Færslur: Fjárlagafrumvarp 2021

Markmiðið að beita ríkisfjármálum af fullum þunga
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir fjárlög næsta árs markast af viðbrögðum stjórnvalda við áhrifum kreppunnar. Önnur umræða um fjárlög næsta árs stendur nú sem hæst á Alþingi en formaður fjárlaganefndar mælti fyrir breytingartillögum meirihlutans í dag.
10.12.2020 - 13:33
Sauðfjár-og kúabændur fá milljarð vegna COVID-19
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að sauðfjár-og kúabændur fái rúman milljarð til að mæta vanda þeirra vegna kórónuveirufaraldursins. Í nefndarálitinu kemur fram að úrræði stjórnvalda hafi ekki gagnast bændum nema að takmörkuðu leyti. Því sé talin þörf á að grípa til sértækra aðgerða til að mæta „erfiðri stöðu stéttarinnar í kjölfar heimsfaraldurs.“ Áætlað er að framleiðsluvirði sauðfjárbænda og kúabænda dragist saman um 14 prósent milli ára.
09.12.2020 - 18:56
55 milljarða breytingar á fjárlagafrumvarpinu
Fjárlaganefnd Alþingis hefur afgreitt fjárlagafrumvarp næsta árs til annarrar umræðu sem reiknað er með að fari fram síðar í þessari viku, rúmum tveimur vikum eftir að hún hefði átt að fara fram samkvæmt starfsáætlun.
08.12.2020 - 11:32
Viðtal
Segir kröfuna skýra og að framlög hafi aukist frá 2017
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir framlög stjórnvalda til Landspítalans á síðustu árum sýna að það sé mikill vilji til þess að reka öfluga heilbrigðisþjónustu hér á landi. Hann bendir á að fjárframlög til Landspítalans hafa aukist um 20 milljarða frá 2017.
Spítalinn vissi af gríðarlegum uppsöfnuðum halla
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að því miður hafi Landspítalinn vitað af gríðarlegum uppsöfnuðum halla. Aðhaldskrafa stjórnvalda sé eftir sem áður 0,5 prósent á heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir ljóst að spítalinn fái allan viðbótarkostnað vegna COVID-19 bættan.
24.11.2020 - 17:45
Spítalinn þarf að hagræða um samtals 4,3 milljarða
Landspítalinn stendur frammi fyrir 400 milljóna króna aðhaldskröfu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til viðbótar við uppsafnaðan halla spítalans um áramót og hærra rekstrarkostnaðarmat. Samtals þarf spítalinn hagræða um 4,3 milljarða króna á næsta ári en hefur óskað eftir því að vinna hallan upp á þremur árum.
Uppbyggingu ofanflóðavarna ljúki fyrir 2030
Gert er ráð fyrir 2,7 milljörðum króna árlega til varna gegn náttúruvá samkvæmt fjármálaáætlun 2021 til 2025. Það er aukning um 1,6 milljarða árlega frá því sem nú er.
Stjórnarskrártillögur og kosningalög stórmál þingvetrar
Stjórnarskrártillögur verða stórmál á komandi þingi en ekki verður síður að fróðlegt að sjá hvernig fer með ný kosningalög. Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í kvöldfréttum Sjónvarpsins.
Umræða hefst um fjárlagafrumvarpið
Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs hefst í dag og stendur í þrjá daga. Gert er ráð fyrir 264 milljarða króna halla á ríkissjóði á næsta ári samkvæmt frumvarpinu sem kynnt var fyrir helgi.
05.10.2020 - 08:49
Segir skynsamlegt að reka ríkissjóð með halla næstu ár
Það er skynsamlegt að reka ríkissjóð með halla næstu ár, því ef ríkið tekur ekki á sig áfallið vegna kórónuveirunnar mun það dreifast ójafnt innan samfélagsins. Þetta segir Gylfi Magnússon, forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá hjálpi mikið til að vextir séu í sögulegu lágmarki.
„Áfram ríkir sú helstefna að halda fólki í fátækt“
Með fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar ríkir áfram sú helstefna að halda fólki í fátækt. Þetta segir formaður Öryrkjabandalagsins. Hún óttast að biðraðir hjá hjálparsamtökum eigi eftir að lengjast.
Myndskeið
Stjórnarandstaðan ósátt við fjárlagafrumvarpið
Formaður Miðflokksins telur fjárlagafrumvarpið litast af því að kosningar séu framundan. Formaður Samfylkingarinnar og þingmaður Pírata segja of lítið gert til að bregðast við „sögulegri atvinnukreppu.“
01.10.2020 - 19:34
Harpa fær 150 milljónir vegna faraldursins
Fjármálaráðherra leggur til að tónlistar-og ráðstefnuhúsið Harpa fái 150 milljónir til að bregðast við breyttu starfsumhverfi vegna kórónuveirunnar. Þá þarf að verja 195 milljónum vegna ýmissa viðhaldsframkvæmda við húsið en sú upphæð er hluti af fjárfestingaátaki til að sporna gegn niðursveiflu efnahagslífsins.
Viðtal
Verða að hlaupa hraðar og gera betur
„Við þurfum að hlaupa hraðar og gera betur, skapa meiri verðmæti ef við ætlum að rísa undir þessum lífskjörum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í viðtali um fjárlagafrumvarp næsta árs og horfur í efnahagsmálum á næstu árum. Hann segir mikilvægt að laða fram fjárfestingu, leggja fé í nýsköpunarsjóð og sá til framtíðar.
01.10.2020 - 11:40
Kórónuveiran nefnd 99 sinnum í fjárlagafrumvarpinu
Eins og við mátti búast er kórónuveiran fyrirferðarmikil í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Hún er nefnd alls 99 sinnum í frumvarpinu sem birt var í dag. COVID19 sjúkdómurinn er nefndur 23 sinnum. Áætlaður kostnaður ríkissjóðs vegna farsóttarinnar er talinn nema 192 milljörðum.
Blaðamannafundur
Verða að stöðva skuldasöfnun á næstu árum
Stóra verkefnið framundan er að stöðva skuldasöfnunina, segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um stöðu ríkisfjármála á næstu árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem hann kynnti í morgun verður 264 milljarða króna halli á ríkissjóði á næsta ári. Hallinn gæti orðið hátt í 900 milljarðar á næstu fimm árum.
01.10.2020 - 11:01
Fresta því að kaupa þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna
Fresta þarf kaupum á þremur nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæslunar. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra sem kynnt var í dag. Gert hafði verið ráð fyrir 2,2 milljörðum í kaupin á þessu ári en sú heimild fellur niður. Landhelgisgæslan fær 350 milljónir til standa undir leigu á viðbótarþyrlu.
Forsetinn fær 12,5 milljónir vegna forsetaritaraskipta
Embætti forseta Íslands fær 345 milljónir, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Fjárheimildin lækkar um tæpar 26 milljónir frá gildandi fjárlögum. Þar munar mestu um lækkun upp á 32 milljónir vegna tímabundinna fjárfestingar-og viðhaldsáfanga sem er að mestu leyti lokið.
01.10.2020 - 10:32
200 milljónir til Alþingis vegna kosninganna
Framlög til Alþingis lækka um 78 milljónir og verða rúm 5,7 milljarða, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpinu. Þingið fær 200 milljónir til að standa straum af þingkosningunum sem verða í september á næsta ári, 62 milljónir til að fjölga starfsfólki þingflokka. Fjárheimild til Alþingis vegna nýbyggingarinnar á Alþingisreitnum lækkar hins vegar um 250 milljónir króna.
01.10.2020 - 10:27
Kórónuveirufaraldurinn kostar ríkissjóð 192 milljarða
264 milljarða halli verður á rekstri ríkissjóðs, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í dag. Tekjur ríkissjóðs verða 772 milljarða en útgjöld rúmlega þúsund milljarðar. Áhrifin af völdum kórónuveirufaraldursins eru metin á 192 milljarða. „Ríkisfjármálum verður áfram beitt af fullum þunga til að verja störf og skapa viðspyrnu,“ segir á vef fjármálaráðuneytisins.
01.10.2020 - 10:05
Blaðamannafundur
Fjárlagafrumvarpið kynnt
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir í dag fjárlagafrumvarp næsta árs. Þetta er fyrsta fjárlagafrumvarpið eftir að kórónuveirufaraldurinn setti hagkerfi heimsins úr skorðum og ber þess merki. Gert er ráð fyrir miklum hallarekstri á ríkissjóði.
01.10.2020 - 09:53