Færslur: Fjármálaeftirlitið

FÍB kvartar til Fjármálaeftirlits undan atferli SFF
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent Fjármálaeftirlitinu kvörtun vegna hagsmunagæslu Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir tryggingafélög. Samtökunum sé eigin reglum samkvæmt óheimilt að svara opinberlega fyrir verðlagningu aðildarfyrirtækja sinna.
FÍB segir skýringar á iðgjaldahækkunum ekki standast
Iðgjöld tryggingafélaga á Íslandi hafa hækkað um 38% frá árinu 2015, á sama tíma fækkaði umferðarslysum um 15% og slösuðum um 23%. Hækkunin er umfram vísitölu neysluverðs að því er fram kemur í máli framkvæmdastjóra FÍB.
Umsvif lífeyrissjóða kalli á auknar kröfur
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að samþjöppun lífeyrissjóða á markaði sé orðin alltof mikil og það stefni í vandræði. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að sömu aðilar eigi hluti í öllum helstu fjármálafyrirtækjum landsins.
Ekkert eftirlit með „námagreftri“ eftir rafmynt
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands fylgist hvorki með né hefur upplýsingar um rafmynt, eða sýndarfé, sem „grafin er upp“ í námum í íslenskum orkuverum. Það varar þó við áhættu af notkun hennar.
11.02.2021 - 08:05
Sparisjóður braut lög um aðgerðir gegn peningaþvætti
Sparisjóði Strandamanna hefur verið gert að greiða 2,5 milljónir króna í sekt vegna brota gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
SA kallar eftir viðbrögðum SÍ við yfirlýsingu VR
Samtök atvinnulífsins kalla eftir viðbrögðum fjármálaeftirlits Seðlabankans við afskiptum stjórnar VR af Lífeyrissjóði Verzlunarmanna í kjölfar fregna af uppsögnum flugfreyja hjá Icelandair. Þau eru með verulegar aðfinnslur við vinnubrögð stjórnar sjóðsins.
Arion banki skýtur ákvörðun FME til dómstóla
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að sekta Arion banka um 87,7 milljónir króna á grundvelli þess að bankinn hafi ekki birt innherjaupplýsingar nægjanlega tímalega. Arion banki hyggst höfða mál til ógildingar ákvörðunarinnar.
17.07.2020 - 16:42
Dæmi um að erlendir bankar hafni greiðslum frá Íslandi
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki hér á landi hafi ekki getað borgað eitthvað af erlendum reikningum sínum síðustu vikur. Tveir bankar í Rúmeníu hafi til að mynda lokað á greiðslur frá Íslandi eftir að Ísland var sett á gráan lista FATF, alþjóðlegs starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
10.01.2020 - 14:07
Arion samþykkir að greiða 21 milljón í sátt
Arion banki hefur gert sátt við Fjármálaeftirlitið um að greiða 21 milljón króna í sekt. Um leið viðurkennir Arion banki að láðst hafi að skrá með skipulegum og formlegum hætti innan bankans greiningu hagsmunaárekstra í tengslum við kaup lífeyrissjóða á skuldabréfum á árinu 2015 og þátttöku þeirra í hlutafjárhækkunum Sameinaðs Silikons hf á árunum 2016 og 2017.
17.12.2019 - 16:07
Fjármálaeftirlitið óskar eftir upplýsingum um Samherja
Fjármálaeftirlitið vill fá upplýsingar um áhættumat íslenskra fjármálafyrirtækja sem átt hafa í viðskiptum við Samherja á útgerðarfélaginu og hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað.
21.11.2019 - 09:47
Hægt að gera trúnaðarmenn innherja tímabundið
Ströng ákvæði í lögum um verðbréfaviðskipti er varða upplýsingar skráðra fyrirtækja á verðbréfamarkaði koma ekki í veg fyrir að farið sé að lögum um hópuppsagnir og greina þar með trúnaðarmönnum frá áformunum. Fyrirtækin þurfa aðeins að skrá viðkomandi sem tímabundna innherja. Stéttarfélag bankamanna og Arion banka greinir á um hvort farið hafi verið að lögunum við hópuppsagnirnar í vikunni.
Rannveig og Unnur verða varaseðlabankastjórar
Rannveig Sigurðardóttir, núverandi aðstoðarseðlabankastjóri, og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlits, taka við stöðum nýrra varaseðlabankastjóra um áramót. Staða þess þriðja verður auglýst. Nýr seðlabankastjóri segir jákvætt að völdum í Seðlabankanum verði dreift. Framundan sé mikil endurskipulagning á starfsemi bankans.
VR hefur engar upplýsingar frá FME og LV
Formaður VR segir félagið engar upplýsingar eða gögn fengið frá Fjármálaeftirlitinu í tengslum við útskiptingu fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins og segir ámælisvert að eftirlitið hafi þannig sniðgengið málsaðila. VR hefur nú óskað eftir gögnum. 
Umsækjendur um stöðu Seðlabankastjóra
Gagnrýna hæfisnefnd forsætisráðuneytisins
Sjö af átta umsækjendum um stöðu seðlabankastjóra, sem hæfisnefnd taldi ekki „mjög vel hæfa“ til að gegna stöðunni, andmæltu mati nefndarinnar og telja verulega vankanta á málsmeðferð hennar. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til ótilgreindra en staðfestra heimilda.
Sameining Seðlabanka og FME og endurkoman
Eins og áður var rakið í Spegilspistli hyggst Alþingi fela Ríkisendurskoðun að kanna aðkomu yfirvalda að starfsemi Wow, þá hvort eftirlit hafi brugðist. En Alþingi hefur einnig samþykkt lög sem draga enn frekar athyglina að eftirlitsyfirvöldum – það er ný lög um sameiningu Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins. 
26.06.2019 - 17:00
Fréttaskýring
Bregðast eftirlitsstofnanir þegar á reynir?
Fall flugfélagsins Wow hefur skekið íslenskt efnahagslíf. Um tvö þúsund manns misstu vinnuna og ríkisfyrirtækið Isavia fær tæplega mikið upp í tveggja milljarða skuld Wow þar. Aðkoma Samgöngustofu vekur einnig spurningar. Síðast þegar verulega reyndi á íslensk eftirlitsyfirvöld, það er í bankahruninu, fengu þau yfirvöld falleinkun. Nú hefur Alþingi samþykkt að Ríkisendurskoðun geri úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia að Wow.
Líklega síðasti ársfundur Fjármálaeftirlitsins
Ársfundur Fjármálaeftirlitsins, sem haldinn var í dag, verður að líkindum sá síðasti ef frumvarp um að sameina eftirlitið Seðlabankanum um næstu áramót verður að lögum. Forstjórinn segir starfsfólk byrjað að ræða breytingarnar. Hún byrjaði hjá eftirlitinu við að skrifa á kúluritvél en þá var sussað á hana ef eftirlitsmennirnir þurftu að hringja í sparisjóðsstjóra. 
16.05.2019 - 22:30
FME krafðist lokunar á fjármögnunarsíðu
Fjármálaeftirlitið krafðist þess í dag að vefnum hluthafi.com væri lokað. Forsvarsmenn vefsíðunnar hafa nú breytt fyrirkomulagi söfnunarinnar. Á vefnum er óskað eftir hluthöfum til að stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Í fyrstu kom ekki fram hver stóð að söfnuninni en í gær var greint frá því að smiðurinn Friðrik Atli Guðmundsson væri ábyrgðarmaður hennar. Vefsíðan er styrkt af byggingafélagi föður hans, Sólhúsi ehf.
15.04.2019 - 15:29
Sjá ekki ávinninginn af því að greiða í sjóði
Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir sjóðfélaga ekki sjá ávinninginn af að greiða í lífeyrissjóði því ríkið skerði greiðslur ellilífeyris á móti. Forstjóri Fjármáleftirlitsins segir að við endurskoðun á lífeyrislöggjöfinni þurfi meðal annars að skerpa á skilum milli fjármálastofnana og lífeyrissjóða þær reka til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra.
Af hverju skyldi einhver treysta bankakerfinu?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, telur að óþarflega há laun bankastjórnenda, ólæsilegar verðskrár banka og aukin áhersla á rafræn viðskipti séu ekki til þess fallin að auka traust almennings á bankakerfinu.
12.02.2019 - 09:43
Bein aðkoma erlends banka hefði jákvæð áhrif
Lagt er til að Íslandsbanki verði seldur erlendum banka að hluta eða að öllu leyti í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem kynnt er í dag. Samhliða sölu Íslandsbanka telja höfundar hvítbókarinnar ástæðu til að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum.
Kemur vel til greina að færa til Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðherra segir vel koma til greina að færa eftirlit með fjármálageiranum undir einn hatt til Seðlabankans í stað þess að hafa hluta þess hjá Fjármálaeftirlitinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ítrekaði síðast í gær tillögu sín þess efnis. 
Aðgerðum gegn fjármögnun hryðjuverka ábótavant
Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá öllum sparisjóðum landsins. Reglubundið eftirlit með samningssambandi við viðskiptamenn hafi ekki verið í fullu samræmi við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
25.06.2018 - 18:01
Leynilegur samningur á milli Stefnis og Arion
Hörmungarsögu United Silicon í Helguvík þarf ekki að fjölyrða um. Eftir sitja starfsmenn, nærsamfélagið og ekki síður fjárfestar með sárt ennið. Arion banki er í dag eigandi verksmiðjunnar sem stærsti kröfuhafi. Bankinn hefur því enn möguleika á því að koma eignum í verð og minnka tap sitt. Svo er þó ekki með alla.