Færslur: Fjárlagafrumvarp 2019

VIRK: Vantar 73 milljónir í fjárlagafrumvarpið
Starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK segir í umsögn sinni við fjárlagafrumvarpið að það vanti 73 milljónir til að framlag ríkisins til sjóðsins verði í samræmi við lög og samninga. Gert er ráð því í fjárlagafrumvarpinu að verja 739,5 milljónum króna til sjóðsins en framkvæmdastjóri VIRK segir að framlagið eigi að vera 812,5 milljónir króna.
22.09.2018 - 08:23
Hefðu viljað að tryggingagjald lækkaði meira
Samtök iðnaðarins lýsa yfir vonbrigðum með að í fjárlagafrumvarpinu skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingagjalds. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum Iðnaðarins.
21.09.2018 - 15:12
Fjárlög afgreidd til annarrar umræðu
Fyrstu umræðu Alþingis um Fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 lauk rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld með atkvæðagreiðslu. Samþykkt var að vísa fjárlögunum áfram til fjárlaganefndar þaðan sem lögin fara til annarrar umræðu á Alþingi. Frumvarpið var kynnt á þriðjudag. Umræður hófust í gær eftir að Bjarni Benediktsson hafði kynnt frumvarpið.
15.09.2018 - 00:50
Telur ójöfnuð ógna stöðugleika á vinnumarkaði
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir mikilvægt að tryggja áfram festu og varfærni í stjórn opinberra fjármála þegar viðbúið sé að hægist á. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að mikill eignaójöfnuður hér á landi ógni stöðugleika á vinnumarkaði.
13.09.2018 - 23:27
Fjárlagafrumvarpið betra en búist var við
Fjárlagafrumvarpið er betra en búist var við að mati forstjóra Landspítalans. Þá hjálpi það spítalanum að heilsugæsla verði efld og auknu fé varið í ný hjúkrunarrými. Reksturinn á næsta ári verði þó erfiður vegna manneklu.
13.09.2018 - 19:25
Umræðu um fjárlagafrumvarp frestað til morguns
Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs, sem fjármálaráðherra mælti fyrir í morgun, var frestað á sjötta tímanum. Umræðunni verður framhaldið á morgun þegar fagráðherrar sitja fyrir svörum um sína málaflokka.
13.09.2018 - 19:13
Ráðherra segir báknið ekki vera að vaxa
Fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Ráðherra vísaði í umræðunni á bug fullyrðingum um að báknið sé að vaxa í þessu frumvarpi og að það sé á skjön við samþykktir landsfundar Sjálfstæðisflokks. 
13.09.2018 - 12:28
Myndskeið
Segir stjórnina standa vörð um kyrrstöðu
Innihald stefnuræðu forsætisráðherra var rýrt, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns og þingmanns Viðreisnar. Hún sagði í umræðum eftir stefnuræðuna í kvöld að „brellumeistarar og umbúðameistarar“ stjórnarflokkanna hafi haft meira að segja en pólitískar hugsjónir og metnaður til umbóta.
12.09.2018 - 22:45
Myndskeið
Fátækt fólk á Íslandi biður um sanngirni
Ekki er allt slæmt í fjárlagafrumvarpi næsta árs, að mati Ingu Sæland, þingmanns Flokks fólksins. Í umræðum eftir stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld sagði hún að í fjárlagafrumvarpinu mætti sjá vilja til margra verka, hún væri þó ekki sammála forgangsröðun ríkisstjórnarinnar.
12.09.2018 - 22:31
Myndskeið
Vegatollar á nýjum framkvæmdum til skoðunar
Sigurður Ingi Jóhannson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, lagði áherslu á það í ræðu sinni í umræðum eftir stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld að góðar samgöngur væru forsenda blómlegs mannlífs. Hann sagði að rík áhersla væri lögð á að auka viðhald í vegakerfinu enda hafi þörfin aldrei verið meiri en nú.
Myndskeið
Stefna ætti að hagsæld frekar en að hagvexti
Síðasta þing var Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata, erfitt, að því er hún sagði í umræðum eftir stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. „Er það mikið til vegna þeirra væntinga sem ég hafði til starfsins og fólksins hér inni og þeirra vonbrigða sem ég upplifði þegar ég áttaði mig á því að mikilvægum málefnum yrði fórnað í nafni stöðugleikans,“ sagði Halldóra í ræðu sinni.
12.09.2018 - 21:41
Myndskeið
Borð fyrir báru ef á þarf að halda
Ríkisstjórnin sækir nú fram á sterkum grunni, sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann sagði að sitt sýndist hverjum um fjárlagafrumvarp næsta árs en að allir hljóti að vera sammála um að stöðunni hafi verið breytt til hins betra og að nú sé sótt fram á sterkum grunni.
Myndskeið
Segir stjórnina aðeins snúast um sjálfa sig
Ríkisstjórnin er kerfisstjórn og hefur enga pólitíska sýn, að dómi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins. Hann sagði í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld að ríkisstjórnin hafi aðeins verið skipuð til þess að skipta á milli sín ráðherrastólum og koma í veg fyrir að samstarfsflokkarnir geti hrint stefnumálum sínum í framkvæmd.
12.09.2018 - 20:35
Myndskeið
Góðærið hefur ekki náð til allra
Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, ræddi um jöfnuð í ræðu sinni í umræðum eftir stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann sagði blikur á lofti og að ýmislegt bendi nú til þess að leiðin liggi aftur niður dal eftir langa dvöl á tindi hagsveiflu.
12.09.2018 - 20:09
Myndskeið
Vill að loftslagsmálin verði flaggskip Íslands
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að hún sæi fyrir sér að umhverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum utanríkisstefnunnar, líkt og jafnréttismálin séu þegar orðin.
12.09.2018 - 19:54
Verður dýrara að keyra bensínbíla
Það verður rúmlega átta þúsund krónum dýrara að reka meðalfjölskyldubíl á ári, verði hækkanir í fjárlagafrumvarpinu að veruleika. Þetta er mat Félags íslenskra bifreiðeigenda. Eldsneytishækkanir í frumvarpinu bætist ofan á bensínverðið sem sé það hæsta í Evrópu.
12.09.2018 - 18:42
Kreppa ekki yfirvofandi
Gert er ráð fyrir töluverðum útgjaldavexti í fjárlagafrumvarpi næsta árs að mati hagfræðings. Sá kostnaður geti hins vegar borgað sig ef aðgerðirnar verða til þess að lægja öldur á vinnumarkaði. Efnahagssamdráttur sé ekki yfirvofandi.
12.09.2018 - 12:24
Viðtal
Engar þjóðhagsspár sem sýna kreppu í nánd
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir lítil tíðindi fyrir almenna launþega í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag, ef frá er talin hækkun barnabóta. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segir að horfa verði á heildarmyndina. Laun hafi almennt hækkað, þó að erfitt sé að lifa af lægstu launum. Ráðherrann segir af og frá að kreppa sé í aðsigi.
11.09.2018 - 20:40
Viðtal
Telja að teflt sé á tæpasta vað
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, eru sammála um að teflt sé á tæpasta vað í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. Haukur Holm, fréttamaður, ræddi við þá í beinni útsendingu í sjónvarpsfréttum.
11.09.2018 - 19:36
Fjárlagafrumvarpið veldur vonbrigðum
Fjárlagafrumvarpið veldur vonbrigðum, segir formaður Eflingar sem telur að lítið sé gert fyrir lágtekjufólk. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hins vegar að of langt sé gengið í ríkisútgjöldum. Forsendur frumvarpsins um hagvöxt séu of bjartsýnar.
11.09.2018 - 18:54
Leggja til að keyptar verði þrjár þyrlur
Lagt er til í fjárlagafrumvarpi næsta árs að Landhelgisgæslan fái 1,9 milljarð til að kaupa þrjár þyrlur. Áætlað er að þyrlurnar verði afhentar árið 2022 og að heildarfjárfestingin verði upp á 14 milljarða króna og hefur verið gert ráð fyrir henni í fjármálaáætlun tímabilsins 2019 til 2023. Áætlað er að kaupverð hverrar þyrlu verði 4,7 milljarðar.
11.09.2018 - 17:55
Segir fátt koma á óvart í fjárlagafrumvarpinu
Fátt kemur á óvart í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag, að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. „Þetta byggir á málamiðlun tveggja ólíkra flokka sem vilja pínu vera í friði hvor fyrir öðrum þannig að hvorugur nær að koma sínum grundvallarstefnumálum í gegn,“ sagði hann í viðtali við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, í beinni útsendingu í hádegisfréttum.
11.09.2018 - 13:47
Vill selja sögufræga fiðlu fyrir handstóra
Það kennir ýmissa grasa í fjárlagafrumvarpinu. Eitt af því er að fjármálaráðherra fái heimild til að selja nærri 400 ára gamla Maggini-fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og verja andvirðinu til kaupa á öðru hentugra hljóðfæri. Og hver skyldi ástæðan vera fyrir því að þessi fiðla er sett í sölu? Hún er of stór fyrir þá fiðluleikara sem nú eru í Sinfóníuhljómsveitinni.
Sýnist að dregið sé úr húsnæðisstuðningi
Deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands segir að svo virðist sem dregið sé úr húsnæðisstuðningi, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Tillögur í skatta- og bótamálum þurfi að skoða í tengslum við endurskoðun skattkerfisins, sem ekki liggi fyrir ennþá.
11.09.2018 - 12:34
Bæta þarf 26 lögreglumönnum í landamæravörslu
Grípa þarf til aðgerða upp á tæpar 900 milljónir til að bregðast við athugasemdum og tilmælum eftir Schengen-úttekt sem framkvæmd var á síðasta ári. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu. Úttektin er nokkuð viðamikil og er gerð á fimm ára fresti. Meðal þess sem þarf að gera er að fjölga um samtals 26 stöðugildi lögreglumanna, landamæravarða og í stoðþjónustu.