Færslur: Flensa

Örvunarskammtur gegn COVID-19 ár hvert
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld gera ráð fyrir að örvunarbólusetning gegn COVID-19 verði í boði ár hvert líkt og gert hefur verið gegn inflúensu. Þannig er vonast til að bregðast megi við nýjum afbrigðum veirunnar.
Skæða flensan veldur miklu álagi
Mikið álag er á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þangað leita hátt í tvö þúsund manns á hverjum degi, sumir þurfa frá að hverfa og leita þá þjónustu á efri stigum heilbrigðiskerfisins. Gríðarlegt álag er vegna flensunnar að sögn forstjóra heilsugæslunnar.
Danir ræða möguleikann á samkomutakmörkunum
Hugsanlegt er að taka þurfi upp samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins í Danmörku. Vísindamenn eru þó ekki endilega á þeirri skoðun.
Búa sig undir flensutíð - mikið álag í haust
Mikið álag hefur verið hjá heilsugæslunni í haust og meira um pestir en vanalega. „Það er mikið álag og mikið hringt og miklar pestar komnar. Við sjáum það bæði hjá krökkum og fullorðnum,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Byrja að bólusetja við inflúensu um miðjan október
Stefnt er að því að heilsugæslustöðvar, heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili byrji að bólusetja gegn árlegri inflúensu um miðjan október. 95 þúsund skammtar af bóluefni verða tilbúnir til afhendingar 15. október. Aðrir sem sjá um bólusetningar, svo sem lyfjasalar, fá efnið afhent 1. nóvember.
23.09.2021 - 09:44
Fyrstu einkenni COVID geta líkst ertingu frá gosmóðu
Sérfræðingur í loftgæðum segir að fyrstu einkenni COVID-19 geti líkst þeim óþægindum sem skapast geta af völdum gosmóðu. Mökkurinn sem legið hefur yfir suðvesturhluta landsins er nokkurra daga gamall.
Brýnir fyrir veiku fólki að fara ekki of snemma á fætur
Heimilislæknir segir grímunotkun, aukna sprittnotkun og tíðari handþvott hafa orðið til þess að minna hafi orðið um umgangspestir. Hún hvetur fólk til að halda því áfram og sýna þolinmæði gagnvart veikindum.
21.07.2021 - 11:50
Ýmsar skýringar geta verið á óþægindum í öndunarfærum
Mikil loftmengun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Asma og ofnæmislæknir segir ýmsar skýringar geta verið á verri líðan fólks með öndunarfæravanda. Veðurstofa Íslands og Reykjavíkurborg hvöttu fólk viðkvæmt fyrir loftmengun til að fara varlega í gær og varaði við því að ung börn svæfu utandyra.
Bóluefni gegn inflúensu búið á landinu
Bóluefni gegn árlegri flensu er uppurið á landinu og Fréttablaðið hefur eftir Sigríði Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að ekki fáist meira bóluefni. Alls hafi um 75 þúsund manns verið bólusettir hér á landi, fleiri en undanfarin ár, og að stærstur hluti bóluefnisins hafi farið til forgangshópa.
Bóluefni gegn inflúensu seint á ferðinni en óvenjugott
Bóluefni gegn inflúensu er óvenjuseint á ferðinni í ár. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bóluefnið sé komið til landsins en ekki enn farið í dreifingu. Hún býst við því að aðsókn í bólusetningu verði sérstaklega mikil í ár.
05.10.2020 - 21:43

Mest lesið