Færslur: Fjárlög

Mælir fyrir fjáraukalagafrumvarpi í dag
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælir fyrir fjáraukalagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í dag. Þetta er þriðja fjáraukalagafrumvarpið sem ríkisstjórnin leggur fram á þessu ári.
Frumvarp til fjáraukalaga lagt fram
Útgjöld ríkissjóðs í ár aukast um rúman fjórtán og hálfan milljarð króna og hallarekstur um átta milljarða samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga sem var birt á vef Alþingis í kvöld. Stærstur hluti fjárhæðarinnar fer í aðgerðir á vinnumarkaði en barnabætur og hækkuð daggjöld á hjúkrunarheimilum koma þar næst á eftir.
29.05.2021 - 20:16
Milljarður til hjúkrunarheimila
Fjárframlög til hjúkrunarheimila verða aukin um milljarð, samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í næstu viku. Fjármálaráðherra segir að þetta sé tímabundin aðgerð til að mæta rekstrarvanda heimilanna en mikilvægt sé að greina vandann frekar.
28.05.2021 - 19:00
Sjónvarpsfrétt
Eins dags eyðsla til hermála dugir til að útrýma hungri
Um tvö hundruð hjálparsamtök sendu í dag ákall til stjórnvalda heims um aðstoð til þeirra jarðarbúa sem svelta. Þar kemur fram að fjármunir til hernaðarmála á heimsvísu í rúman sólarhring, eða sú upphæð sem við notum til að kaupa tyggjó árlega, dugi til að hjálpa sístækkandi hópi þeirra sem eru að deyja úr hungri.
21.04.2021 - 08:00
Velsældarvísum ætlað að greina lífsgæði Íslendinga
Undanfarin ár hefur jafnvægi milli vinnu og einkalífs aukist á Íslandi. Hlutfall þeirra sem skortir efnis- og félagsleg gæði minnkaði úr 5,8% árið 2014 niður í 2,9% árið 2018 en hlutfall lágra tekna hefur haldist stöðugt um 10% frá 2004 til 2018.
Spegillinn
Covid og grænkandi hagkerfi
Á miðvikudaginn leggur Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta fram fjárlagafrumvarp. Eins og flestir fjármálaráðherrar á Vesturlöndum glímir Sunak við mikil Covid-útgjöld án þess að gleyma lærdómnum úr fjármálakreppunni 2008 um að skera ríkisútgjöld ekki of harkalega niður. Og nota tækifærið til að ýta undir vistvænar fjárfestingar.
02.03.2021 - 17:00
Stefnt að friðhelgi Súdan
Frumvarp til laga sem tryggja eiga Afríkuríkinu Súdan friðhelgi var rætt í Bandaríkjaþingi í gær. Súdan hefur lengi verið á svörtum lista Bandaríkjanna yfir ríki sem styðja og stuðla að hryðjuverkum í heiminum.
Stefnir í fjórðu kosningarnar á tveimur árum
Þingmenn á Knesset, ísraelska þinginu, höfnuðu í dag að gefa ríkisstjórninni meira svigrúm til að ljúka fjárlagagerð. Það eykur líkurnar á því að þingið verði leyst upp og efnt til kosninga, þeirra fjórðu á innan við tveimur árum.
22.12.2020 - 01:06
Sakar ríkisstjórnina um getuleysi gagnvart heimilunum
Fjármálaráðherra segir gríðarlegt verkefni fram undan við það að leggja grunninn að því að ríkisfjármálin verði sjálfbær á ný. Fyrrverandi fjármálaráðherra sakar ríkisstjórnina um getuleysi gagnvart heimilunum.
11.12.2020 - 15:57
Ætla að fjölga hjúkrunarrýmum um 90 á næsta ári
Auka á framlög til hjúkrunarrýma um rúmlega 1,7 milljarða króna á fjárlögum næsta árs. Stærstur hluti fjármagnsins mun fara í að fjölga hjúkrunarrýmum um allt að 90 á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári og þá verður hluta þess varið til að auka rekstrarframlög til hjúkrunarheimila í samræmi við aukna hjúkrunarþyngd íbúa þeirra.
Bætur vegna riðuveiki gætu numið 200 milljónum króna
Heildarbætur til bænda á fimm bæjum í Skagafirði, sem þurftu að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Varaformaður fjárlaganefndar segir fjárheimild til bóta fást að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum.
Tekist á um fjárlög í Bandaríkjunum
Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eru nú í kapphlaupi við tímann að búa til björgunarpakka fyrir bágstatt efnahagslíf landsins og fjárlög næsta ár. Einnig þarf að ákveða fjárframlög til varnarmála.
06.12.2020 - 23:30
Spítalinn vissi af gríðarlegum uppsöfnuðum halla
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að því miður hafi Landspítalinn vitað af gríðarlegum uppsöfnuðum halla. Aðhaldskrafa stjórnvalda sé eftir sem áður 0,5 prósent á heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir ljóst að spítalinn fái allan viðbótarkostnað vegna COVID-19 bættan.
24.11.2020 - 17:45
Spegillinn
Persónuvernd undirmönnuð og mál hrannast upp
Í fyrra voru afgreidd hjá Persónuvernd hátt í þrjú þúsund mál en mörg hundruð mál bíða afgreiðslu.  Rúmlega tvö ár eru síðan ný lög um persónuvernd tóku gildi, þá jókst álag á stofnunina umtalsvert en hefur reyndar farið stöðugt vaxandi um árabil. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að á tækniöld aukist áskoranir sem varða vinnslu persónuupplýsinga og líka vitund almennings. Málum rigni yfir og þyrfti að fjölga starfsmönnum en miðað við fjárlög verði að fækka á næsta ári.
24.11.2020 - 13:23
Spítalinn þarf að hagræða um samtals 4,3 milljarða
Landspítalinn stendur frammi fyrir 400 milljóna króna aðhaldskröfu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til viðbótar við uppsafnaðan halla spítalans um áramót og hærra rekstrarkostnaðarmat. Samtals þarf spítalinn hagræða um 4,3 milljarða króna á næsta ári en hefur óskað eftir því að vinna hallan upp á þremur árum.
Myndskeið
Þurfi að ræða fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga
„Er það þess virði að standa fjárhagslega svona sjálfstæð, með sjálfstæða tekjustofna, þegar betur er skoðað?,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um sveitarfélögin í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.
Uppbyggingu ofanflóðavarna ljúki fyrir 2030
Gert er ráð fyrir 2,7 milljörðum króna árlega til varna gegn náttúruvá samkvæmt fjármálaáætlun 2021 til 2025. Það er aukning um 1,6 milljarða árlega frá því sem nú er.
Heilbrigðismál í forgangi hjá landsmönnum
Mikilvægi heilbrigðismála er efst á forgangslista þjóðarinnar ef marka má könnun Gallup sem unnin var fyrir þingflokk Pírata. 
14.10.2020 - 15:11
Hallarekstur skynsamlegur á samdráttartímum
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skynsamlegt að reka ríkissjóð tímabundið með halla til að bregðast við þeim mikla samdrætti sem nú er í efnahagslífinu. Hins vegar þurfi stjórnvöld að koma ríkisfjármálum í jafnvægi um leið og aðstæður batna.
Ísland vel tilbúið að takast á við halla ríkissjóðs
Meira svigrúm er til að þola tímabundinn halla, líkt og blasir nú við ríkissjóði, ólíkt því sem var fyrri kreppum. Þetta er mat Björns Berg Gunnarssonar deildarstjóra greiningardeildar Íslandsbanka.
Ágreiningur um fjáraukalög í bandaríska þinginu
Hætta er á að loka þurfi bandarískum ríkisstofnunum um miðjan desember leysist ekki ágreiningur um aðstoð við bandaríska bændur. Fulltrúadeild þingsins vinnur nú að gerð viðaukafjáraga sem ætlað sem fjármagna rekstur ríkisins fram yfir miðjan desember.
Rekstrarafkoma ríkissjóðs var jákvæð um 42 milljarða
Rekstr­ar­af­koma rík­is­sjóðs á síð­asta ári var jákvæð um 42 millj­arða króna í fyrra, sam­an­borið við 84 millj­arða afgang 2018. Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum og rekstrargjöld voru 809 milljarðar
Afkoma ríkissjóðs versnar
Ríkissjóður verður rekinn með halla á næsta ári og horfurnar eru verri en í fjárlagafrumvarpinu í haust, segir þingmaður Viðreisnar. Útgjöld ríkissjóðs hafi verið aukin of hratt undanfarið. Þingmaður Samfylkingarinnar segir óviðunandi að þeir sem treysta á greiðslur almannatrygginga skuli ekki fá kjarabætur eins og launamenn hafa fengið. Það vanti í fjáraukalagafrumvarpið.
10.11.2019 - 19:13
Aukið atvinnuleysi í ár kostar tæpa átta milljarða
Útgjöld til ábyrgðarsjóðs launa verða 7,6 milljörðum meiri en gert var ráð fyrir í fjarlagafumvarpi fyrir árið í ár. Þetta kemur fram i frumvarpi til fjáraukalaga sem var dreift á Alþingi í dag. Þar kemur fram að atvinnuleysi stefnir í að verða 3,5 prósent á þessu ári samanborið við 2,4 prósent í fyrra, sem að miklu leyti megi rekja til falls WOW air fyrr á árinu. 
09.11.2019 - 14:30
Myndskeið og viðtöl
Óöryggi ríkir á Landspítalanum
Óöryggi ríkir meðal bæði starfsfólks Landspítalans og sjúklinga, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Á deildinni ríki verulega slæmt ástand og hafi gert lengi. Ráðherra segir að fjölgun hjúkrunarrými eigi að hjálpa ástandinu á spítalanum. „Þetta kemur seint og þess vegna finnst okkur vera allt of lítið í augnablikinu,“ segir Jón Kristján Magnússon, yfirlæknir á bráðamóttöku. Fjármálaráðherra segir eitthvað að í kerfi sem taki sífellt við stórauknum fjármunum en lendi viðstöðulaust í rekstrarvanda.
21.10.2019 - 19:52