Færslur: Fimm á föstudegi

Fimm frelsandi á föstudegi
Pulitzer-verðlaunahafinn Kendrick Lamar stal öllum fyrirsögnum í tónlistarpressunni í vikunni með lagi sínu og myndbandi, The Heart pt. 5. Það voru líka fleiri sem áttu góða spretti í vikunni, þar á meðal King Gizzard And The Lizard Wizard, Arcade Fire, Toro y Moi og Sharon Van Etten.
Fimm með fjölbreyttasta móti á föstudegi
Það er fínasta blanda af tilvistarkreppupoppi og dansvænni lífsgleði í fimmunni að þessu sinni þar sem The Smile og Sun's Signature sjá um þunglyndið en Lizzo og Tom Misch sjá um gleðina á gólfinu og Flume og Caroline Polachek staðsetja sig svona mitt á milli upp til að halda jafnvægi á stemmningunni.
Fimm á radarinn fyrir helgina
Það er venjulegur dans og línudans í Fimmunni að þessu sinni þar sem Hot Chip-bræður skríða aftur inn á radarinn, beinir í baki, og fast í kjölfarið koma Jamie xx og Leeds-ararnir í Easy Life. Síðan er það lágstemmd kerta- og kúrekastemmning frá Angel Olsen og L.A.-skvísunum í Muna.
Fimm hálf-drungaleg á föstudegi
Það er smá drungi í loftinu á fyrsta föstudegi eftir komu sumars, en breskt og bandarískt indírokk er í aðalhlutverki hjá fimmunni í dag.
Fimm löng á föstudegi
Hin eina sanna ást, tímaskekkjur og snakkát með Danny DeVito eru meðal hugðarefna fimmunnar á föstudeginum langa.
15.04.2022 - 16:08
Fimm mamma þín-brandarar og brúðkaupsferð á föstudegi
Leikgleðin ræður ríkjum í Fimmunni þennan föstudaginn, en við heyrum meðal annars langdreginn mamma þín-brandara frá Wet Leg, kíkjum í sýrubleytta brúðkaupsferð með Yung Lean og FKA Twigs, og spilum lúmskt erfiðan tölvuleik úr smiðju ericdoa.
Fimm skrítnar hljómsveitir á föstudegi
Það er engin venjuleg trommur, gítar og bassi hljómsveit í fimmunni þennan föstudag en engar áhyggjur þetta verður allt í lagi. Við fáum suðræna takta frá þeim Omar Apollo og Daniel Ceasar, Carwyn Ellis og Rio 18, hinsegin skilnaðarlag frá Cat Burns síðan er það lúðrasveitateknó frá Meute og að endingu Asíublandaðan diskó trylling frá Yīn Yīn.
Fimm yfir meðallagi fersk á föstudegi
Það er betri blandan sem boðið er upp á þennan nágráa föstudag í Fimmunni og smellt á fóninn dansvænum djassi og rugluðu rokki. Lúðraveitarstelpan Emma-Jean Thackray er fyrst á svið en svo koma þýsku Jazzanova og síðan eru það fulltrúar yngri kynslóðarinnar í rokki Soccer Mommy, Beabadoobee og Fontaines D.C. sem sturla mannskapinn.
Fimm listræn og tilgerðaleg á föstudegi
Oft er fín lína milli óþolandi tilgerðar og listrænnar snilldar og lögin í Fimmunni þessa vikuna leika sér á þessari línu. Hljómsveitin Arcade Fire er líklegast feitasti bitinn en hinir fjórir, Widowspeak, Bodega, Nilüfer Yanya og Aldous Harding eru líka verulega gómsætir.
Fimm ólgandi ferskir kokteilar fyrir klúbbinn
Það er eitt og annað skrítið en skemmtilegt úr tónlistinni í boði þennan föstudag og Fimman byrjar í uppstríluðu þykjustulandi Stromae en þýtur svo á strigaskóm á klúbbinn með löndum hans Charlotte Adigéry ásamt Bolis Pupul, Ibibio Sound System, Bonobo og Floating Points.
Fimm dystópískar diskóneglur á föstudegi
Það er stuð og stemmning í Fimmunni þennan föstudag og boðið upp á slagara frá Future Islands þar sem er sungið um Karl Gústaf, She Drew The Gun er dansvæn en dramatísk, skoska söngkonan Dot Allison býður upp á samstarf sitt við Lee Scratch Perry, Trombone Shorty og Kojey Radical sjá síðan um að fönka okkur inn í helgina.
Fimm löðrandi sleip fyrir helgina
Það er boðið upp á alls konar í fimmunni að þessu sinni og byrjað á sálartónlist frá Curtis Harding, síðan er það eyðimerkurblús Mdou Moctar, kúreka- og draumapopp frá Widowspeak og að lokum er postpönkrokkið afgreitt af Fontaines D.C. og Porridge Radio.
25.02.2022 - 14:25
Fimm sólríkir smellir á föstudegi
Kurt Vile gaf út lag í vikunni sem okkur vantaði í líf okkar og er þar í góðum félagsskap Sharon Van Etten, Warpaint og jazzaranna Laurent Bardainne og Kamasi Washington í Fimmunni þennan sólríka föstudag í febrúar.
18.02.2022 - 15:20
Fimm frökk á föstudegi
Ágætis vika í útgáfunni fyrir þá sem hafa fulla trú á konseptinu plata en bæði alt-J og Big Thief gefa út nýjar plötur í dag. Önnur með nýja tónist að þessu sinni eru Disclosure og Zedd, Röyksopp ásamt Alison Goldfrapp og krúttið hún Arlo Parks.
Fimm matarmikil og seðjandi á föstudegi
Þá er loksins að detta í helgi og kominn tími til að fíra upp í heyrnartólunum með nýrri tónlist. Það er hljómsveitin Metronomy sem ríður á vaðið með unglinga nostalgíu en súpergrúbban The Smile er á listrænu nótunum. Fönkið og danstakturinn er síðan allsráðandi hjá Toro Y Moi, Franz Ferdinand og Mitski.
Skandinavísk slagsíða í fimmunni
Það er Guðbrandsostur og gönguskíði í fimmunni að þessu sinni því að norsku hetjurnar í Röyksopp og Jenny Hval eru með ný lög, það er Trentemöller sá danski, Sofia Kourtesis ásamt Manu Chao og Los Bitchos líka með og við dönsum við inn í helgina með þeim.
28.01.2022 - 15:25
Fimm í ferskara lagi á stormasömum föstudegi
Það eru alls konar gular og appelsínugular veðurviðvaranir í gangi út um allt land og þess vegna kjörið að setja eitthvað gott á fóninn. Það er FKA Twigs sem hefur verið aðal þessa vikuna í pressunni en Max Cooper, Kae Tempest ásamt Kevin Abstract, King Gizzard & The Lizard Wizard og DJ Shadow auk fönkarans Curtis Harding telja sig líka eiga erindi við tónlistarunnendur að þessu sinni.
21.01.2022 - 18:00
Fimm fantafín á föstudegi
Það er indírokkslagsíða á fimmunni að þessu sinni og boðið upp á huggulegt fínerí frá Mitski, hæga uppbyggingu hjá Black Country, New Road, hressandi rokk frá Dyflinnardrengjunum í Fontaines D.C., skrítnipopp frá Aldous Harding og Cat Power breiðir yfir sjálfa sig.
Fimm fyrir nýja árið
Það eru bara læti í fyrstu fimmu ársins þar sem boðið eru upp á; dramatískt draumapopp frá Beach House, dillandi danspopp frá Bonobo og andfætlingnum Jordan Rakei, gáfumannapopp frá vitringunum í alt-J og síðan ræflarokk frá Yard Act og súpergrúbbunni The Smile.
Fimm ójólaleg á föstudegi
Þrátt fyrir að sum jólalög séu vissulega skemmtileg á þessum tíma ársins þá verður maður að gefa sér tíma til að hlusta líka á venjuleg lög. Listafólkið sem gleður okkur með hressandi tónum að þessu sinni eru hressu stelpurnar í Wet Leg, Texas-sveitungarnir Khruangbin og Leon Bridges, hljómsveitastjórinn Shay Hazan frá Tel Aviv, andfætlingurinn hressi Tame Impala og Íslandsvinurinn Mura Masa.
Fimm af bestu plötum ársins hjá Pitchfork
Nýlega sendi Pitchfork Media frá sér lista yfir bestu plötur ársins, sem verður að segjast að er svona hápunktur árins hjá vissri týpu. Í fimmunni kíkjum við á lög af áhugaverðum plötum sem komust á topp 10 hjá bandarísku vitringunum, en eins og hjá NPR er plata Jazmine Sullivan, Heaux Tales, í efsta sæti.
Fimm af feitum plötum fyrir helgina
Nú eru ársuppgjör tónlistarmiðla farinn að flæða um alnetið og kominn tími til að skoða hverju fólk er að mæla með. Í fimmunni kíkjum við á lög af Fimm bestu plötum ársins samkvæmt amerísku Rás 2, eða NPR, sem þykir vera með þeim betri í bransanum þegar kemur að tónlistarumfjöllun. Sérstaða National Public Radio er fjölbreytnin og þaðan kemur oftar en ekki eitthvað stórskemmtilegt sem maður hefði líklega aldrei sett á fóninn.
Fimm fjörug og fönkí fyrir dansgólfið
Nú er að pússa dansskóna því það verður dansað með ryksuguna þessa helgina. Við fáum dívurnar Dames Brown frá Detroit, jazzarann Makaya McCraven, djúphúskóngana Miguel Migs og Jimpster, teknótarfinn Maceo Plex og nostalgískt jungle-teknó af sverustu sort frá Sherelle.
Fimm framsækin og fersk á föstudegi
Stærstu lögin í vikunni eru eflaust frá Adele og Taylor Swift en þið vitið það auðvitað og þess vegna spáum við í öðru í Fimmunni. Við byrjum á tónlistarkonunni Arca frá Venezuela, sem er ekki eins og flest, og rennum okkur síðan í ný lög frá Big Thief, José González ásamt DJ Koze, Beirut og FKA Twigs ásamt Central Cee.
Fimm fyrir tryllta tónlistarhelgi
Það er skemmtileg helgi framundan því í dag koma út tvær plötur sem beðið hefur verið eftir frá fönk- og pönkkóngum. Þetta eru Silk Sonic og Idles en það eru líka í boði spikfeitir smellir frá Bonobo og vini hans O’Flynn, indíprinsessunni Mitski og draumapoppdúettinum Beach House.