Færslur: fjölmiðlafrumvarp

Stuðningur við fjölmiðla aukinn frá fyrra frumvarpi
Í nýju frumvarpi um breytingar á fjölmiðlalögum er kveðið á um meiri fjárstuðning við einkarekna fjölmiðla en í frumvarpi sem lagt var fram fyrir tæpu ári. Þá stóð til að hann yrði að hámarki 18 prósent af rekstrarkostnaði fjölmiðla en samkvæmt nýju frumvarpi getur hann numið allt að 25 prósentum af rekstrarkostnaðinum.
Vill tafarlausar aðgerðir til styrktar fjölmiðlum
Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir að það taki of langan tíma að afgreiða frumvarp til styrktar einkareknum fjölmiðlum. Grípa þurfi til aðgerða strax. Gert er ráð fyrir 400 milljónum til styrktar einkareknum fjölmiðlum í fjárlögum sem væri hægt að úthluta. En meira þurfi líklega til.
10.04.2020 - 12:34
Frumvarp Lilju „níðist á minni einkareknum miðlum“
Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri vefsíðunnar fótbolti.net, segir að fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra útiloka að fjölmiðilinn hans eigi kost á endurgreiðslu á sama tíma og allir samkeppnisaðilar fá slíka endurgreiðslu. Verði frumvarpið að lögum muni það skekkja samkeppnisstöðu fótbolta.net verulega.. Það valdi honum áhyggjum að frumvarpi sem ætlað sé að styrkja fjölmiðla sé þannig sett fram að það níðist á minni einkareknum miðlum.
23.01.2020 - 08:35
Gagnrýna fjölmiðlafrumvarpið í umsögnum
Héraðsfréttamiðlar eru óánægðir með skilyrði um stuðning í fjölmiðlafrumvarpi um fjölda tölublaða. Kjarninn vill að endurgreiðsluhlutfall frumvarpsins verði hækkað. Lögfræðiprófessor bendir á að tilbúið frumvarp sem ætlað sé að styrkja tjáningarfrelsi hafi ekki enn verið lagt fram á Alþingi. Fimm umsagnir hafa borist um fjölmiðlafrumvarpið til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Umsagnarfrestur rennur út í dag.
10.01.2020 - 12:12
„Lífsspursmál“ fyrir héraðsfréttamiðla
Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, segir að frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla sé „einfaldlega lífsspursmál“ fyrir staðbundna fjölmiðla og héraðsfréttamiðla. Hann fagnar því að frumvarpið hafi loksins verið lagt fram á Alþingi en segir það hafa dregist úr hömlu eftir kynningu á efni frumvarpsins í ársbyrjun.
27.12.2019 - 16:40
Fjölmiðlafrumvarpið nú eða aldrei
Menntamálaráðherra ætlar sér að fá samþykki Alþingis fyrir nýju fjölmiðlafrumvarpi fyrir áramót. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún sagt þingflokki Sjálfstæðisflokksins að samþykki hann ekki frumvarpið nú verði það tekið af dagskrá.
Lilja: Flokksformanna að sannfæra sína þingmenn
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, er sannfærð um að frumvarp hennar um styrki til einkarekinna fjölmiðla verði samþykkt þrátt fyrir að það hafi tekið litlum breytingum frá því að hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi það í vor. Formenn samstarfsflokkanna í ríkisstjórn beri ábyrgð á því að fá samþykki sinna þingmanna fyrir því. 
Lilja lækkar ráðgerða styrki til fjölmiðla
Styrkir til einkarekinna fjölmiðla samkvæmt nýju fjölmiðlafrumvarpi verða samanlagt fjórðungi lægri en gert var ráð fyrir í frumvarpinu sem kynnt var í ársbyrjun. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnti frumvarpið í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna í dag.