Færslur: Fjallabyggð

Kepptu fyrir Íslands hönd í fjármálalæsi
Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar kepptu í dag fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni í fjármálalæsi. Skólinn vann sér inn þátttökurétt á mótinu með því að vinna Fjármálaleikana fyrr á árinu. Stærðfræðikennari krakkanna er gríðarlega stolt af sínu fólki.
10.05.2022 - 11:44
„Við upplifðum að við værum í mikilli hættu“
Siglfirðingur átti fótum sínum fjör að launa þegar grjót féll á veginn um Ólafsfjarðarmúla í gær. Hún segir leiðina hættulega og löngu tímabært að hætta smávægilegum lagfæringum og byggja ný göng og leggja nýjan veg.
04.05.2022 - 14:24
„Jólafsfirðingar“ minna sumarhúsaeigendur á að skreyta
Sveitarfélagið Fjallabyggð hvetur þá sem eiga frístundahús í bænum til að setja upp jólaseríur, jafnvel þó húsin standi tóm yfir jólin. Menningarfulltrúi Fjallabyggðar segir leitt að horfa upp á mörg dökk og óskreytt hús í skammdeginu.
13.12.2021 - 15:21
Áform um 12 metra hátt hús á Siglufirði valda ósætti
Skiptar skoðanir eru meðal Siglfirðinga um áform vélaverkstæðis í bænum að reisa 12 metra hátt hús við höfnina. Athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar, frá ferðaþjónustuaðilum og íbúum sem segja hús sem þetta geta breytt ímynd bæjarins.
07.09.2021 - 14:57
Vilja að Gæslan setji upp björgunarmiðstöð á Siglufirði
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur falið bæjarstjóra að hefja viðræður við dómsmálaráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar um stofnun björgunarmiðstöðvar á Siglufirði. Bæjarstjórinn segir hugmyndina ekki setta til höfuðs hugmyndum þingmanns í kjördæminu.
Stærsta heimagerða sprengjan sem notuð hefur verið
Rannsókn á skemmdarverkum sem unnin voru í Ólafsfjarðargöngum í mars, þegar þar var sprengd heimagerð sprengja, er enn í fullum gangi. Sprengjan var sú stærsta sinnar tegundar sem sprengd hefur verið í þessum tilgangi á Íslandi. Refsing við brotinu getur verið allt að sex ára fangelsi.
08.04.2021 - 13:04
Yfir 19 stiga hiti í Reyðarfirði og Bakkagerði
Hiti fór upp í 19,4 stig á sjálfvirkum mæli Veðurstofunnar við Kollaleiru í Reyðarfirði í kringum hádegi í dag. Í Bakkagerði mældist 19,3 stiga hiti og á Neskaupstað náði hitinn 18,9 stigum.
18.03.2021 - 11:00
Opna skíðasvæðið þremur vikum eftir snjóflóðin
Þrátt fyrir tug milljóna tjón á skíðasvæðinu á Siglufirði eftir snjóflóð er stefnt að því að opna svæðið aftur á morgun. Til stóð að opna svæðið í dag að því varð ekki vegna veðurs.
10.02.2021 - 15:14
Myndskeið
„Ég hefði getað verið kominn inn í skálann“ 
Þrátt fyrir tugmilljóna tjón á skíðasvæðinu á Siglufirði eftir snjóflóð er stefnt að því að opna svæðið aftur innan fárra daga. Litlu munaði að starfsmaður hefði verið á svæðinu þegar flóðið féll.
28.01.2021 - 16:42
Vilja að ríkið bregðist við samgönguvanda í Fjallabyggð
Bæjarráð Fjallabyggðar skorar á ríkisvaldið að hefjast handa við undirbúning að úrbótum í samgöngumálum sveitarfélagsins. Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegur hafa verið mikið lokaðir að undanförnu.
Býst við áframhaldandi innilokun í Fjallabyggð
Bæjarstjóri Fjallabyggðar býst við því að Siglfirðingar verði meira og minna innlyksa í bænum næstu daga þar sem veðurhorfur séu ekki góðar. Vegurinn var opnaður á hádegi í gær en lokað að nýju í gærkvöldi. Snjóflóð féllu á Siglufirði á miðvikudag og hús voru rýmd.
22.01.2021 - 09:15
Snjóflóð olli skemmdum á skíðasvæðinu á Siglufirði
Snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði í morgun, meðal annars á skíðaskálann. Ekki er vitað hversu miklar skemmdir hafa orðið.
20.01.2021 - 10:37
Slit á ljósleiðara milli Siglufjarðar og Hofsóss
Vegna slits á ljósleiðara geta verið truflanir og sambandsleysi á fjarskiptaþjónustum Tengis á milli Siglufjarðar og Hofsós.
Ungur maður viðurkennir brotin á Siglufirði
Unglingur var í gærkvöldi handtekinn á Siglufirði grunaður um fjölda innbrota, þjófnaða og skemmdarverka í bænum undanfarna daga. Hann hefur gengist við brotunum. 
Glæpaalda á Siglufirði - innbrot í skóla og bíl stolið
Lögreglan á Siglufirði hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga. Innbrot í bíla og hús hafa verið tilkynnt fjórar síðustu nætur. Í gærkvöldi var maður handtekinn grunaður um innbrot í nokkur hús í bænum.
09.10.2020 - 09:43
Myndskeið
Snjómoksturspeningar ársins 2020 víða að klárast
Snjó hefur kyngt niður á Norðurlandi frá því um miðjan desember. Tugir snjómoksturstækja eru á ferðinni á degi hverjum og kostnaður sveitarfélaga er víða kominn yfir áætlun fyrir árið 2020. Verktaki sem sér um snjómokstur í Fnjóskadal man vart viðlíka ástand.
10.03.2020 - 21:41
Fjallabyggð kaupir tvær varaaflsstöðvar
Bæjarráðs Fjallabyggðar hefur ákveðið að fjárfesta í varaaflsstöðvum sem koma á fyrir í íþróttamiðstöð í Ólafsfirði og í búsetukjarna að Lindargötu 2, Siglufirði. Formaður bæjarráðs segir að með þessum aðgerðum sé verið að bregðast við ástandinu sem kom upp í óveðrinu í desember.
05.03.2020 - 14:29
Gunnar Birgisson hættir sem bæjarstjóri Fjallabyggðar
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur óskað eftir lausn frá störfum og er hans síðasti vinnudagur í dag.
29.11.2019 - 12:26