Færslur: fjölmiðlar og auglýsingamarkaður

Fjölmiðlar fengu minni auglýsingatekjur
Auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um 16% árið 2020 miðað við árið á undan og hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsinga í fjölmiðlum runnu til erlendra aðila, sem er lægra hlutfall en árin á undan.
Reynir Trausta og Trausti kaupa Mannlíf
Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs og Trausti Hafsteinsson, fréttastjóri Mannlífs, hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. Mannlíf verður áfram í samstarfi við fjölmiðla Birtings, sem eru tímaritin Gestgjafinn, Hús og híbýli og Vikan.
Björn Ingi, Arnar og Steinn sýknaðir af milljóna kröfu
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Björn Inga Hrafnsson, Arnar Ægisson og Stein Kára Ragnarsson af kröfu Íslandsbanka um að þeir greiddu bankanum tíu milljónir, auk dráttarvaxta, vegna ábyrgðar þeirra á skuldum DV við bankann. Að auki ber bankanum að greiða hverjum þeirra 600.000 krónur í málskostnað.
Viðtal
Hefur áhyggjur af stöðu fjölmiðla
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, kveðst hafa áhyggjur af stöðu fjölmiðla, hjá þeim, líkt og víðar, sé tekjufall og að stjórnvöld verði að taka tillit til þess. Ekki hafa verið kynntar neinar sértækar aðgerðir sem beinast að stöðu fjölmiðla vegna COVID-19 faraldursins.
Viðtal
Tvöfalt neyðarástand hjá fjölmiðlum
Tekjur einkarekinna fjölmiðla hafa dregist saman um tugi prósenta, segir Þórir Guðmundsson, fréttastjóri Stöðvar 2. Faraldurinn hefur gert slæma stöðu enn verri að mati lektors í blaða- og fréttamennsku.
Fjölmiðlafrumvarpið nú eða aldrei
Menntamálaráðherra ætlar sér að fá samþykki Alþingis fyrir nýju fjölmiðlafrumvarpi fyrir áramót. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún sagt þingflokki Sjálfstæðisflokksins að samþykki hann ekki frumvarpið nú verði það tekið af dagskrá.
Lilja: Flokksformanna að sannfæra sína þingmenn
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, er sannfærð um að frumvarp hennar um styrki til einkarekinna fjölmiðla verði samþykkt þrátt fyrir að það hafi tekið litlum breytingum frá því að hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi það í vor. Formenn samstarfsflokkanna í ríkisstjórn beri ábyrgð á því að fá samþykki sinna þingmanna fyrir því. 
Lilja lækkar ráðgerða styrki til fjölmiðla
Styrkir til einkarekinna fjölmiðla samkvæmt nýju fjölmiðlafrumvarpi verða samanlagt fjórðungi lægri en gert var ráð fyrir í frumvarpinu sem kynnt var í ársbyrjun. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnti frumvarpið í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna í dag. 
Nýtt fjölmiðlafrumvarp væntanlegt fyrir ríkisstjórn
Gert er ráð fyrir 400 milljónum í styrki til einkarekinna fjölmiðla í fjárlögum næsta árs. Menntamálaráðherra ætlar að kynna nýtt fjölmiðlafrumvarp fyrir ríkisstjórn á næstunni.
Vilja skoða að setja SVT á auglýsingamarkað
Sænski Íhaldsflokkurinn Moderaterna vill skoða það að setja sænska ríkisútvarpið, SVT, á auglýsingamarkað. Fjármögnun sænska ríkisútvarpsins er nú að öllu leyti byggð á opinberum fjármunum.
Vilja skilyrða styrk við 20 manna ritstjórn
Útgefandi Fréttablaðsins leggur til að það skilyrði verði sett að starfsmenn ritstjórnar verði að lágmarki tuttugu, eigi fjölmiðill að fá endurgreiðslu frá ríkinu. Þetta kemur fram í umsögn Torgs ehf. sem gefur út Fréttablaðið. Frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær og bárust 23 umsagnir.
Viðtal
Telur tillögur ráðherra gagnast fjölmiðlum
Tillögur menntamálaráðherra um stuðning til einkarekinna fjölmiðla er fyrsta skref ríkisins í þá átt að taka fjölmiðlun alvarlega sem atvinnugrein, að dómi Sigmundar Ernis Rúnarssonar, dagskrár- og ritstjóra Hringbrautar, sem fagnar tillögunum. Þær fela meðal annars í sér að dregið verði úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði.
Telur vanta útfærslu á endurgreiddum kostnaði
Framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar telur að styrkur ríkisins til einkarekinna fjölmiðla verði ekki til þess að gjörbreyta rekstrarumhverfi þeirra. Hann hefur áhyggjur af því að frumvarpið nýtist smærri fjölmiðlum verr en hinum stærri.