Færslur: Fimm á föstudegi

Fimm ójólaleg á föstudegi
Þrátt fyrir að sum jólalög séu vissulega skemmtileg á þessum tíma ársins þá verður maður að gefa sér tíma til að hlusta líka á venjuleg lög. Listafólkið sem gleður okkur með hressandi tónum að þessu sinni eru hressu stelpurnar í Wet Leg, Texas-sveitungarnir Khruangbin og Leon Bridges, hljómsveitastjórinn Shay Hazan frá Tel Aviv, andfætlingurinn hressi Tame Impala og Íslandsvinurinn Mura Masa.
Fimm af bestu plötum ársins hjá Pitchfork
Nýlega sendi Pitchfork Media frá sér lista yfir bestu plötur ársins, sem verður að segjast að er svona hápunktur árins hjá vissri týpu. Í fimmunni kíkjum við á lög af áhugaverðum plötum sem komust á topp 10 hjá bandarísku vitringunum, en eins og hjá NPR er plata Jazmine Sullivan, Heaux Tales, í efsta sæti.
Fimm af feitum plötum fyrir helgina
Nú eru ársuppgjör tónlistarmiðla farinn að flæða um alnetið og kominn tími til að skoða hverju fólk er að mæla með. Í fimmunni kíkjum við á lög af Fimm bestu plötum ársins samkvæmt amerísku Rás 2, eða NPR, sem þykir vera með þeim betri í bransanum þegar kemur að tónlistarumfjöllun. Sérstaða National Public Radio er fjölbreytnin og þaðan kemur oftar en ekki eitthvað stórskemmtilegt sem maður hefði líklega aldrei sett á fóninn.
Fimm fjörug og fönkí fyrir dansgólfið
Nú er að pússa dansskóna því það verður dansað með ryksuguna þessa helgina. Við fáum dívurnar Dames Brown frá Detroit, jazzarann Makaya McCraven, djúphúskóngana Miguel Migs og Jimpster, teknótarfinn Maceo Plex og nostalgískt jungle-teknó af sverustu sort frá Sherelle.
Fimm framsækin og fersk á föstudegi
Stærstu lögin í vikunni eru eflaust frá Adele og Taylor Swift en þið vitið það auðvitað og þess vegna spáum við í öðru í Fimmunni. Við byrjum á tónlistarkonunni Arca frá Venezuela, sem er ekki eins og flest, og rennum okkur síðan í ný lög frá Big Thief, José González ásamt DJ Koze, Beirut og FKA Twigs ásamt Central Cee.
Fimm fyrir tryllta tónlistarhelgi
Það er skemmtileg helgi framundan því í dag koma út tvær plötur sem beðið hefur verið eftir frá fönk- og pönkkóngum. Þetta eru Silk Sonic og Idles en það eru líka í boði spikfeitir smellir frá Bonobo og vini hans O’Flynn, indíprinsessunni Mitski og draumapoppdúettinum Beach House.
Fimman
Fimm frekar næs á föstudegi
Það er rokkuð kana slagsíða á fimmunni þennan fyrsta föstudag í nóvember og boðið upp á ólgandi ferska slagara frá hressu krökkunum í Spoon, The War On Drugs, Cat Power, El Michels Affair og Metronomy.
Fimm fanta fersk á föstudegi
Það er djammið sem fær athyglina þennan föstudag enda gaman að djamma og djúsa eins og segir í laginu. Við setjum á fóninn neglu frá Sleaford Mods sem hafa fengið Orbital til að endurhljóðblanda fyrir sig, franska og þýska elektróník frá Vitalic og Stephan Bodzin, nýuppgerða húsneglu frá DJ Streak af Jungle og geggjað grúv frá Nightmares On Wax.
Fimm ferlega fín á föstudegi
Að venju er fjölbreytnin í fyrirrúmi í Fimmunni og við byrjum á sálartónlist frá Kaliforníubandinu Gabriels, síðan er það blessað kántríið sem er teygt og togað af Hamilton Leithauser og Kevin Morby. Bandaríski jazztrommarinn Makaya McCraven tekur við og ætti að koma flestum á dansgólfið en Animal Collective nær að tæma það með tilraunarokki. Að lokum er það svo megakrúttið Koffee sem er með sjóðheitt á könnunni.
Fimm með fjölbreyttasta móti
Það er boðið upp á alls konar djass í fimmunni að þessu sinni. Við byrjum á hnífamanninum Headie One úr drill-senunni í London og förum þaðan yfir í reggae- og dancehall-töffarana Skip Marley og Popcaan. David Holmes og Raven syngja súrt teknó á ensku og frönsku síðan er það alþjóðlegt fönk frá Los Bitchos og Matthew E. White sem kemur okkur þægilega inn í helgina.
15.10.2021 - 13:00
Fimm framúrskarandi á föstudegi
Það er feit vika í tónlistinni þennan föstudag og boðið upp á nýtt lag frá indie-kúrekastelpunni Mitski, neglu um fyrrverandi kærasta frá dúettnum Wet Leg og virkilega fágað danspopp fyrir fagurkerann frá Bonobo. Síðan er það TikTok-stjarnan PinkPantheress sem biðst afsökunar og að lokum bjóða hávaðagrísirnir í LOW upp á erfiða en fallega ballöðu.
Fimm svellköld á sveitaballið
Það er farið á ball í fimmunni að þessu sinni og við byrjum í Ohio þar sem Idles skapa stemningu í The Beachland Ballroom. Þaðan förum við í sólina með Remi Wolf og síðan liggur leiðin á flæmska dansgólfið með þeim stöllum Charlotte Adigérí og Bolis Pupul. Hinum megin við Ermasundið er það Orlando Tobias Edward Higginbottoms sem rokkar dansgólfið með sveit sinni Totally Enourmous Extinct Dinosaurs og síðastir á gólfið eru síðan Ástralarnir í Parcels með sitt silkimjúka diskódanspopp.
Tónlist
Fimm æsandi fjörug fyrir kosninganótt
Það kemst fátt annað að en kosningar hjá okkur þessa dagana en erlendum poppstjörnum er nákvæmlega sama um það. Hljómsveitinni Alt-J er mest sama og tilkynnti endurkomu sína í vikunni. Því til viðbótar eru pæjurnar St. Vincent, Bessie Turner og Jasmine Thompson með nýtt efni og harðkjarnasveitin Turnstile bankar á heimsfrægðarhringhurðina góðu.
Fimm djössuð stuðlög á föstudegi
September er hálfnaður sem þýðir að nú eru tæplega hundrað dagar til jóla og því ber að fagna með djössuðum og dansvænum slögurum frá gleðisveitinni Glass Animals, töffaradúettinum Tokimonsta og Channel Tres, saxófónsgeggjaranum Kamasi Washington, rapparanum knáa Little Simz ásamt Obongjayar og söngkonunni geðþekku Yebbu.
Fimm súr í súld
Blessuð súldin elskar allt, allt með kossi vekur eins og við vitum og þess vegna þarf blessunin tónlist við hæfi og hana skortir ekki í fimmunni að þessu sinni. Í boði eru lög frá Lönu Del Rey, Big Thief, Radiohead, BadBadNotGood og Joy Orbison ásamt Léu Sen en þau eru öll gíruð í himneska hauststemmningu.
Fimm hel hressandi við helgarþrifin
Kanye West átti flestar fyrirsagnir í vikunni og við fáum tóndæmi frá séranum í fimmunni. Auk þess koma við sögu hulduhitt frá Caroline Polachek, sumarbústaðarstemning frá Sufjan Stevens ásamt Angelo De Augustine og hressandi post pönk sem passar við kraftskúringar frá Parquet Courts og Amyl & the Sniffers.
Fimm hugguleg fyrir helgina
Það er rólegheitastemmning í Fimmunni að þessu sinni með nýjum lögum frá pabbarokksveitinni The War On Drugs, tónlistarkonunni Courtney Barnett sem syngur um peninga og vinunum Natalie Bergman og Beck sem endurgera saman gamla sálarperlu en James Blake leitar að innri friði og að lokum er það furðufuglinn Chilly Gonzales sem lýsir yfir endurkomu tónlistarinnar.
Fimm hressandi poppneglur á föstudegi
Það er skandipopp og danstónlist í fimmunni að þessu sinni og boðið upp á nýtt efni frá norsku poppprinsessunum Aurora og Sigrid, auk þess er að finna nýja og sólríka slagara frá Chemical Brothers, Arlo Parks, Tycho og Ben Gibbard.
Fimm á föstudegi fer á djúpið
Hljómsveitin Big Red Machine fær Taylor Swift í heimsókn í laginu Renegade og síðan er lagt á djúpið með suðrænum kokteil hristum af Quantic og vinkonu hans Nidia Góngora, þá er það súr slagari frá Helvetia og að lokum tækni og dansvæn vísindi frá LoneLady og Overmono.
Fimm sumarneglur á föstudegi
Það er sumar, sól og klúbbastemmning i Fimmunni þennan föstudag og boðið upp á ferska endurhljóðblöndun af Faithless, Texas x Wu-Tang Clan og Khruangbin. Annað að frétta eru ný stuðlög frá leynisveitinni Sault og krúttinu Beabadoobee.
Fimm fjörug afsprengi djöfulsins sem gleðja
Rassinn á Lorde hefur verið milli tannana á fólki undanfarna daga enda langt síðan að hún hefur sent frá sér lag. En rassgatið hún Lorde er ekki það eina i fimmunni því þar eru líka ný lög frá söngvaskáldunum José González og Aldous Harding og fönkí stemmur frá Joy Crookes og rapparanum ArrDee.
Fimm frískandi og fjörug á föstudegi
Þrátt fyrir að veðrið sé með tóm leiðindi þá er augljóslega sumar í siðuðum löndum eins og tónar Fimmunnar endurspegla. Tónlistarfólkið sem kemur með sumarið til okkar eru ljóðskáldið Mustafa, rappararnir Pa Salieu og Slowthai, dansdívan Peggy Gou, ólíku dúettarnir Sofi Tucker og Amadou og Mariam auk tónlistarkonunnar H.E.R.
Fimm frelsandi á föstudegi
Það er jákvæðni og hellings sumar í Fimmunni að þessu sinni þó að Robert Smith komi við sögu í samstarfi sínu við Chvrches. Önnur með spriklandi ferskt eru hjólaskautaáhugamaðurinn Chet Faker og hressu stelpurnar í Girl Ray ásamt endurgerð Önnu Prior á Metronomy og smellur frá partýdýrunum í Jungle.
Fimm djammvænar diskókúlur á föstudegi
Þórólfur verður væntanlega ekki ánægður með fimmuna að þessu sinni því hún bókstaflega hvetur fólk til að fara óvarlega um helgina og sleppa fram af sér djammbeislinu. Við byrjum í dansvænu póstpönki Bristol-sveitarinnar Idles og förum síðan í fjögur lög sem smellpassa á klúbbinn frá A Certain Ratio ásamt Emperor Machine, Cola Boyy ásamt The Avalanches, Róisín Murphy og samstarfi Duke Dumont og Channel Tres.
Fimm silkimjúk og seiðandi fyrir helgina
Það er silkimjúk og seiðandi tónlist í fimmunni fyrir helgina en við sleppum þó allri væmni og það er stutt í stuðið. Jorja Smith ríður á vaðið með karabískum takti og trega, PawPaw Rod er á svipuðum en aðeins súrari slóðum og svo er það dreymandi raftónlist frá Daniel Avery, Paraleven ásamt Nathan Ball og Burial sem startar helginni.