Færslur: Fjármálaáætlun

Hafnar því að VG gefi meira eftir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því að Vinstri græn séu að gefa meira eftir í þinglokasamningum en hinir stjórnarflokkarnir líkt og þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt fram í hádegisfréttum.
14.06.2022 - 18:40
Fjármálaáætlun samþykkt
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023 til 2027 var samþykkt á Alþingi laust fyrir klukkan þrjú í dag, með 35 atkvæðum gegn 12 atkvæðum. 11 þingmenn greiddu ekki atkvæði. 
Viðtal
Segir bjart yfir þrátt fyrir mikla verðbólgu
Þrátt fyrir mikla verðbólgu þá er bjart yfir í efnahagsmálum að mati Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðings hjá Íslandsbanka. Þó megi búast við því að verðbólga hækki meira áður en hún lækkar. Stríðið í Úkraínu og kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif á innflutta verðbólgu, sem leiðir til hækkandi verðs á innfluttum vörum.
30.03.2022 - 09:58
Viðtöl
Gagnrýna fjármálaáætlun harðlega
Stjórnarandstaðan fer hörðum orðum um fjármálaáætlun og finnst hún óraunhæf og ekki styðja nærilega við heimilin og velferð.
Segir fjármálaáætlun ekki taka mið af verðbólgu
Stjórnarandstaðan gerir athugasemdir við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir hana ekki taka mið af þeirri miklu verðbólgu sem hagspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir.
29.03.2022 - 13:14
Gríðarleg verðmæti glötuðust í covid
Ríkissjóður verður rekinn með rúmlega þrjátíu milljarða króna halla árið 2027, samaborið við ríflega 180 milljarða halla í ár, samkvæmt nýrri fjármálaáætlun stjórnvalda sem kynnt var í morgun.
29.03.2022 - 10:16
Fjármálaáætlun samþykkt á Alþingi
Forsætisráðherra segist hafa fulla trú á að atvinnulífið nái kröftugri viðspyrnu þegar Covid-faraldrinum lýkur. Alþingi samþykkti í dag fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir íhaldssemi og metnaðarleysi.
Þarf að mæta rekstrarvanda með fjáraukalögum
Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ekki útilokað að hægt verði að mæta rekstrarvanda hjúkrunarheimila í sérstöku fjáraukalagafrumvarpi fyrir þinglok. Ekki er gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til reksturs heimilanna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára.
27.05.2021 - 13:52
„Ríkisstjórnin velur leið niðurskurðar en ekki vaxtar“
„BSRB leggst gegn því að því fordæmalausa efnahagsáfalli sem nú ríður yfir verði mætt með niðurskurði í rekstri hins opinbera á næstu árum,“ segir í umsögn BSRB um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026. Hætt sé við því að andvaraleysi í málefnum atvinnulausra og aðhaldsaðgerðir til að draga úr skuldasöfnun hins opinbera hægi á efnhagsbata næstu ára.
13.04.2021 - 13:29
Ferðakostnaður, sóttvarnarreglur og fjármálaáætlun
Þingmenn sem sækjast eftir endurkjöri í kosningum fá ekki greiddan ferðakostnað þegar sex vikur eru til kjördags samkvæmt nýju frumvarpi sem nánast öll forsætisnefnd Alþingis leggur fram. Verði frumvarpið samþykkt gildir það fyrir kosningarnar í haust.
Viðtal
„Þessi áætlun er ekki að ráðast að rót vandans“
Formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin taki ekki á atvinnuleysi í fjármálaáætlun næstu fimm ára. Það sé eina leiðin í stöðunni núna að skapa atvinnu. Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun næstu fimm ára í gær og það er búist við að hann mæli fyrir henni á Alþingi á morgun, síðan verði hún rædd á þinginu í tvo daga.
23.03.2021 - 13:43
Bjartari hagvaxtarhorfur en viðvarandi atvinnuleysi
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í dag fjármálaáætlun áranna 2022-2026. Hagvaxtahorfur eru bjartari en gert var ráð fyrir í fyrra en atvinnuleysið verður áfram þó nokkuð næstu ár.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kynning á fjármálaáætlun hefst kl. 16:30
Fjármála- og efnahagsráðherra kynnir fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026 á fundi kl. 16:30 í dag. Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að ofan.