Færslur: fjarvinna

Spegillinn
Blendin viðhorf til heimavinnu
Á meðan samkomutakmarkanir voru hvað mestar í kórónuveirufaraldrinum höfðu margir ekkert val um hvort unnið var heima eður ei. Í könnun sem gerð var meðal félagsmanna í Sameyki kom í ljós að innan við helmingur svarenda eða um 40% vann heima í faraldrinum og af þeim sem það gerðu hafði meirihlutinn eða rúm 60% ekkert val. Þórarinn Eyfjörð formaður félagsins segir að heimavinna hafi skiljanlega fyrst og fremst tengst skrifstofu- og tæknifólki úr röðum Sameykis.
07.10.2021 - 09:05
Spegillinn
Réttindi og skyldur fólks og fyrirtækja í fjarvinnu
60% félagsmanna BHM telja mikilvægt að bandalagið beiti sér fyrir því að réttur til heimavinnu verði tryggður í næstu kjarasamningum. Það var í það minnsta niðurstaða könnunar sem BHM lét gera í vor og 16.000 manns tóku þátt í á netinu. Þannig hafa margir áhuga á að sinna eða geta að einhverju leyti sinnt fjarvinnu áfram.
Spegillinn
Vilja tryggja rétt til fjarvinnu í kjarasamningum
Yfir 60% félagsmanna Bandalags háskólamanna, sem svöruðu könnun þess, vilja að BHM beiti sér fyrir því að réttur til að vinna heima verði tryggður í næstu kjarasamningum. Þá telja yfir 70% svarenda mikilvægt að kjarasamningar kveði skýrt á um að vinnuveitandi skuli greiða fyrir og útvega búnað sem nauðsynlegur er vegna fjarvinnu.
10.03.2021 - 18:51
Spegillinn
Covid, fjarvinna og búferlaflutningar
Íslendingar eru almennt hreyfanlegri en norrænu nágrannaþjóðirnar, hafa flutt sig eftir vinnu, bæði milli landshluta og landa. Nýja breytan í dæminu er fjarvinna, sem hefur farið á flug í veirufaraldrinum, og sem gæti gert fólki auðveldara að flytja, hvort sem er úr landi eða úr þéttbýli í dreifbýli.
05.02.2021 - 17:00
Óvænt álitamál vegna sjálfsfróunar á fjarfundi
Blaðamaður tímaritsins The New Yorker varð í vikunni uppvís að því að fróa sér á fjarfundi. Atvikið hefur verið fordæmt sem áreitni en einnig vakið upp óvænta spurningu á tímum veirunnar: Má fróa sér í fjarvinnunni?
25.10.2020 - 09:47
Fólk með lágar tekjur átti síður kost á fjarvinnu
Fólk með lágar tekjur og litla menntun átti síður kost á að vinna í fjarvinnu vegna Covid-19 faraldursins en fólk með háar tekjur og mikla menntun. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem BSRB lét gera á áhrifum Covid-19.
05.06.2020 - 09:36
Fréttaskýring
Fólk saknar mest tengsla og samskipta í samkomubanni
Starfsfólk og nemendur sakna samskipta og tengsla mest í fjarvinnunni og fyrirtæki og menntastofnanir verða að auðvelda rafræn samskipti. Sálfræðingur segir mikilvægt að koma sér upp rútínu og halda væntingum raunhæfum.
30.03.2020 - 13:54
Vinnuveitendur eiga að skaffa tölvur og síma
Óvenjumargir vinna að heiman þessa daganna vegna ástandsins sem upp er komið vegna Covid-19. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að atvinnurekendur eigi að bera kostnað sem af því kann að hljótast.
16.03.2020 - 17:38