Færslur: Fjármálaáætlun

„Ríkisstjórnin velur leið niðurskurðar en ekki vaxtar“
„BSRB leggst gegn því að því fordæmalausa efnahagsáfalli sem nú ríður yfir verði mætt með niðurskurði í rekstri hins opinbera á næstu árum,“ segir í umsögn BSRB um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026. Hætt sé við því að andvaraleysi í málefnum atvinnulausra og aðhaldsaðgerðir til að draga úr skuldasöfnun hins opinbera hægi á efnhagsbata næstu ára.
13.04.2021 - 13:29
Ferðakostnaður, sóttvarnarreglur og fjármálaáætlun
Þingmenn sem sækjast eftir endurkjöri í kosningum fá ekki greiddan ferðakostnað þegar sex vikur eru til kjördags samkvæmt nýju frumvarpi sem nánast öll forsætisnefnd Alþingis leggur fram. Verði frumvarpið samþykkt gildir það fyrir kosningarnar í haust.
Viðtal
„Þessi áætlun er ekki að ráðast að rót vandans“
Formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin taki ekki á atvinnuleysi í fjármálaáætlun næstu fimm ára. Það sé eina leiðin í stöðunni núna að skapa atvinnu. Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun næstu fimm ára í gær og það er búist við að hann mæli fyrir henni á Alþingi á morgun, síðan verði hún rædd á þinginu í tvo daga.
23.03.2021 - 13:43
Bjartari hagvaxtarhorfur en viðvarandi atvinnuleysi
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í dag fjármálaáætlun áranna 2022-2026. Hagvaxtahorfur eru bjartari en gert var ráð fyrir í fyrra en atvinnuleysið verður áfram þó nokkuð næstu ár.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kynning á fjármálaáætlun hefst kl. 16:30
Fjármála- og efnahagsráðherra kynnir fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026 á fundi kl. 16:30 í dag. Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að ofan.