Færslur: fjármálaráðherra

Milljarðahækkun til heilbrigðis- og löggæslumála
Útgjöld ríkissjóðs aukast um 50 milljarða á næsta ári samkvæmt breytingatillögu fjármálaráðherra við fjárlagafrumvarpið. Framlög til heilbrigðismála hækka um rúma 12 milljarða og þá er einnig lögð til milljarðahækkun á útgjöldum til löggæslumála.
„Slátrar málflutningi fjármálaráðherra“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að lögfræðiálit lífeyrissjóða um ÍL-sjóð slátri málflutningi fjármálaráðherra. Áform ráðherra um lausn málsins hafi verið frumhlaup.
24.11.2022 - 12:19
Eintak af stjórnarskrá Bandaríkjanna falt á uppboði
Upprunalegt eintak af stjórnarskrá Bandaríkjanna verður selt á uppboði í desember. Eintakið er annað tveggja sem vitað er af í einkaeigu og búist er við að það seljist háu verði.
Brýnt að bregðast við vanda ÍL-sjóðs
Ríkið gæti að óbreyttu þurft að borga hátt í 200 milljarða á núvirði til að standa undir kostnaði vegna uppgjörs gamla Íbúðalánasjóðs. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að bregðast við stöðunni sem fyrst til að lágmarka áhættu ríkissjóðs.
Spyr um ystu mörk Sjálfstæðisflokksins í skattahækkunum
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar beindi orðum sínum að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þegar hún gagnrýndi boðaðar hækkanir á áfengissköttum á Alþingi í dag. Með þessu sé ráðherra að tryggja að bjórkrúsin á Íslandi verði áfram sú dýrasta í Evrópu.
12.10.2022 - 16:33
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna ávítar OPEC harðlega
Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vandar Samtökum olíuframleiðsluríkja OPEC plús, ekki kveðjurnar vegna fyrirætlunar þeirra að draga úr framleiðslu.
Sjónvarpsfrétt
Neysla og atvinna skila hærri sköttum
Ríkissjóður verður rekinn með 89 milljarða króna halla samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Skatttekjur aukast á sama tíma og útgjöld til heilbrigðis- og félagsmála verða aukin.
Lengja í lánum og skuldbreyta 5 milljörðum í hlutafé
Ríkissjóður hyggst skuldbreyta fimm milljörðum af 20 milljarða króna láni til Vaðlaheiðarganga í hlutafé og framlengja lokagjalddaga lánsins til ársins 2057. Fjármálaráðherra segir félagið ekki hafa haft bolmagn til að standa við skuldbindingar.
Óraunhæft að sækja verulega aukin lífsgæði í stöðunni
Þrátt fyrir hækkandi vexti og verðbólgu segir fjármálaráðherra stöðu íslenska hagkerfisins öfundsverða. Hann segir óraunhæft að ætla að sækja verulega aukin lífsgæði í kjarasamningum við þær aðstæður sem nú eru uppi.
Viðtöl
Gagnrýna fjármálaáætlun harðlega
Stjórnarandstaðan fer hörðum orðum um fjármálaáætlun og finnst hún óraunhæf og ekki styðja nærilega við heimilin og velferð.
ÁTVR kærir til Landsréttar
ÁTVR ætlar ekki að una niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá dómi málum gegn tveimur netverslunum með áfengi. Úrskurðir héraðsdóms, sem kveðnir voru upp á föstudag, verða því kærðir til Landsréttar. 
Stýrivaxtahækkanir ættu ekki að koma á óvart
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hækkun stýrivaxta ekki óvænta og nú séu þeir sambærilegir við það sem þeir voru fyrir heimsfaraldurinn. Hann segir að fylgjast þurfi vel með hvernig þessi staða komi niður á ráðstöfunartekjum tekjulægri heimila.
09.02.2022 - 18:13
Viðtal
Engin málefnaleg gagnrýni á skipan Jóns eða Brynjars
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir enga málefnalega gagnrýni hafa komið fram á skipan Jóns Gunnarssonar í embætti dómsmálaráðherra. Þá kveðst hann ekki skilja gagnrýni á skipan Brynjars Níelssonar sem aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og segir hann reyndan þingmann sem njóti mikils stuðnings.
Óvíst að Bjarni klári kjörtímabilið í fjármálaráðuneyti
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist vel geta hugsað sér að skipta um ráðuneyti á miðjum kjörtímabili.
Stóra myndin í fjárlögum liggur fyrir
Fjármálaráðherra segir stóru myndina í fjárlögum næsta árs þegar liggja fyrir og að ekki verði ráðist í niðurskurð. Hins vegar standi til að láta mörg þau úrræði sem kynnt voru í faraldrinum renna sitt skeið.
Takmörk fyrir launahækkunum
Fjármálaráðherra segir takmörk fyrir því hversu mikið laun á Íslandi geta hækkað til lengdar. Hann tekur undir efasemdir seðlabankastjóra um greiðslu hagvaxtarauka.
Sjónvarpsfrétt
Allar líkur á fjórðu vaxtahækkuninni
Allar líkur eru á að stýrivextir Seðlabankans hækki í vikunni, fjórða skiptið í röð. Fjármálaráðherra segir að ekki standi til að draga tímabundið úr opinberum álögum til að mæta verðhækkunum.
Vilja herða reglur að nýju á Englandi
Þingmenn Verkamannaflokksins knýja á bresku ríkisstjórnina að grípa til varaáætlunar í glímunni við útbreiðslu kórónuveirunnar á Englandi. Hún innifelur meðal annars hvöt til fólks að vinna heima og að gripið verði til grímuskyldu.
Þarf átak til að manna viðkvæmustu deildirnar
Fjármálaráðherra tekur undir að mikið brottfall úr heilbrigðisstéttum megi að hluta rekja til launakjara. Það skýri hins vegar ekki mönnunarskort á gjörgæsludeildum.
Hafnarfjörður verður heimabær Tækniskólans
Í gær undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, Hafnarfjarðarbæjar og Tækniskólans viljayfirlýsingu um að reisa framtíðarhúsnæði skólans í Hafnarfirði. Skólinn hefur undanfarin ár starfað í nokkrum byggingum sem dreifast víða um höfuðborgarsvæðið en í nýrri skólabyggingu gæti öll starfsemi skólans verið undir sama þaki.
Vill halda áfram að selja Íslandsbanka
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skynsamlegt að halda áfram að losa um eignarhald ríkisins yfir Íslandsbanka á næsta ári ef markaðsaðstæður leyfa. Hann segir nýlokið útboð hafa gengið framar vonum og að áhugi erlendra fjárfesta hafi vakið sérstaka athygli.
16.06.2021 - 16:57
Myndskeið
Hefur áhyggjur af vaxandi verðbólgu
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af vaxandi verðbólgu, en hún hefur ekki mælst meiri í tæpan áratug. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í gær til að bregðast við þessari þróun.
20.05.2021 - 22:10
Myndskeið
22 milljarðar í fasteignir á tveimur árum
Íslendingar hafa flutt nærri 22 milljarða króna úr séreignasparnaði sínum yfir í fasteignir undanfarin tvö ár. Heimildir til að taka út séreignasparnað verða framlengdar á næstu mánuðum, segir fjármálaráðherra.
Viðtal
Halla Bergþóra neitar að tjá sig um símtöl til ráðherra
Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagðist ekki geta tjáð sig í Silfrinu í morgun um símtal dómsmálaráðherra til hennar á aðfangadag vegna máls fjármálaráðherra tengdu heimsókn hans í Ásmundasal.
Afgreiða sóttvarnarbrot á tveimur til þremur mánuðum
„Rannsókn málsins miðar vel og er málið komið á ákærusvið þar sem það bíður yfirferðar ákæranda. Get því miður ekki sagt til um hvenær niðurstöðu er að vænta,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um gang rannsóknar á samkomu í Ásmundarsal í desember. Hulda Elsa segir að það taki að jafnaði tvo til þrjá mánuði að afgreiða slík mál.

Mest lesið