Færslur: Fimm á föstudegi

Fimm skítköld og slök fyrir helgina
Það er dansvæn og vinaleg stemmning í Fimmunni að þessu sinni og full ástæða fyrir þá sem hafa verið að æfa nýja dansa í kyrrþey að halda sýningu fyrir nánustu fjölskyldu. Í boðinu að þessu sinni eru Myd og freðni vinur hans Mac DeMarco, kvennakvartettinn Goat Girl í krísu, rafpoppsveitin Purity Rings sem skýtur undir belti, Bicep með dansvæna poppneglu og loks minning um mann frá Daniel Avery.
Fimm poppuð og bara þægileg fyrir helgina
Það er engin þörf á að fara úr jogginggallanum og í eitthvað meira glamúrus til að njóta fimmunnar að þessu sinni. Í boði er nýtt frá undrabarninu Billie Eilish, sækadelíu-gospelbræðingur frá Knocks ásamt Foster the People, ástfanginn Bakar, grænu augun hennar Arlo Parks auk þess sem gamall perraslagari er endurnýttur af Avalanches ásamt Leon Bridges.
Fimm ferlega fín á föstudegi
Það er langt síðan við höfum fengið gott rapp í fimmunni en risarnir Busta og Kendrick hafa gæði sem er ekki hægt að líta fram hjá. Auk þeirra er brakandi fersk hljóðblöndun á Deftones, kólumbískt stuðlag frá Ela Minus, kynngimagnaður klúbbari frá krökkunum í PVA og gallsúr sækadelía frá súrheysturnunum í King Gizzard And The Lizard Wizard í boði.
Gamlir hressir kallar og þrjár yngri konur í Fimmunni
Það er ágætisblanda af reynslu og æsku í Fimmunni að þessu sinni, í boði er nýtt frá hýru norsku poppprinsessunni Girl In Red, apakettirnir í Gorillaz eru með Beck með sér, Hot Chip reynir að trompa það með því að fá goðsögnina Jarvis Cocker á mækinn, rísandi stjarnan Julien Baker reynir að gera sig gilda og Lana Del Rey lokar þessu með fyrsta sönglinum af væntanlegri breiðskífu.
30.10.2020 - 13:35
Fimm hress en krefjandi fyrir COVID-þreytta
Fleetwood Mac goðsögnin Stevie Nicks ríður á vaðið í fimmunni þennan föstudaginn og í kjölfarið koma góðmennið Sufjan Stevens, sænska poppprinsessan Lykke Li, hávaðameistarinn Daniel Lopatin og að lokum Blake, James Blake með einn hristann en ekki hrærðan.
Fimm fönkí fyrir tæpa tónlistarunnendur
Að venju er fjölbreytnin í fyrirrúmi í fimmunni og að þessu sinni er boðið upp á rave-slagara í rólegri kantinum, dísætar apríkósur, feitar fönkslummur og endað á smá sjálfsvorkunn – það má ekki gleyma henni.
Fimm fantagóð fyrir helgina
Það er seiðandi og ískaldur kokteill í boði fyrir heimasætur í Fimmunni að þessu sinni. Byrjað er í femínisma úr Skíriskógi farið þaðan í prýðilegt indí-rokk og endað á fönkí bleiknefjaslögurum sem eru fullkomnir í bakgrunninn fyrir spæjarana sem berjast gegn glæpaöldunni á Siglufirði.
Fimm fersk og frískandi fyrir helgina
Öll froðudiskótek verða lokuð um helgina og þess vegna er um að gera að nota hana vel, til dæmis með því að liggja flöt á sófanum og láta sér leiðast óbærilega með góða tónlist frá fimm á föstudegi í eyrunum.
Fimm frekar haustleg fyrir helgina
Það er haustlegt í Fimmunni að þessu sinni og boðið upp á hlýlega heimastemningu í tilefni af því. Í boði er leyniband sem var víst að senda frá sér plötu ársins, sígilt sýruband í stemningu, kanadískur bræðingur, maður sem dansar við sjálfan sig og eðalþunglyndi frá Liverpool.
Fimman
Fimm frökk fyrir helgina
Við komum víða við í Fimmunni að þessu sinni og meðal þess sem er í boði er óléttur rappari, huggulegur bræðingur, syngjandi þýskur teknóguð, plötusnúður í loftbelg og maðurinn sem fann upp reggí.
Fimm flugbeitt og fönkí fyrir helgina
Pólítík, skilnaðartregi, tóbaksgulir fingur, uprisa holdsins og gestlistinn hans Ingó eru umfjöllunarefnin í fimmunni að þessu sinni, þar sem sumar af skærustu stjörnum popptónlistarinnar rífa okkur í gang.
Fimman
Fimm fín fyrir eftirpartýið
Það eru þessi sem sluppu frá fimmunni í ágúst sem eiga sviðið. Þetta eru lúmskar rólegheitaneglur sem vinna á með hlustun. Það er vissulega óheppilegt að lögin séu ekki alveg glæný en umsjónarmaður axlar ábyrgð á því og vonar að það komi ekki að sök.
04.09.2020 - 14:05
Fimm baneitruð á battavöllinn
Það eru alls konar poppblöðrur í boði fyrir tónlistarunnandann í fimmunni í dag. Helst ber nefna; vænan versalakepp, dansvænan jórvíkurbúðing og síðan er það smákökusenan sem er sjóðheit svo er það hamingjan í hönnunarvörum og smá þetta-verður-allt-í-lagi-skilaboð, til að keyra helgina í gang.
Fimman
Engin rassblaut skaut í Fimmunni að þessu sinni
Við höldum okkur frá hávaða og látum, glysi og gellustælum í Fimmunni í dag þó popppressan sé upptekin af því. Í staðinn rennum við okkur í glænýja folk- og sveitatónlist frá núverandi þunglyndisheimsmeistara, Bíómynda-bluegrass- drottningu, poppprinsessunni af Nashville, mikilmennskubrjálæðingi í hvítum jakkafötum og breskri folk-stjörnu.
Föstudagsfimman
Sorry, ekkert klám í fimmunni fyrir helgina
Svona er þetta bara, nú er þetta bara rokk og rómantík en engar áhyggjur, þetta verður nú samt ekkert óspennandi rusl. Dúettinn Sorry frá London ríður á vaðið og svo koma óhamingjusamar indístjörnur í langri röð með hressandi sjálfsvorkunn, aðeins of mikla sjálfsvitund og slettu af kímni.
Fimm róleg en frekar flippuð fyrir helgina
Verslunarmannahelgin fram undan er kannski með örlítið öðru sniði en við erum vön en tónlistin er klár og hún er hugguleg þrátt fyrir að það sé stutt í flippið. Á matseðlinum má finna indí-útgáfu af popp prinsessunni Taylor Swift, lágstemmt listapopp frá söngvara The National, baritón englarödd í ástarsorg, gallsúrt flipprokk og austurríska en alþjóðavædda sækadelíu.
31.07.2020 - 12:57
Fimm frísk fyrir klúbbinn
Nú verður dansað inn í helgina því fimman er sérstaklega dansvæn að þessu sinni - þrátt fyrir að flestir klúbbar séu lokaðir. Nú verður boðið upp á brjálað stuð, suðræna stemningu, sand á milli tánna, sól í sinni, aukalag og ólgandi kynorku.
Fimm firnafín á haustlegum föstudegi
Haustið kemur óvenjusnemma í ár en við höfum þó alltaf tónlistina til að hugga okkur við á landinu kalda. Það er komið víða við í Fimmunni þennan föstudaginn eftir smá frí og boðið upp á heldur betur hressilega uppfærslu á lagalistanum sem var farinn að reskjast.
Fimm fyrir indírokkþyrstan almúgann
Það er índírokkið sem á sviðið í fimmunni að þessu sinni, verðskuldað því að senan virðist vera ranka við sér miðað við útgáfu ársins í ár og í fyrra. Við erum svo sem ekki enn komin upp í neitt sem heitir almennar vinsældir enn þá, en kannski átti það aldrei að vera þannig.
Fimm frekar fersk fyrir helgina
Þá er loksins komin helgi aftur og kominn tími að syngja og tralla sig í gang. Að þessu sinni er boðið upp á einhverja vinsælustu plötusnúða heims, lag með langa sögu, síðasta samstarf trommarans Tony's, martröð tónlistargagnrýnandans og að lokum smá þunglyndisvísu.
Fimm rokkuð og rómantísk á föstudegi
Nú er það rokkið og samkvæmt síðustu athugun er það með mjög góðu lífsmarki og sumir myndu segja í hressara lagi þó það sé auðvitað skammt í blúsinn. Í boðið mæta dáðadrengir frá Dublin, plata ársins hingað til, höfuðpúðar á bílsæti, uppáhaldshljómsveit Iggy Pop og þunglyndur Ástrali.
08.05.2020 - 10:25
Fimm sjóðandi heit og sumarleg á föstudegi
Nú er vissara að bera á sig góða sólarvörn, að minnsta kosti 50, því Fimman er sjóðandi heit og sumarleg að þessu sinni. Það er boðið upp á tryllt taí-fönk, eitraða endurhljóðblöndun, vel tennta teknó-tæfu og -tarf og endað á sérbökuðum súkkulaðieftirrétti.
Fimm hressandi stuðlög fyrir helgina
Nýr Elvis sendir frá sér TikTok-snilld, fólk svarar ekki símanum til að vera merkilegt og þriðji þáttur í nýju sápuóperunni frá Gorillaz, poppsnilld með óvæntum endalokum og gaur sem reynir að fokka þessu öllu upp.
Fimm fyrir geggjaða geðheilsu og galna tíma
Þótt það sé nú kannski ekki mikil tilbreyting fyrir sumt fólk að detta í helgarfrí þessa dagana, þá reynum við nú samt. Í helgarfixinu að þessu sinni er boðið upp á hressa krakka, hómóerótík fyrir áhugafólk um álfelgur, nærandi meðferð, norðurírskan tvíhöfða og léttlynda landkrabba.
Fimm fyrir heimavinnandi huggustund á helgarvakt
Tónlistarunnendur sem eru búnir að ákveða að vera bara heima um helgina eiga heldur betur von á góðu í Fimmunni að þessu sinni. Nú er bara að passa sig að stýra ryksugunni og græjunum á ábyrgan hátt svo fúlu nágrannarnir fari nú ekki að dæma.