Færslur: fjármálaráðherra

Þarf átak til að manna viðkvæmustu deildirnar
Fjármálaráðherra tekur undir að mikið brottfall úr heilbrigðisstéttum megi að hluta rekja til launakjara. Það skýri hins vegar ekki mönnunarskort á gjörgæsludeildum.
Hafnarfjörður verður heimabær Tækniskólans
Í gær undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, Hafnarfjarðarbæjar og Tækniskólans viljayfirlýsingu um að reisa framtíðarhúsnæði skólans í Hafnarfirði. Skólinn hefur undanfarin ár starfað í nokkrum byggingum sem dreifast víða um höfuðborgarsvæðið en í nýrri skólabyggingu gæti öll starfsemi skólans verið undir sama þaki.
Vill halda áfram að selja Íslandsbanka
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skynsamlegt að halda áfram að losa um eignarhald ríkisins yfir Íslandsbanka á næsta ári ef markaðsaðstæður leyfa. Hann segir nýlokið útboð hafa gengið framar vonum og að áhugi erlendra fjárfesta hafi vakið sérstaka athygli.
16.06.2021 - 16:57
Myndskeið
Hefur áhyggjur af vaxandi verðbólgu
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af vaxandi verðbólgu, en hún hefur ekki mælst meiri í tæpan áratug. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í gær til að bregðast við þessari þróun.
20.05.2021 - 22:10
Myndskeið
22 milljarðar í fasteignir á tveimur árum
Íslendingar hafa flutt nærri 22 milljarða króna úr séreignasparnaði sínum yfir í fasteignir undanfarin tvö ár. Heimildir til að taka út séreignasparnað verða framlengdar á næstu mánuðum, segir fjármálaráðherra.
Viðtal
Halla Bergþóra neitar að tjá sig um símtöl til ráðherra
Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagðist ekki geta tjáð sig í Silfrinu í morgun um símtal dómsmálaráðherra til hennar á aðfangadag vegna máls fjármálaráðherra tengdu heimsókn hans í Ásmundasal.
Afgreiða sóttvarnarbrot á tveimur til þremur mánuðum
„Rannsókn málsins miðar vel og er málið komið á ákærusvið þar sem það bíður yfirferðar ákæranda. Get því miður ekki sagt til um hvenær niðurstöðu er að vænta,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um gang rannsóknar á samkomu í Ásmundarsal í desember. Hulda Elsa segir að það taki að jafnaði tvo til þrjá mánuði að afgreiða slík mál.
Mótvægisaðgerðir ríkisins vegna COVID um 200 milljarðar
Beinar aðgerðir ríkisins vegna kórónuveirufaraldursins eru meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.  Mótvægisaðgerðir í ríkisfjármálum vegna faraldursins í fyrra og í ár nema samtals rúmlega 200 milljörðum króna sem samsvarar 7% af vergri landsframleiðslu ársins 2019 og gert er ráð fyrir að útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs nemi rúmum 80 milljörðum á árinu 2020, 55 milljörðum meira en fjárlög gerðu ráð fyrir.
Fjármálaráðherra Ontario-fylkis í Kanada segir af sér
Rod Phillips fjármálaráðherra Ontario-fylkis í Kanada hefur sagt af sér. Doug Ford, forsætisráðherra fylkisins, tilkynnti afsögnina í gær eftir að hann kallaði Phillips heim úr fríi á Sankti Bartólómeusareyju í Karíbahafinu.
Viðtal
Þórólfur: Mjög slæmt að ráðherra fari ekki eftir reglum
„Það er bara mjög slæmt þegar forystumenn þjóðarinnar fara ekki eftir þessum reglum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að sé það rétt, sem komið hefur fram um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var í í gærkvöldi í Ásmundarsal, hafi sóttvarnalög verið brotin. „Ef það er rétt sem þar kemur fram þá er þetta klárlega brot á sóttvarnarreglum og mér finnst það miður að þetta hafi gerst,“ segir Þórólfur.
Vill selja fjórðungshlut í Íslandsbanka
Stefnt verður að því að selja fjórðung af eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka á næsta ári og verður ágóðinn meðal annars notaður til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þetta kemur fram í greinargerð sem fjármálaráðherra birti í dag.
22.12.2020 - 21:11
Myndskeið
Mikið högg fyrir sveitarfélagið og íbúana á Seyðisfirði
„Þetta eru auðvitað miklar hamfarir og svakalegt að sjá hvernig þetta hús hefur færst með aurskriðunni. Sem betur fer er ekki föst búseta þarna en þetta sýnir þá hættu sem getur stafað af svona skriðuföllum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um aurskriður á Seyðisfirði síðustu daga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að nú sé til skoðunar hvers konar stuðning ríkið veiti.
Kastljós
Viðspyrnustyrkir fram á mitt næsta ár
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir fregnir af 90% öryggi bóluefnis gegn COVID-19 ljós í myrkrinu og ofboðslega gleðileg tíðindi. Viðspyrnustyrkir sem stjórnvöld samþykktu í liðinni viku verða í gildi fram á mitt næsta ár.
10.11.2020 - 21:21
Ísland vel tilbúið að takast á við halla ríkissjóðs
Meira svigrúm er til að þola tímabundinn halla, líkt og blasir nú við ríkissjóði, ólíkt því sem var fyrri kreppum. Þetta er mat Björns Berg Gunnarssonar deildarstjóra greiningardeildar Íslandsbanka.
Bjarni: Skýrir almannahagsmunir í húfi
Hart var tekist á um frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icelandair sem tekið var til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Umræðan, sem lauk nú á áttunda tímanum, stóð yfir í rúma fimm klukkustundir.
Vinnan ómerk eigi launafólk ekki sinn fulltrúa
Drífa Snædal, forseti ASÍ, Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, mótmæla því harðlega í sameiginlegri yfirlýsingu að fjármálaráðherra ætli ekki að hafa fulltrúa launafólks með í ráðum við mat á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum.
28.08.2020 - 17:47
Styrkja þarf öryggisnetið, segir Drífa Snædal
Það er áhyggjuefni að ráðamenn skuli teikna upp þá mynd að fólk vilji ekki vinna, segir Drífa Snædal forseti ASÍ. „Það versta sem við gerum í stöðunni er að missa einstaklinga í litla virkni og fátækt með þeim niðurrífandi áhrifum sem það hefur á einstaklinga og þar með samfélagið allt.“
Almenn aðhaldskrafa tryggi betri nýtingu fjármuna 
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að almenn aðhaldskrafa hjá hinu opinbera sé leið til að tryggja að fjármunir nýtist sem best á þessu ári og komandi árum. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í gær þegar hann var spurður um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að halda til streitu aðhaldskröfum sem kynntar voru í fjármálaáætlun í fyrra.    
Vonbrigði að bætur verði ekki hækkaðar
Fyrsti varaforseti ASÍ segir það mikil vonbrigði að stjórnvöld hyggist ekki hækka atvinnuleysisbætur líkt og fjármálaráðherra sagði í Kastljósi í kvöld. Það velji það enginn að vera án vinnu.
19.08.2020 - 23:13
Fjárlagagatinu ekki lokað á næstu árum
Ríkið hefur svigrúm á að taka á sig högg með hallarekstri, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hvorki standi til að fara í skattahækkanir né harðan niðurskurð.
Eini fyrirvarinn að útboðið gangi eftir
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, segir það hafa verið orðið tímabært fyrir stjórnvöld að taka ákvörðun um að gangast í ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Hann segir góða samstöðu hafa verið í ríkisstjórninni um að veita ábyrgðina.
Rekstrarafkoma ríkissjóðs var jákvæð um 42 milljarða
Rekstr­ar­af­koma rík­is­sjóðs á síð­asta ári var jákvæð um 42 millj­arða króna í fyrra, sam­an­borið við 84 millj­arða afgang 2018. Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum og rekstrargjöld voru 809 milljarðar
Verði liður í að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum
Stefnt er að því að draga úr losun frá sjávarútvegi og auka eftirspurn eftir heilnæmum íslenskum fiski með samstarfi stjórnvalda og sjávarútvegsfyrirtækja. 
Ákvörðun PCC mikið högg
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir tímabundna lokun kísilvers PCC á Bakka mikið högg fyrir atvinnulíf í Norðurþingi. Starfsemi PCC hafi ásamt ferðaþjónustu stuðlað að mikilli uppbyggingu á svæðinu og því sé það mikið áhyggjuefni að báðar þessar greinar glími við erfiðleika.
26.06.2020 - 16:01
Áhyggjuefni að fjármálaráðherra segi loforð marklaus
Það vekur áhyggjur að fjármálaráðherra lýsi því yfir að loforð sem stjórnvöld hafi gefið í tengslum við lífskjarasamning séu í raun marklaus, segir forseti Alþýðusambandsins. Sambandið vill fund með stjórnvöldum um samninginn. Bæði ráðherra og verkalýðshreyfing hafa sagt að forsendur lífskjarasamnings séu brostnar.