Tillagan sem kom frá forsætisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra og flóttamannanefnd, var samþykkt „vegna þess ófremdarástands sem hefur skapast í Afganistan í kjölfar valdatöku talibana. “
Tillögum flóttamannanefndar formlega skilað í dag
Flóttamannanefnd mun formlega skila tillögum sínum varðandi mótttöku flóttatfólks frá Afganistan til ráðherra í dag.
23.08.2021 - 08:41
Sjónvarpsviðtal
Engin orð sem fá því lýst hver neyðin er
Formaður flóttamannanefndar segir mikilvægt að vinna hröðum höndum að því að finna út hvernig hægt er að koma flóttamönnum frá Afganistan eftir valdatöku Talibana. Nefndin skilaði tillögum til félagsmálaráðherra í dag, meðal annars um hversu mörgum afgönskum flóttamönnum væri hægt að taka á móti hérlendis.
20.08.2021 - 20:29
Koma kvótaflóttamanna áætluð í september
Vegna heimsfaraldursins hafa orðið miklar tafir á komum kvótaflóttamanna til landsins. Á síðasta ári ætluðu stjórnvöld að taka á móti 85 flóttamönnum sem staðsettir væru í Líbanon, Ísrael og Kenía en ekkert þeirra er komið til landsins.
Koma kvótaflóttamanna tafist mikið vegna faraldursins
Síðastliðið ár ætluðu stjórnvöld að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum, enginn þeirra er kominn til landsins. Starfsmaður flóttamannanefndar stjórnvalda, segir heimsfaraldurinn hafa tafið fyrir.