Færslur: Fjármál

Ágreiningur um bjargráð vestanhafs
Enn er langt í land að Demókratar og Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings nái samkomulagi um bjargráð fyrir efnahag landsins vegna áfalla af völdum kórónuveirufaraldursins.
Vinnuskólinn rúmum 200 milljónum dýrari en áætlað var
Talsvert meiri aðsókn var í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar en búist hafði verið við, starfstími ungmennanna var lengdur og fjölga þurfti starfsfóki Vinnuskólans. Kostnaðurinn jókst talsvert vegna þessa.
24.07.2020 - 15:03
Sögulegt samkomulag í Brussel
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um fjárhagslegan stuðning við þau ríki sambandsins sem illa hafa orðið úti í kórónuveirufaraldrinum.
Myndskeið
Má treysta á gull og verðtryggingu
Hraðar stýrivaxtalækkanir valda því að þau sem eiga sparifé eiga orðið erfiðara með að finna leiðir til að ávaxta það. Gull og verðtrygging virðist vera það sem hægt er að treysta á í ástandi sem þessu.
24.05.2020 - 19:28
Mikið tekjufall hjá Skútustaðahreppi
Ekki er búist við því að ferðaþjónustan í Mývatnssveit taki almennilega við sér á ný fyrr en sumarið tvöþúsund tuttugu og eitt. Tekjufall Skútustaðahrepps er mikið og sveitarfélagið þarf að taka lán fyrir framkvæmdum í sumar.
07.05.2020 - 20:20
Ekki endilega góð hugmynd að taka sparnaðinn út
Það er ekki endilega góð hugmynd að taka út sérseignarsparnað, þótt það sé í boði. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Eitt af því sem stjórnvöld ætla að gera til að bregðast við ástandinu vegna kórónuveirunnar er að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn. Björn Berg segir að þótt heimildin sé veitt þýði það ekki endilega að fólk eigi að nýta sér hana, séreignarsparnaður sé hugsaður til efri áranna.
Umboðsmaður skuldara býst við umsóknum í vor
Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara býst við að umsóknum um aðstoð muni fjölga í vor og sumar. Hún segir mjög eðlilegt að fólk í skertu starfshlutfalli eða það sem misst hafi vinnuna, sé kvíðið út af fjárhagnum, en til séu ýmsar aðferðir til lausnar. 
29.03.2020 - 12:15
Aflaverðmæti úr sjó í september jókst um 13,6%
Aflaverðmæti fyrstu sölu var 12,4 milljarðar króna í september sem er 13,6 prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Verðmæti botnfisksafla var rúmir átta milljarðar og jókst um 26,5 prósent. Aukning var á verðmæti allra helstu botnfiskstegunda.
05.12.2019 - 22:44
Jafnar greiðslur eða jafnar afborganir?
Það er stór ákvörðun að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Til lengri tíma þá getur það verið ódýrara en að leigja en um er að ræða stóra fjárfestingu og þá er margt sem þarf að hafa í huga.
28.11.2019 - 15:02
Stærsta fjárfesting ævinnar að kaupa fasteign
Það er stór ákvörðun að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Til lengri tíma þá getur það verið ódýrara en að leigja og íbúðarkaup eru líklegast stærsta fjárfesting ævinnar.
21.11.2019 - 16:48
Gjöf frá Guði að verða stórskuldugur
Langflestir þurfa einhvern tímann að taka lán. En hvenær verður lán að óláni og hvað þarf að hafa í huga ætli maður sér að taka lán?
14.11.2019 - 09:53
Veist þú hvert skatturinn fer?
Það er ýmislegt sem er gott að kunna skil á þegar maður byrjar að vinna. Hvort sem um er að ræða framtíðarstarf eða tímabundið starf.
07.11.2019 - 14:55
Þrjú fyrirtæki styrktu Viðreisn um 400 þúsund
Um 85 prósent af framlögum sem stjórnmálaflokkurinn Viðreisn fékk á síðasta ári voru úr opinberum sjóðum. Flokkurinn fékk samtals 61 milljón króna í framlög I fyrra. Mest kom úr ríkissjóði, eða tæplega 44 milljónir króna og flokkurinn fékk tæpar sex milljónir frá Alþingi.
07.11.2019 - 07:37
Svona öðlast þú fjárhagslegt frelsi
Margir halda að því fylgi mikli hamingja að vera ríkur en rannsóknir hafa sýnt fram á að peningar veiti þér ekki hamingju. Það ætti frekar eftirsóknarvert að vera fjárhagslega frjáls, en hvernig verður maður það?
31.10.2019 - 13:37
Viðtal
Hafa undirbúið sig með milljarðafjárfestingum
Harðari samkeppni, meðal annars frá litlum fjártæknifyrirtækjum var meðal þess sem knúði Arion banka til að segja upp hundrað starfsmönnum í síðustu viku. Bankinn hefur fjárfest í fjártækni og stafrænni fjármálaþjónustu fyrir tvo milljarða, svo sem þjónustu í Arion appinu, á vef og í netbanka, til að búa sig undir nýja tíma og enn harðari samkeppni.
01.10.2019 - 16:13
 · Fjártækni · efnahagsmál · Bankar · Fjármál · Innlent · Arion banki · Hópuppsagnir · PSD2
Danskir vextir niður fyrir núllið
Sérfræðingar eru sammála um að vextir muni halda áfram að lækka. Þeir hafa að undanförnu lækkað nokkuð hratt í nágrannalöndum okkar. Jótlandsbankinn býður nú upp á 10 ára húsnæðislán á föstum neikvæðum 0,5% vöxtum. Ríkisskuldabréf bera nú víða neikvæða vexti. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs segir að ef fram haldi sem horfi verði lífeyrissjóðir að taka meiri áhættu í fjárfestingum til að ná viðunandi ávöxtun.
15.08.2019 - 17:29
Íhugaði að segja af sér vegna Árskóga
Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík, hefur íhugað að segja af sér vegna Árskógarmálsins og segir ekki sjálfgefið að stjórnin sitji áfram. Kaupendum íbúða í fjölbýlishúsinu á Árskógum hefur verið gert sáttatilboð. Tilboðið felur í sér að hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður hafði verið gerð krafa um.
FEB býður kaupendum í Árskógum sættir
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ætlar að bjóða kaupendum íbúða við Árskóga í Breiðholti að undirrita skilmálabreytingu vegna kaupsamninga. Félagið hafði krafið kaupendur um hærri greiðslu en samið hafði verið um. Samkvæmt sáttatillögunni greiðir hver kaupandi 37 prósent minna en áður hafði verið gerð krafa um. Byggingarnefnd félagsins hefur óskað eftir því að stíga til hliðar vegna málsins.
Félagið á hnjánum að biðla til kaupenda
Kostnaður við íbúðir sem Félag eldri borgara reisti við Árskóga í Breiðholti fór 401 milljón fram úr áætlun. Í fyrradag var kaupendum gert ljóst að þeir yrðu annað hvort að greiða meira fyrir íbúðirnar eða hætta við kaupin. Einhverjir kaupendur íhuga málsókn á hendur félaginu. Maður sem aðstoðað hefur stjórn félagsins við að greiða úr vandanum segir ljóst að það myndi keyra það í þrot. 
Sjö milljóna hækkun kaupverðs töluvert áfall
Lögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ekki geta krafist þess að fólk sem keypt hefur íbúðir af félaginu greiði hærra verð fyrir þær en upphaflega var samið um. Mikil framúrkeyrsla varð félaginu fyrst ljós fyrir viku. 
„Það sem fer upp fer yfirleitt niður aftur“
Íslenska krónan hefur síðastliðnar tvær vikur styrkst nokkuð hratt gagnvart helstu gjaldmiðlum og forsvarsmenn verslana hafa lækkað verð. Hagfræðingur telur gengið sjálfbært eins og er en útilokar ekki frekari sveiflur. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta hefðbundna sumarsveiflu, það sem fari upp, fari yfirleitt niður aftur.
31.07.2019 - 18:53
Evrópski fjárfestingabankinn breytir um kúrs
Evrópski fjárfestingabankinn hyggst hætta að fjármagna verkefni sem tengjast vinnslu jarðefnaeldsneytis fyrir lok næsta árs. Þetta gerir bankinn með vísan til Parísarsamkomulagsins og hagsmuna bankans til framtíðar. Frá þessu er greint í breska blaðinu Guardian en blaðið hefur drög að áætlun bankans þessa efnis undir höndum.
Sameining Seðlabanka og FME og endurkoman
Eins og áður var rakið í Spegilspistli hyggst Alþingi fela Ríkisendurskoðun að kanna aðkomu yfirvalda að starfsemi Wow, þá hvort eftirlit hafi brugðist. En Alþingi hefur einnig samþykkt lög sem draga enn frekar athyglina að eftirlitsyfirvöldum – það er ný lög um sameiningu Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins. 
26.06.2019 - 17:00
Myndskeið
8 milljörðum minna í sjúkraþjónustu og hjúkrun
Ný fjármálaáætlun liggur fyrir á Alþingi. Öryrkjar fá átta milljörðum minna en í fyrri áætlun og framlög til sjúkrahúsþjónustu verða tæpum fimm milljörðum minni. Þingmaður Samfylkingarinnar finnst þetta sérkennileg forgangsröðun. Fjármálaráðherra segir engin áform um niðurskurð í bótakerfum.
08.06.2019 - 19:52
Íslandsbanki lækkar vexti
Breytingar á vöxtum Íslandsbanka taka gildi 11. júní vegna lækkunar stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Vextir á húsnæðislánum lækka sem og breytilegir innlánsvextir.
07.06.2019 - 14:48