Færslur: Fjarskipti

Silfrið
„Veruleiki og tilvera okkar má ekki byggjast á heppni“
„Ef að rétthentur maður handleggsbrýtur sig á vinstri, er hann heppinn? Kannski getum við sagt það út frá því að við erum með almannavarnarkerfi sem er undirfjármagnað og ekki nógu vel sinnt að mínu mati að þá kannski að því leyti vorum við heppin að ekki fór verr,“ segir, Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar í Silfrinu, spurður um það hvort við vorum heppin að ekki fór verr í fárviðrinu í vikunni.
15.12.2019 - 12:44
Myndband
„Fátt jólalegt og kósí við þetta veður“
„Í rauninni má segja að við höfum verið mjög heppin að það varð ekki meiri háttar óhapp eða meiri háttar slys á fólki því að það hefði, í mörgum tilfellum, ekki verið nokkur leið fyrir fólk að koma skilaboðum áleiðis; að hringja í neyðarlínuna, hringja á aðstoð eða fá hjálp,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
15.12.2019 - 11:42
Myndband
„Þetta var í raun og veru lífshættulegt ástand“
„Þetta var í raun og veru lífshættulegt ástand. Við gátum hvorki sótt okkur bjargir, né veitt bjargir. Þannig að ástandið var í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Allir helstu innviðir samfélagsins hafi brugðist.
14.12.2019 - 21:07
Aukið álag í fárviðrinu en engar bilanir
Engar bilanir urðu hjá Landsvirkjun í fárviðrinu í vikunni. Í kjölfar óveðursins urðu þó ístruflanir við Laxárstöðvar. „Nokkurt álag var á starfsfólk vegna truflana sem urðu á flutningi raforku frá aflstöðvum okkar,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.
13.12.2019 - 20:33
Myndband
„Hér er fólk búið að gera kraftaverk í störfum sínum“
„Staðan er auðvitað sú að það mun taka nokkra daga að koma öllu í samt lag en þetta er auðvitað þannig að það er allt annað að sjá ástandið með eigin augum heldur en að heyra skýrslur á fundum,“ segir forsætisráðherra. Hún fór ásamt fjórum öðrum ráðherrum norður í land í dag og kynnti sér aðstæður á þeim svæðum sem verst urðu úti í óveðrinu.
13.12.2019 - 19:51
Myndband
Orðin mun háðari raforku en áður
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  ferðamála-, iðnaðar-, nýsköpunarráðherra, segir að það skipti máli að fara á vettvang og sjá aðstæður með berum augum. Ráðherrar muni hafa gagn að því. Þá skipti máli að sýna fólki hluttekningu eftir allt sem á undan er gengið. Fimm ráðherrar flugu norður í hádeginu. Til stendur að skoða aðstæður þeirra sem verst urðu úti í óveðrinu, á Dalvík, í Skagafirði og fleiri byggðarlögum.
13.12.2019 - 14:21
Myndband
Vill fá þetta beint í æð
„Við ætlum að fara á svæðið, heyra hljóðið í fólki og fá þetta beint í æð frá þeim sem hafa búið við þetta leiðinda ástand núna í allt of langan tíma,“ segir Kristján Þór Júlíusson, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fimm ráðherrar flugu norður í hádeginu. Til stendur að skoða aðstæður þar sem verst urðu úti í óveðrinu, Dalvík, Skagafjörð og fleiri byggðarlög.
Ríkisstjórnin setur á fót átakshóp vegna fárviðrisins
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að skipa átakshóp vegna fárviðrisins sem gekk yfir landið á þriðjudag og miðvikudag. Hópurinn vinnur meðal annars að tillögum á úrbótum á innviðum í raforku og fjarskiptum. Öryggi í þessum samfélagslegu innviðum lúti að þjóðaröryggi. Stefnt er að því að hópurinn skili tillögum sínum í byrjun mars.
13.12.2019 - 12:41
Fordæmalaus truflun á fjarskiptasambandi
Fjarskiptasamband hefur rofnað víða um land í illviðrinu. Þorleifur Jónasson, hjá Póst- og fjarskiptastofnun, segist aldrei hafa séð jafnmikla truflun á fjarskiptum. Bæði farsímasamband og tetrakerfi almannavarna hefur raskast. Áhrifanna gætir allt frá norðanverðum Vestfjörðum, um Norðurland allt og um Austfirði. Þetta hafi truflað störf björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila.
Viðtal
5G límið í fjórðu iðnbyltingunni
Búast má við því að 5G fjarskiptakerfið verði tekið í gagnið á fyrrihluta næsta árs, segir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hann segir að miðað við þá vinnu sem hafi verið lagt í nú þegar sé ekki of mikil bjartsýni að ætla að kerfið verði tilbúið til notkunar innan árs.
30.08.2019 - 22:30
Miklar bilanir í farsímakerfi á Norðurlöndum
Truflanir hafa orðið í gær og dag á farsímaþjónustu sænska fjarskiptafyrirtækisins Tele2. Meðal annars gátu notendur svokallaðrar reikisþjónustu ekki hringt í neyðarlínu eða önnur númer og símtöl slitnuðu. Sænska fjarskiptastofnunin segir bilunina alvarlega.
18.06.2019 - 12:56
Nova tengdi fyrsta 5G-sendinn
Fyrsti 5G-fjarskiptasendir símafyrirtækisins Nova hefur verið tekinn í gagnið. Er þetta fyrsti 5G sendirinn á Íslandi. Með þessari fimmtu kynslóð þráðlausa fjarskiptakerfisins mega notendur búast við tífalt meiri nethraða að jafnaði miðað við fjórðu kynslóðina.
21.02.2019 - 18:09
Stopul fjarskipti á Vestfjörðum í nótt
Fjarskipti á sunnanverðum Vestfjörðum verða afar takmörkuð í nótt vegna vinnu Mílu við fjarskiptabúnað í símstöðinni á Patreksfirði. Gera má ráð fyrir verulegri truflun á farsímasambandi og netþjónustu í um fjórar klukkustundir í nótt.
14.02.2019 - 21:49
Myndskeið
Fleiri kvarta yfir reikningum eftir Skaupið
Töluvert af kvörtunum hafa borist Neytendasamtkökunum vegna reikninga frá fjarskiptafyrirtækjum. Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir að þessum kvörtunum hafi farið fjölgandi eftir Áramótaskaupið.
05.02.2019 - 15:59
Telur tilmæli um netöryggi íþyngjandi
Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri ISNIC sem rekur íslenska höfuðlénið .is, segist hafa áhyggjur af því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fylgi tilmælum Póst- og fjarskiptastofnunar og breyti frumvarpi um netöryggi sem nefndin hefur til umfjöllunar. Hann telur tilmælin hafa í för með sér íþyngjandi aðgerðir gagnvart fyrirtæki sínu og öllum netnotendum á Íslandi.
„Það er ekki verið að hlera eitt eða neitt“
Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar hjá Póst- og fjarskiptastofnun, segir mikilvægt að netöryggissveit stofnunarinnar fái heimildir í lögum sem tryggi að hún geti sinnt eftirliti sínu og tryggt netöryggi á Íslandi. Frumvarp til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða er nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Fréttaskýring
Telur netöryggissveit fá of miklar heimildir
ISNIC, rekstraraðili íslenska höfuðlénsins .is, telur frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um netöryggismál ganga allt of langt og veita netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar allt of víðtækar heimildir til þess að fylgjast með netumferð á Íslandi.
Gerðu athugasemdir við öryggi Farice-strengja
Póst- og fjarskiptastofnun gerði 96 athugasemdir við öryggi bygginganna þar sem Farice-gagnastrengirnir ná landi á Íslandi. 52 athugasemdir eru skilgreindar sem frávik frá lögum og reglum sem tryggja eiga öryggi fjarskiptaneta. Almennt er öryggismálum bygginganna vel háttað.
18.12.2018 - 14:22
Fréttaskýring
5G: Þurfa ljósastaurarnir nýjan titil?
Stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki eru farin að huga að fimmtu kynslóð farneta, 5G. Þessi kynslóð hefur verið kölluð net iðnaðarins og er í raun límið í fjórðu iðnbyltingunni, forsenda fyrir því að ótal nettengdir hlutir og kerfi geti sent gögn sín á milli á leifturhraða. Ísland ætlar sér að verða hluti af best tengda 5G-svæði heims - en fyrst þarf að taka fjölda ákvarðana og ráðast í viðamikla uppbyggingu þar sem snjallir ljósastaurar gætu verið í lykilhlutverki.
Útsendingar RÚV liggja niðri í Borgarfirði
Útsendingar RÚV í Borgarfirði liggja niðri um þessr mundir vegna bilunar í jarðstreng. Bilunin nær allt frá Hvanneyri að Reykholti. Samkvæmt upplýsingum frá Vodafone, sem sér um dreifikerfi RÚV, má rekja þetta til skemmda á jarðstreng. Óvíst sé hversu langan tíma viðgerðin tekur – hafi strengurinn farið í sundur geti hún tekið fram á nótt, en séu skemmdirnar minni verði vonandi hægt að ráða bót á vandanum á tveimur til þremur klukkustundum.
24.08.2018 - 19:34
5G skapi tækifæri fyrir viðbragðsaðila
Farsíma- og tölvunotendur munu síst finna fyrir áhrifum 5G-netsins, þegar það kemur. Það mun hins vegar skapa ýmis tækifæri í iðnaði, landbúnaði og hjá viðbragðs- og öryggisaðilum, þar sem hraðinn mun aukast til muna og svartími tækja styttast. Þetta sagði Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö.
26.07.2018 - 18:15
Sjálfstæðisflokkurinn braut fjarskiptalög
Sjálfstæðisflokkurinn braut fjarskiptalög í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í haust með því að hringja í mann sem var bannmerktur í símaskrá og kannaðist ekki við að vera skráður í flokkinn. Þetta er niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar, sem telur hringinguna vera brot á ákvæði fjarskiptalaga um óumbeðin fjarskipti.
PFS segir að Míla hafi brotið reglur
Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Míla, dótturfélag Símans, hafi ekki farið að reglum þegar fyrirtækið ákvað að leggja fjarskiptalagnir í Setbergslandi í Hafnarfirði í fyrra án þess að gefa öðrum kost á að samnýta framkvæmdina.
04.05.2018 - 17:46
Míla lýsir yfir óvissustigi vegna skjálftanna
Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur lýst yfir óvissustigi á Norðausturlandi vegna jarðskjálftanna við Grímsey. Neyðarstjórn Mílu hefur verið kölluð saman til að meta aðstæður. Samskiptastjóri Mílu segir þetta reglubundið verklag í aðstæðum sem þessum.
19.02.2018 - 14:28
Nova afhenti símayfirlit sem leiddi til árásar
Símafyrirtækið Nova braut gegn persónuverndarlögum þegar starfsmaður þess afhenti fyrrverandi eiginkonu manns yfirlit yfir símnotkun hans í fyrra. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Eiginkonan fyrrverandi sá á yfirlitinu samskipti mannsins við aðra konu, fann hana og réðst á hana með ofbeldi. Nova segist hafa skerpt á starfsreglum sínum í kjölfar málsins.
14.02.2018 - 11:20