Færslur: fljótsdalshérað

Rafmagnstruflanir á Austurlandi vegna viðhalds
Rafmagnstruflanir og algjört rafmagnsleysi eru möguleg á stórum hluta Fljótsdalshéraðs til klukkan fimm í nótt vegna vinnu við háspennubúnað RARIK og Landsnets á Eyvindará.
04.06.2021 - 03:47
Landsbankinn tók tilboði í Eiða
Landsbankinn hefur tekið kauptilboði í jörðina Eiða á Fljótsdalshéraði, sem bankinn hefur átt í rúmlega eitt og hálft ár.
10.05.2021 - 17:30
Myndband
Börðust við eld í sinu og bílflökum - myndband
Um 15 til 20 slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum á Austurlandi eru í býsna umfangsmiklu verkefni við Vífilsstaði í Hróarstungu. Þar logar eldur í sinu og skógrækt sem og í nokkrum bílum. UPPFÆRT: Slökkvistarfi lauk á fyrsta tímanum og í spilaranum hér að ofan má sjá myndir frá vettvangi og heyra viðtal Rúnars Snæs Reynissonar við Harald Eðvaldsson slökkviliðsstjóra.
Spegillinn
Vald til heimastjórna í nýju sveitarfélagi
Búist er við að fimm flokkar bjóði fram í nýju sveitarfélagi á Austurlandi sem jafnframt verður stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Kosið verður 19. september og einnig í fjórar heimastjórnir sem fá vald til að afgreiða tiltekin mál í sinni heimabyggð.
Sex smit á Fljótsdalshéraði
Engin smit kórónuveiru hafa greinst á Austurlandi síðustu tvo daga. Sex staðfest smit eru á Austurlandi, öll á Fljótsdalshéraði. Enginn telst alvarlega veikur. Beðið er eftir niðurstöðum úr sýnum sem enn hefur ekki náðst að greina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Austurlandi.
31.03.2020 - 20:35
Viðtal
Sameining til skoðunar á Austurlandi
Nýtt fimm þúsund manna sveitarfélag gæti orðið til á Austurlandi á næstunni. Nú standa yfir viðræður um mögulega sameiningu Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fljótsdalshéraðs. Ljóst er að nýtt sveitarfélag yrði gríðarlega víðfeðmt og næði í raun að umfaðma tvö önnur sveitarfélög, Fjarðabyggð og Fljótsdalshrepp.
Umdeild fráveitustefna óbreytt
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa undirritað málefnasamning um meirihlutasamstarf á Fljótsdalshéraði. Fráveitan var eitt af helstu kosningamálunum á Héraði, meirihlutaviðræður Sjálfstæðismanna og Héraðslista, sem voru í meirihluta, sigldu í strand vegna þeirra.
Láta lögheimilisskráningu Sigmundar eiga sig
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs ætlar ekkert að aðhafast vegna lögheimilisskráningar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á bæ í sveitarfélaginu. Á fundi ráðsins í gær var tekin afstaða til kæru sem hafði borist vegna skráningarinnar frá Pétri Einarssyni, fyrrverandi flugmálastjóra, sem skipaði annað sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi fyrir nýafstaðnar þingkosningar.
08.11.2017 - 07:10
Lækka sorphirðugjöldin með moltugerð
Íbúar á Fljótsdalshéraði sem stunda moltugerð heima við lækka sorphirðugjöld sín, segir moltugerðarmaður á Egilsstöðum. Lífrænt heimilissorp sem til fellur í sveitarfélaginu mun verða keyrt til til vinnslu hjá Moltu á Akureyri í framtíðinni. Hækkuð útgjöld í sorphirðu hjá sveitarfélaginu verða tæpar tvær milljónir á ári vegna þessa. Áætlað er að um 100 kíló af sorpi séu urðuð á hverju ári fyrir hvern íbúa á Fljótsdalshéraði. Fjórðungur fer í endurvinnslu en 30% eru lífrænt sorp.
07.12.2015 - 16:04