Færslur: Fjórða bylgjan

Hámarki omíkron-bylgjunnar talið náð í Suður-Afríku
Yfirvöld í Suður-Afríku fullyrða að hámarkinu sé náð í fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins í landinu en þaðan bárust upplýsingar um tilvist omíkron-afbrigðisins fyrir rúmum mánuði. Ákveðið hefur verið að láta af næturlöngu útgöngubanni sem gilt hefur í landinu.
Nýburi lagður inn á spítala með COVID-19 í Færeyjum
Mikill aukning hefur verið af greindum COVID-19 smitum í Færeyjum síðustu vikur, í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Í morgun var greint frá því að virk smit í landinu væru 379 en nú síðdegis voru þau orðin 437. Fimm voru lagðir inn á spítala vegna smita í gær en þar á meðal var nýfætt barn, er fram kemur á vef færeyska Kringvarpsins.
291 smit innanlands það sem af er vikunni
Í gær greindust 66 COVID-19 smit innanlands og var meirihluti þeirra utan sóttkvíar, eða um 52%. Frá mánudegi hafa greinst 291 smit innanlands. Sjö fullorðnir liggja nú inni á Landspítala með veiruna, en enginn þeirra er á gjörgæslu. Meðalaldur sjúklinganna er 49 ár. Í COVID göngudeild Landspítalans voru skráðir í morgun 654 sjúklingar, þar af 189 börn. Nýskráðir í gær voru 51 fullorðinn og 19 börn. Frá upphafi fjórðu bylgju faraldursins hafa verið 129 innlagnir á spítalann vegna veirunnar.
Forseti Lettlands smitaður af COVID-19
Egils Levits, forseti Lettlands er smitaður af COVID-19. Smitum hefur fjölgað svo mjög í landinu undanfarið að stjórnvöld ákváðu að lýsa fyrir neyðarástandi af þeim sökum.
Íhuga að flytja sjúklinga með COVID-19 úr landi
Heilbrigðiskerfið í Rúmeníu riðar til falls nú í fjórðu bylgju heimsfaraldurs COVID-19. Um 1.600 manns eru sagðir vera á bið eftir gjörgæsluplássum og heilbrigðisstarfsfólk segir að pláss losni aðallega á spítölum vegna dauðsfalla. Á föstudag létust 385 manns vegna faraldursins í landinu, sem er mesti fjöldi til þessa. Yfirvöld í landinu segjast í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins vera að leita leiða til þess að flytja sjúklinga úr landi svo þeir hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu.
10.10.2021 - 10:54
Staðan á Landspítala „íslenskum yfirvöldum til skammar“
Félag sjúkrahúslækna lýsir þungum áhyggum af skorti á mannskap og legurýmum á Landspítala. Félagið segir stöðuna vera „íslenskum yfirvöldum til skammar“ og kallar eftir endurbótum.
Þjóðverjar ætla að bjóða upp á örvunarskammt bóluefna
Þjóðverjar hyggjast bjóða eldra fólki og fólki í áhættuhópum svokallaðan örvunarskammt af bóluefnum gegn COVID-19. Eins er ætlunin að gefa börnum á aldrinum 12 til 17 ára kost á bólusetningu.
Síðdegisútvarpið
Langflestir á göngudeild COVID með væg einkenni 
Yfir 600 manns eru nú í einangrun með COVID-19 og því hefur róðurinn tekið að þyngjast hjá göngudeild COVID sem hefur eftirlit með smituðum. Runólfur Pálsson, einn af yfirmönnum deildarinnar, segir stöðuna þó vera allt aðra en í fyrri bylgjum faraldursins þar sem að langflestir hinna smituðu séu með væg einkenni þökk sé bólusetningum.
26.07.2021 - 18:36
Þórólfur bjartsýnn á að bylgjan dvíni fljótt
Sóttvarnalæknir vonar að hægt verði að kveða fjórðu bylgjuna niður á næstu tveimur vikum. Það sé fullt tilefni til bjartsýni þrátt fyrir smit utan sóttkvíar.