Færslur: fjárlagafrumvarp 2022

Þurfa um milljarð til viðbótar við áætlun í fjárlögum
Fjárframlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni í fjárlögum 2022 eru ekki nægjanleg til að standa undir núverandi rekstri, segir í umsögn þeirra vegna frumvarps til fjárlaga. Þar segir að flestar heilbrigðisstofnanir hafi glímt við viðvarandi hallarekstur af reglulegri starfsemi.
BHM um fjárlagafrumvarpið
Vilja meira fé í heilbrigðismál, barnabætur og menningu
BHM er sammála því mati stjórnvalda sem fram kemur í greinargerð með fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi, að vel hafi tekist til við að styðja hagkerfið, bjarga störfum, verja heimili landsins og skapa viðspyrnu á yfirstandandi fjárlagaári. Nú þurfi þó að horfa fram á veginn og gera betur á ýmsum sviðum. Þetta kemur fram í umsögn BHM um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022.
14.12.2021 - 05:44
Biskupsritara ekki skemmt yfir skerðingu sóknargjalds
Pétur Markan, biskupsritari, er ómyrkur í máli í umsögn sinni um fjárlagafrumvarp næsta árs þar sem til stendur lækka sóknargjald úr 1.080 krónum í 985 krónur. Hann segir þetta þýða að trúfélög verði enn eitt árið fyrir fordæmalausu tekjufalli því gjaldið ætti að vera 1.915 krónur ef lögum um sóknargjald væri framfylgt. Hann kveðst ekki trúa því að stjórnvöld ætli sér í alvöru að leggja starfsemi trúfélaganna endanlega í rúst og stefna þannig trúfrelsi á Íslandi í hættu.
10.12.2021 - 14:26
Geðheilbrigðismálin vanmetin í fjárlagafrumvarpi
Samtökin Geðhjálp segja fjárlagafrumvarp og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar skorta yfirsýn í geðheilbrigðismálum. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri samtakanna, segir frumvarpið vera vonbrigði og kallar eftir betra samráði við fagaðila. Hann segir fjárhæðirnar sem ætlaðar séu í málaflokkinn séu aðeins dropi í hafið og þá sérstaklega á tímum heimsfaraldurs sem margfaldi þjónustuþörfina.
Sjónvarpsfrétt
Fagna hækkun en segja kerfið enn of flókið
Barnabótakerfið er of flókið og tekur ekki mið af hagsmunum barna. Þetta segir hagfræðingur hjá BSRB. Hún fagnar þeim hækkunum sem boðaðar eru í nýju fjárlagafrumvarpi en segir markmiðum kerfisins hvergi náð. Þá sé það áhyggjuefni að útgjöld til kerfsins aukist ekki á milli ára.
05.12.2021 - 19:37
Fyrstu umræðu um fjárlög fram haldið í dag
Fundur stóð á Alþingi til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöld og ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um fjárlög næsta árs eins og að var stefnt en fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu rétt fyrir hádegi á fimmtudag.
Óboðlegt að afgreiða fjárlög í spreng
Formaður Samfylkingarinnar segir fjárlög ríkisstjórnarinnar einkennast af kjarkleysi og skeytingarleysi gagnvart jöfnuði. Formaður Viðreisnar segir óboðlegt að Alþingi afgreiði fjárlög í spreng og skorar á forystu flokkanna að ræða vorkosningar á ný.
03.12.2021 - 12:54
Sjónvarpsfrétt
Óbreytt áætlun án aðgerða fyrir þá fátækustu
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna fara nokkuð hörðum orðum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins segir sorglegt að engar raunverulegar aðgerðir til að hjálpa fátækasta fólkinu í landinu sé þar að finna. Þorgerður Katrín Gunnarsóttir, formaður Viðreisnar, segir stjórnvöld skorta raunsæi.
Kastljós
Full ástæða til að vera bjartsýnn
Miðað við það sem boðað var við kynningu stjórnarsáttmálans þykir Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, vanta allar sóknarhugleiðingar í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ríkið ekki eitt standa í baráttunni, og líta verði til bættrar afkomu einkafyrirtækja.
Viðtal
Ekki mikið svigrúm fyrir útgjaldaaukningu
Stærstu tíðindi fjármálafrumvarpsins sem fjármála- og efnahagsmálaráðherra kynnti í dag eru hvernig faraldurinn hefur farið betur með efnahagslífið en margir þorðu að vona. Þetta segir Konráð Guðjónsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. Þessi tíðindi séu jákvæð fyrir okkur öll, og sérstaklega ríkissjóð.
Krónutöluhækkanir og hærra frítekjumark
Gert er ráð fyrir 2,5 prósenta hækkun á áfengis- og tóbaksgjöldum, sem og á olíugjaldi, bensíngjaldi, kolefnisgjaldi, kílómetragjaldi og bifreiðagjaldi. Sama hækkun er lögð til í framkvæmdasjóð aldraðra og til Ríkisútvarpsins. Lagt er til að frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega verði tvöfaldað.
Fyrirséð tap vegna Vaðlaheiðarganga
Fyrirséð er að ríkissjóður taki á sig högg vegna lánveitingar til Vaðlaheiðaganga hf.
Leita nýrra tekjuleiða fyrir vistvæna bíla
Eftir því sem orkuskiptum vindur fram þá minnka tekjur ríkissjóðs af gjöldum sem innheimt eru af jarðefnaeldsneyti. Það bil þarf að brúa og senn fer af stað vinna við að búa til nýtt tekjulíkan.