Færslur: Fjárlög

Spítalinn þarf að hagræða um samtals 4,3 milljarða
Landspítalinn stendur frammi fyrir 400 milljóna króna aðhaldskröfu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til viðbótar við uppsafnaðan halla spítalans um áramót og hærra rekstrarkostnaðarmat. Samtals þarf spítalinn hagræða um 4,3 milljarða króna á næsta ári en hefur óskað eftir því að vinna hallan upp á þremur árum.
Myndskeið
Þurfi að ræða fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga
„Er það þess virði að standa fjárhagslega svona sjálfstæð, með sjálfstæða tekjustofna, þegar betur er skoðað?,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um sveitarfélögin í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.
Uppbyggingu ofanflóðavarna ljúki fyrir 2030
Gert er ráð fyrir 2,7 milljörðum króna árlega til varna gegn náttúruvá samkvæmt fjármálaáætlun 2021 til 2025. Það er aukning um 1,6 milljarða árlega frá því sem nú er.
Heilbrigðismál í forgangi hjá landsmönnum
Mikilvægi heilbrigðismála er efst á forgangslista þjóðarinnar ef marka má könnun Gallup sem unnin var fyrir þingflokk Pírata. 
14.10.2020 - 15:11
Hallarekstur skynsamlegur á samdráttartímum
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skynsamlegt að reka ríkissjóð tímabundið með halla til að bregðast við þeim mikla samdrætti sem nú er í efnahagslífinu. Hins vegar þurfi stjórnvöld að koma ríkisfjármálum í jafnvægi um leið og aðstæður batna.
Ísland vel tilbúið að takast á við halla ríkissjóðs
Meira svigrúm er til að þola tímabundinn halla, líkt og blasir nú við ríkissjóði, ólíkt því sem var fyrri kreppum. Þetta er mat Björns Berg Gunnarssonar deildarstjóra greiningardeildar Íslandsbanka.
Ágreiningur um fjáraukalög í bandaríska þinginu
Hætta er á að loka þurfi bandarískum ríkisstofnunum um miðjan desember leysist ekki ágreiningur um aðstoð við bandaríska bændur. Fulltrúadeild þingsins vinnur nú að gerð viðaukafjáraga sem ætlað sem fjármagna rekstur ríkisins fram yfir miðjan desember.
Rekstrarafkoma ríkissjóðs var jákvæð um 42 milljarða
Rekstr­ar­af­koma rík­is­sjóðs á síð­asta ári var jákvæð um 42 millj­arða króna í fyrra, sam­an­borið við 84 millj­arða afgang 2018. Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum og rekstrargjöld voru 809 milljarðar
Afkoma ríkissjóðs versnar
Ríkissjóður verður rekinn með halla á næsta ári og horfurnar eru verri en í fjárlagafrumvarpinu í haust, segir þingmaður Viðreisnar. Útgjöld ríkissjóðs hafi verið aukin of hratt undanfarið. Þingmaður Samfylkingarinnar segir óviðunandi að þeir sem treysta á greiðslur almannatrygginga skuli ekki fá kjarabætur eins og launamenn hafa fengið. Það vanti í fjáraukalagafrumvarpið.
10.11.2019 - 19:13
Aukið atvinnuleysi í ár kostar tæpa átta milljarða
Útgjöld til ábyrgðarsjóðs launa verða 7,6 milljörðum meiri en gert var ráð fyrir í fjarlagafumvarpi fyrir árið í ár. Þetta kemur fram i frumvarpi til fjáraukalaga sem var dreift á Alþingi í dag. Þar kemur fram að atvinnuleysi stefnir í að verða 3,5 prósent á þessu ári samanborið við 2,4 prósent í fyrra, sem að miklu leyti megi rekja til falls WOW air fyrr á árinu. 
09.11.2019 - 14:30
Myndskeið og viðtöl
Óöryggi ríkir á Landspítalanum
Óöryggi ríkir meðal bæði starfsfólks Landspítalans og sjúklinga, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Á deildinni ríki verulega slæmt ástand og hafi gert lengi. Ráðherra segir að fjölgun hjúkrunarrými eigi að hjálpa ástandinu á spítalanum. „Þetta kemur seint og þess vegna finnst okkur vera allt of lítið í augnablikinu,“ segir Jón Kristján Magnússon, yfirlæknir á bráðamóttöku. Fjármálaráðherra segir eitthvað að í kerfi sem taki sífellt við stórauknum fjármunum en lendi viðstöðulaust í rekstrarvanda.
21.10.2019 - 19:52
Myndskeið
Áhyggjuefni að draga úr fjáraukningu
Breytt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar veldur Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans áhyggjum. Sjúkrahús fá 4,7 milljörðum minna en áður var lofað. Þá þurfi að skoða hvaða áhrif minni fjáraukning í hjúkrunarþjónustu hafi á spítalann, en féð átti að nota til að draga úr fráflæðisvanda.
09.06.2019 - 18:51
Forstjóri Hafró boðar uppsagnir í haust
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, segir einboðið miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024 að stofnunin þurfi að draga verulega úr rekstri. Þar á meðal séu rannsóknir og úthald rannsóknaskipa á næsta ári og næstu árum. „Slíkur samdráttur getur ekki átt sér stað nema með uppsögnum starfsmanna bæði á sjó og í landi.“
02.05.2019 - 15:05
Stefnir í skerta þjónustu á hjúkrunarheimilum
Að óbreyttu þarf að ákveða hvaða þjónustu eigi að skerða á hjúkrunarheimilum. Þetta segir Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Í Morgunblaðinu í dag.
20.11.2018 - 07:56
96 milljónir í að ráða aðstoðarmenn þingflokka
Nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar var dreift á Alþingi í kvöld. Þar er meðal annars lagt til að 96 milljónum verði varið til þess verkefnis að ráða aðstoðarmenn þingflokka. Það fjármagn, segir meirihlutinn, verður tekið af framkvæmdafé til nýbyggingar Alþingis. Kostnaður við að efla þau tvö ráðuneyti sem verða til þegar velferðarráðuneytinu verður skipt upp í byrjun næsta árs nemur um 90 milljónum.
14.11.2018 - 21:07
Ungt fólk og fjárlögin
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti í Núllið og talaði um nýju fjárlögin og þá sérstaklega þá þætti sem skipta máli fyrir ungt fólk. Hér verður stiklað á stóru um efni viðtalsins.
14.09.2018 - 15:41
Tillögur um barna-og vaxtabætur felldar
Þingmenn stjórnarandstöðu sóttu hart að forsætisráðherra á Alþingi í morgun og segja ekkert til fyrirstöðu að ráðherra styðji tillögu minnihlutans um hækkun barnabóta og vaxtabóta. Atkvæðagreiðslur fara fram á Alþingi í dag um bandorm, fjárlög og fjáraukalög.
29.12.2017 - 12:44
Minnihlutinn sækir að forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra við upphaf þingfundar hvort hún myndi hvetja stjórnarliða til að greiða atkvæði í dag eftir sannfæringu sinni.
29.12.2017 - 11:06
Óundirbúnar fyrirspurnir og fjárlög
Þingfundur á Alþingi í dag hefst á óundirbúnum fyrirspurnum þingmanna til ráðherra.
29.12.2017 - 10:13
Framlög til heilbrigðisstofnana aukin
Framlög til heilbrigðisstofnana um land allt verða aukin tæpan einn og hálfan milljarð króna á næsta ári, eða um 6,8 prósent frá fyrra ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.
21.12.2017 - 13:52
Mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu í dag
Fundur hefst á Alþingi klukkan hálfellefu. Þá mælir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs og í framhaldinu fara fram umræður um hana með þátttöku allra þingflokka.
15.12.2017 - 10:14
Segir Landspítala fá minna en ekkert
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir það orðum aukið að þrettán milljarðar króna renni aukalega inn í heilbrigðisþjónustuna, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Hann segir að viðbótin fari fyrst og fremst í að mæta verðlagsþróun og launahækkunum. „Það sem rennur til Landspítala er hins vegar minna en ekkert þegar öll kurl eru til grafar komin, sem er alvarlegt.“
23.09.2017 - 11:10
Ekki tekið á grotnandi innviðum skólanna
Engan veginn er tekið á því í fjárlagafrumvarpinu að innviðir framhaldsskóla eru að grotna, segir formaður Félags framhaldsskólakennara. Formaður félags stjórnenda í framhaldsskólum spyr hvenær ef ekki í miðju góðæri sé besti tíminn til að treysta rekstur skólanna.
14.09.2017 - 14:08
Mynd með færslu
Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið
Fjármálaráðherra segir meginverkefni ríkisstjórnarinnar að varðveita góðan árangur í efnahagsmálum og stuðla að jafnvægi í ríkisrekstri. Þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld með fjárlagafrumvarpinu viðhalda fátækt aldraðra og öryrkja.
14.09.2017 - 12:24
Ekki nóg til heilsugæslu og sjúkrahúsa
Lítil auking er á framlögum til sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu í fjárlögum næsta árs, að mati Henný Hinz, deildarstjóra hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Aftur á móti er auking á framlögum til sérfræðilækna. Rætt var við Henný á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
14.09.2017 - 09:40