Færslur: Fjárlög

Talibanastjórnin leggur niður nokkrar stofnanir
Leiðtogar talibanastjórnarinnar í Afganistan greindu í gær frá þeirri ákvörðun sinni að leggja niður fimm stofnanir sem þeir telja ónauðsynlegar. Þeirra á meðal er mannréttindaskrifstofa landsins.
Vonast til að tafir á afgreiðslu umsókna séu að baki
Að undanförnu hefur hægst nokkuð á afgreiðslu umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts af viðhaldi fasteigna samkvæmt átakinu Allir vinna. Að hluta má kenna það áhrifum kórónuveirufaraldursins.
Barnabætur skerðist við of lágar tekjur
Barnafjölskyldur á Íslandi hljóta minni fjárhagslegan stuðning en í flestum vestrænum hagsældarríkjum. Þetta sýna ný gögn frá OECD sem birt voru í Kjarafréttum Eflingar í dag. Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum, greinir frá að skerðingar barnabóta hérlendis miðist við of lágar tekjur.
06.12.2021 - 14:59
Fulltrúadeildin samþykkir bráðabirgðafjárlög
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag fjárveitingu sem nægir til að halda alríkisstofnunum gangandi ellefu vikur til viðbótar. Það kemur í veg fyrir kostnaðarsamar lokarnir stofnananna. Björninn er þó ekki alveg unninn.
Stefnir í lokun stofnana vegna ósamkomulags um fjárlög
Ótti um að loka þurfi mörgum bandarískum alríkisstofnunum jókst verulega í gær en þingmönnum tókst ekki að ná samkomulagi um fjárlög ríkisins. Tveir dagar eru til stefnu uns fjármagn verður uppurið og heimildir til fjárútláta þverr.
Fyrirséð tap vegna Vaðlaheiðarganga
Fyrirséð er að ríkissjóður taki á sig högg vegna lánveitingar til Vaðlaheiðaganga hf.
Stóra myndin í fjárlögum liggur fyrir
Fjármálaráðherra segir stóru myndina í fjárlögum næsta árs þegar liggja fyrir og að ekki verði ráðist í niðurskurð. Hins vegar standi til að láta mörg þau úrræði sem kynnt voru í faraldrinum renna sitt skeið.
Stjórnarandstaðan segir seinkun fjárlaga valda óvissu
Stjórnarandstaðan gagnrýnir harðlega hve seint fjárlagafrumvarpið er lagt fram og efast um samstöðu stjórnarflokkanna í málinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist mjög bjartsýn á að ný ríkisstjórn verði mynduð, nýr stjórnarsáttmáli kynntur og frumvarp til fjárlaga lagt fram um mánaðamót.
Ísrael
Samþykki fjárlaga tryggir framtíð stjórnar Bennetts
Knesset, ísraelska þingið samþykkti fjárlög fyrir árin 2021 og 2022 í morgun. Niðurstaðan er mikilvæg samsteypustjórn Naftalis Bennett enda þurfti þingið að staðfesta fjárlögin fyrir 14. nóvember til að koma í veg fyrir að efna yrði til kosninga í landinu, þeirra fimmtu á þremur árum.
05.11.2021 - 03:35
Forseti Portúgals leysti upp þingið og boðar kosningar
Marcelo Rebelo de Sousa, forseti Portúgals, tilkynnti í dag að þing landsins skyldi leyst upp og því þarf að boða til kosninga. Tvö ár eru eftir af yfirstandandi kjörtímabili.
Spegillinn
Bresk bjartsýnisfjárlög í verðbólguskugga
Bresku fjárlögin sem voru lögð fram í dag, lofa meiri útgjöldum í opinbera þjónustu sem á að fjármagna með skattahækkunum. Rishi Sunak fjármálaráðherra heldur þó fast í fyrri loforð um að minnka ríkisumsvif og lækka skatta síðar á kjörtímabilinu. En á tímum vaxandi verðbólgu og minni hagvaxtar á næstu árum gæti raunin þó orðið önnur en loforð fjármálaráðherra benda til.
27.10.2021 - 17:00
Ætla að tryggja áframhaldandi rekstur ríkisstofnana
Öldungadeild Bandaríkjaþings hyggst í dag greiða atkvæði um framlengingu fjárheimilda ríkisstofnana. Fjárlagaárinu lýkur á miðnætti 30. september. Mjög er tekist á um fjármál ríkisins í báðum deildum þingsins.
Mælir fyrir fjáraukalagafrumvarpi í dag
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælir fyrir fjáraukalagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í dag. Þetta er þriðja fjáraukalagafrumvarpið sem ríkisstjórnin leggur fram á þessu ári.
Frumvarp til fjáraukalaga lagt fram
Útgjöld ríkissjóðs í ár aukast um rúman fjórtán og hálfan milljarð króna og hallarekstur um átta milljarða samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga sem var birt á vef Alþingis í kvöld. Stærstur hluti fjárhæðarinnar fer í aðgerðir á vinnumarkaði en barnabætur og hækkuð daggjöld á hjúkrunarheimilum koma þar næst á eftir.
29.05.2021 - 20:16
Milljarður til hjúkrunarheimila
Fjárframlög til hjúkrunarheimila verða aukin um milljarð, samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í næstu viku. Fjármálaráðherra segir að þetta sé tímabundin aðgerð til að mæta rekstrarvanda heimilanna en mikilvægt sé að greina vandann frekar.
28.05.2021 - 19:00
Sjónvarpsfrétt
Eins dags eyðsla til hermála dugir til að útrýma hungri
Um tvö hundruð hjálparsamtök sendu í dag ákall til stjórnvalda heims um aðstoð til þeirra jarðarbúa sem svelta. Þar kemur fram að fjármunir til hernaðarmála á heimsvísu í rúman sólarhring, eða sú upphæð sem við notum til að kaupa tyggjó árlega, dugi til að hjálpa sístækkandi hópi þeirra sem eru að deyja úr hungri.
21.04.2021 - 08:00
Velsældarvísum ætlað að greina lífsgæði Íslendinga
Undanfarin ár hefur jafnvægi milli vinnu og einkalífs aukist á Íslandi. Hlutfall þeirra sem skortir efnis- og félagsleg gæði minnkaði úr 5,8% árið 2014 niður í 2,9% árið 2018 en hlutfall lágra tekna hefur haldist stöðugt um 10% frá 2004 til 2018.
Spegillinn
Covid og grænkandi hagkerfi
Á miðvikudaginn leggur Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta fram fjárlagafrumvarp. Eins og flestir fjármálaráðherrar á Vesturlöndum glímir Sunak við mikil Covid-útgjöld án þess að gleyma lærdómnum úr fjármálakreppunni 2008 um að skera ríkisútgjöld ekki of harkalega niður. Og nota tækifærið til að ýta undir vistvænar fjárfestingar.
02.03.2021 - 17:00
Stefnt að friðhelgi Súdan
Frumvarp til laga sem tryggja eiga Afríkuríkinu Súdan friðhelgi var rætt í Bandaríkjaþingi í gær. Súdan hefur lengi verið á svörtum lista Bandaríkjanna yfir ríki sem styðja og stuðla að hryðjuverkum í heiminum.
Stefnir í fjórðu kosningarnar á tveimur árum
Þingmenn á Knesset, ísraelska þinginu, höfnuðu í dag að gefa ríkisstjórninni meira svigrúm til að ljúka fjárlagagerð. Það eykur líkurnar á því að þingið verði leyst upp og efnt til kosninga, þeirra fjórðu á innan við tveimur árum.
22.12.2020 - 01:06
Sakar ríkisstjórnina um getuleysi gagnvart heimilunum
Fjármálaráðherra segir gríðarlegt verkefni fram undan við það að leggja grunninn að því að ríkisfjármálin verði sjálfbær á ný. Fyrrverandi fjármálaráðherra sakar ríkisstjórnina um getuleysi gagnvart heimilunum.
11.12.2020 - 15:57
Ætla að fjölga hjúkrunarrýmum um 90 á næsta ári
Auka á framlög til hjúkrunarrýma um rúmlega 1,7 milljarða króna á fjárlögum næsta árs. Stærstur hluti fjármagnsins mun fara í að fjölga hjúkrunarrýmum um allt að 90 á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári og þá verður hluta þess varið til að auka rekstrarframlög til hjúkrunarheimila í samræmi við aukna hjúkrunarþyngd íbúa þeirra.
Bætur vegna riðuveiki gætu numið 200 milljónum króna
Heildarbætur til bænda á fimm bæjum í Skagafirði, sem þurftu að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Varaformaður fjárlaganefndar segir fjárheimild til bóta fást að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum.
Tekist á um fjárlög í Bandaríkjunum
Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eru nú í kapphlaupi við tímann að búa til björgunarpakka fyrir bágstatt efnahagslíf landsins og fjárlög næsta ár. Einnig þarf að ákveða fjárframlög til varnarmála.
06.12.2020 - 23:30
Spítalinn vissi af gríðarlegum uppsöfnuðum halla
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að því miður hafi Landspítalinn vitað af gríðarlegum uppsöfnuðum halla. Aðhaldskrafa stjórnvalda sé eftir sem áður 0,5 prósent á heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir ljóst að spítalinn fái allan viðbótarkostnað vegna COVID-19 bættan.
24.11.2020 - 17:45