Færslur: Fjárlög
Talibanastjórnin leggur niður nokkrar stofnanir
Leiðtogar talibanastjórnarinnar í Afganistan greindu í gær frá þeirri ákvörðun sinni að leggja niður fimm stofnanir sem þeir telja ónauðsynlegar. Þeirra á meðal er mannréttindaskrifstofa landsins.
18.05.2022 - 05:20
Vonast til að tafir á afgreiðslu umsókna séu að baki
Að undanförnu hefur hægst nokkuð á afgreiðslu umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts af viðhaldi fasteigna samkvæmt átakinu Allir vinna. Að hluta má kenna það áhrifum kórónuveirufaraldursins.
20.01.2022 - 17:09
Barnabætur skerðist við of lágar tekjur
Barnafjölskyldur á Íslandi hljóta minni fjárhagslegan stuðning en í flestum vestrænum hagsældarríkjum. Þetta sýna ný gögn frá OECD sem birt voru í Kjarafréttum Eflingar í dag. Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum, greinir frá að skerðingar barnabóta hérlendis miðist við of lágar tekjur.
06.12.2021 - 14:59
Fulltrúadeildin samþykkir bráðabirgðafjárlög
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag fjárveitingu sem nægir til að halda alríkisstofnunum gangandi ellefu vikur til viðbótar. Það kemur í veg fyrir kostnaðarsamar lokarnir stofnananna. Björninn er þó ekki alveg unninn.
02.12.2021 - 23:53
Stefnir í lokun stofnana vegna ósamkomulags um fjárlög
Ótti um að loka þurfi mörgum bandarískum alríkisstofnunum jókst verulega í gær en þingmönnum tókst ekki að ná samkomulagi um fjárlög ríkisins. Tveir dagar eru til stefnu uns fjármagn verður uppurið og heimildir til fjárútláta þverr.
02.12.2021 - 05:37
Fyrirséð tap vegna Vaðlaheiðarganga
Fyrirséð er að ríkissjóður taki á sig högg vegna lánveitingar til Vaðlaheiðaganga hf.
30.11.2021 - 18:00
Stóra myndin í fjárlögum liggur fyrir
Fjármálaráðherra segir stóru myndina í fjárlögum næsta árs þegar liggja fyrir og að ekki verði ráðist í niðurskurð. Hins vegar standi til að láta mörg þau úrræði sem kynnt voru í faraldrinum renna sitt skeið.
24.11.2021 - 15:17
Stjórnarandstaðan segir seinkun fjárlaga valda óvissu
Stjórnarandstaðan gagnrýnir harðlega hve seint fjárlagafrumvarpið er lagt fram og efast um samstöðu stjórnarflokkanna í málinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist mjög bjartsýn á að ný ríkisstjórn verði mynduð, nýr stjórnarsáttmáli kynntur og frumvarp til fjárlaga lagt fram um mánaðamót.
19.11.2021 - 15:28
Samþykki fjárlaga tryggir framtíð stjórnar Bennetts
Knesset, ísraelska þingið samþykkti fjárlög fyrir árin 2021 og 2022 í morgun. Niðurstaðan er mikilvæg samsteypustjórn Naftalis Bennett enda þurfti þingið að staðfesta fjárlögin fyrir 14. nóvember til að koma í veg fyrir að efna yrði til kosninga í landinu, þeirra fimmtu á þremur árum.
05.11.2021 - 03:35
Forseti Portúgals leysti upp þingið og boðar kosningar
Marcelo Rebelo de Sousa, forseti Portúgals, tilkynnti í dag að þing landsins skyldi leyst upp og því þarf að boða til kosninga. Tvö ár eru eftir af yfirstandandi kjörtímabili.
04.11.2021 - 01:38
Bresk bjartsýnisfjárlög í verðbólguskugga
Bresku fjárlögin sem voru lögð fram í dag, lofa meiri útgjöldum í opinbera þjónustu sem á að fjármagna með skattahækkunum. Rishi Sunak fjármálaráðherra heldur þó fast í fyrri loforð um að minnka ríkisumsvif og lækka skatta síðar á kjörtímabilinu. En á tímum vaxandi verðbólgu og minni hagvaxtar á næstu árum gæti raunin þó orðið önnur en loforð fjármálaráðherra benda til.
27.10.2021 - 17:00
Ætla að tryggja áframhaldandi rekstur ríkisstofnana
Öldungadeild Bandaríkjaþings hyggst í dag greiða atkvæði um framlengingu fjárheimilda ríkisstofnana. Fjárlagaárinu lýkur á miðnætti 30. september. Mjög er tekist á um fjármál ríkisins í báðum deildum þingsins.
30.09.2021 - 04:21
Mælir fyrir fjáraukalagafrumvarpi í dag
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælir fyrir fjáraukalagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í dag. Þetta er þriðja fjáraukalagafrumvarpið sem ríkisstjórnin leggur fram á þessu ári.
31.05.2021 - 11:37
Frumvarp til fjáraukalaga lagt fram
Útgjöld ríkissjóðs í ár aukast um rúman fjórtán og hálfan milljarð króna og hallarekstur um átta milljarða samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga sem var birt á vef Alþingis í kvöld. Stærstur hluti fjárhæðarinnar fer í aðgerðir á vinnumarkaði en barnabætur og hækkuð daggjöld á hjúkrunarheimilum koma þar næst á eftir.
29.05.2021 - 20:16
Milljarður til hjúkrunarheimila
Fjárframlög til hjúkrunarheimila verða aukin um milljarð, samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í næstu viku. Fjármálaráðherra segir að þetta sé tímabundin aðgerð til að mæta rekstrarvanda heimilanna en mikilvægt sé að greina vandann frekar.
28.05.2021 - 19:00
Eins dags eyðsla til hermála dugir til að útrýma hungri
Um tvö hundruð hjálparsamtök sendu í dag ákall til stjórnvalda heims um aðstoð til þeirra jarðarbúa sem svelta. Þar kemur fram að fjármunir til hernaðarmála á heimsvísu í rúman sólarhring, eða sú upphæð sem við notum til að kaupa tyggjó árlega, dugi til að hjálpa sístækkandi hópi þeirra sem eru að deyja úr hungri.
21.04.2021 - 08:00
Velsældarvísum ætlað að greina lífsgæði Íslendinga
Undanfarin ár hefur jafnvægi milli vinnu og einkalífs aukist á Íslandi. Hlutfall þeirra sem skortir efnis- og félagsleg gæði minnkaði úr 5,8% árið 2014 niður í 2,9% árið 2018 en hlutfall lágra tekna hefur haldist stöðugt um 10% frá 2004 til 2018.
12.03.2021 - 16:11
Covid og grænkandi hagkerfi
Á miðvikudaginn leggur Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta fram fjárlagafrumvarp. Eins og flestir fjármálaráðherrar á Vesturlöndum glímir Sunak við mikil Covid-útgjöld án þess að gleyma lærdómnum úr fjármálakreppunni 2008 um að skera ríkisútgjöld ekki of harkalega niður. Og nota tækifærið til að ýta undir vistvænar fjárfestingar.
02.03.2021 - 17:00
Stefnt að friðhelgi Súdan
Frumvarp til laga sem tryggja eiga Afríkuríkinu Súdan friðhelgi var rætt í Bandaríkjaþingi í gær. Súdan hefur lengi verið á svörtum lista Bandaríkjanna yfir ríki sem styðja og stuðla að hryðjuverkum í heiminum.
22.12.2020 - 03:18
Stefnir í fjórðu kosningarnar á tveimur árum
Þingmenn á Knesset, ísraelska þinginu, höfnuðu í dag að gefa ríkisstjórninni meira svigrúm til að ljúka fjárlagagerð. Það eykur líkurnar á því að þingið verði leyst upp og efnt til kosninga, þeirra fjórðu á innan við tveimur árum.
22.12.2020 - 01:06
Sakar ríkisstjórnina um getuleysi gagnvart heimilunum
Fjármálaráðherra segir gríðarlegt verkefni fram undan við það að leggja grunninn að því að ríkisfjármálin verði sjálfbær á ný. Fyrrverandi fjármálaráðherra sakar ríkisstjórnina um getuleysi gagnvart heimilunum.
11.12.2020 - 15:57
Ætla að fjölga hjúkrunarrýmum um 90 á næsta ári
Auka á framlög til hjúkrunarrýma um rúmlega 1,7 milljarða króna á fjárlögum næsta árs. Stærstur hluti fjármagnsins mun fara í að fjölga hjúkrunarrýmum um allt að 90 á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári og þá verður hluta þess varið til að auka rekstrarframlög til hjúkrunarheimila í samræmi við aukna hjúkrunarþyngd íbúa þeirra.
10.12.2020 - 16:20
Bætur vegna riðuveiki gætu numið 200 milljónum króna
Heildarbætur til bænda á fimm bæjum í Skagafirði, sem þurftu að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Varaformaður fjárlaganefndar segir fjárheimild til bóta fást að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum.
08.12.2020 - 04:08
Tekist á um fjárlög í Bandaríkjunum
Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eru nú í kapphlaupi við tímann að búa til björgunarpakka fyrir bágstatt efnahagslíf landsins og fjárlög næsta ár. Einnig þarf að ákveða fjárframlög til varnarmála.
06.12.2020 - 23:30
Spítalinn vissi af gríðarlegum uppsöfnuðum halla
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að því miður hafi Landspítalinn vitað af gríðarlegum uppsöfnuðum halla. Aðhaldskrafa stjórnvalda sé eftir sem áður 0,5 prósent á heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir ljóst að spítalinn fái allan viðbótarkostnað vegna COVID-19 bættan.
24.11.2020 - 17:45