Færslur: Fimm á föstudegi

Fimm frískandi og fjörug á föstudegi
Þrátt fyrir að veðrið sé með tóm leiðindi þá er augljóslega sumar í siðuðum löndum eins og tónar Fimmunnar endurspegla. Tónlistarfólkið sem kemur með sumarið til okkar eru ljóðskáldið Mustafa, rappararnir Pa Salieu og Slowthai, dansdívan Peggy Gou, ólíku dúettarnir Sofi Tucker og Amadou og Mariam auk tónlistarkonunnar H.E.R.
Fimm frelsandi á föstudegi
Það er jákvæðni og hellings sumar í Fimmunni að þessu sinni þó að Robert Smith komi við sögu í samstarfi sínu við Chvrches. Önnur með spriklandi ferskt eru hjólaskautaáhugamaðurinn Chet Faker og hressu stelpurnar í Girl Ray ásamt endurgerð Önnu Prior á Metronomy og smellur frá partýdýrunum í Jungle.
Fimm djammvænar diskókúlur á föstudegi
Þórólfur verður væntanlega ekki ánægður með fimmuna að þessu sinni því hún bókstaflega hvetur fólk til að fara óvarlega um helgina og sleppa fram af sér djammbeislinu. Við byrjum í dansvænu póstpönki Bristol-sveitarinnar Idles og förum síðan í fjögur lög sem smellpassa á klúbbinn frá A Certain Ratio ásamt Emperor Machine, Cola Boyy ásamt The Avalanches, Róisín Murphy og samstarfi Duke Dumont og Channel Tres.
Fimm silkimjúk og seiðandi fyrir helgina
Það er silkimjúk og seiðandi tónlist í fimmunni fyrir helgina en við sleppum þó allri væmni og það er stutt í stuðið. Jorja Smith ríður á vaðið með karabískum takti og trega, PawPaw Rod er á svipuðum en aðeins súrari slóðum og svo er það dreymandi raftónlist frá Daniel Avery, Paraleven ásamt Nathan Ball og Burial sem startar helginni.
Fimm fersk í hvítasunnustuðið
Þetta er ekki flókið í Fimmunni að þessu sinni og í boði frekar poppþéttar melódíur í rokkréttu samhengi eins og synir skiptistöðvarinnar í Kópavogi, Fræbbblarnir, sögðu eitt sinn þegar enn mátti reykja í strætó. Í boði að þessu sinni er spriklandi ferskt samstarf síldanna Sharon Van Etten og Angel Olsen; Glass Animals og Bree Runway sem syngja um drauga; St Vincent sem gerir upp æskuna; Biig Piig sem bætir á sig enn einum stimplinum og Easy Life eru bara í frekar góðum gír.
Fimm leikandi létt á föstudegi
Að venju er komið víða við í fimmunni þar sem við byrjum með syndinni og Django Django í kaffi; þaðan förum við í lausreimuðum strigaskóm á klúbbinn með UNKLE; Flying Lotus og Thundercat fara með okkur í ævintýraheim japanskra bardagamanna; Natalie Bergman biður Jesú um að láta ásjónu sína lýsa yfir sig og að lokum endum við þetta með sænskri sveitatónlist Önnu Leone.
Fimm dísæt og dásamleg á föstudegi
Það eru heimsmeistararnir í huggulegheitum Kings of Convenience sem ríða á vaðið í Fimmunni þennan föstudag; síðan er það bræðingur frá Cola Boyy ásamt MGMT; dansvænn djass frá Emmu-Jean Thackray; og svo djammvænir diskóslagarar frá tónlistarkonunum Jaydu G og Remi Wolf.
Fimm sólrík og seiðandi
Hún er sólrík fimman að þessu sinni og við fáum huggulegheit frá; syni Bobs Marley ,reggítónlistarmanninum Damian Marley, dystópískan hipsterasmell frá Sad Night Dynamite, epíska rappsnilld frá Little Simz og dansvæna diskósmelli frá stuðboltunum Jazmine Sullivan ásamt Anderson .Paak og Keinemusic ásamt Sofie.
Fimm súr, sólrík og sumarleg fyrir helgina
Við fögnum sumri með feitum pakka í fimmunni þar sem; Chemical Brothers leysa vandann, jazz-brjálæðingarnir Sons of Kemet fá Kojey Radical til að höstla með sér, Sir Paul McCartney endurskapar lag með Khruangbin, St. Vincent hellir upp á súra sækadelíu og rapparinn Polo G rappar um gellur og gullkeðjur.
Fimm frekar nördaleg fyrir helgina
Það er ekkert partístand á Fimmunni þessa helgina, nú er það alvara lífsins, þykk súld, brúnt flauel, fölt tunglskin, hávaði og almennt vesen. Borin er á borð ljúfsár sálartónlist frá Joy Oladkun, rigningarlegt triphop Morcheeba, sækadelíu-nýbylga frá Crumb, göngutúr um æskuslóðir Johns Grant og súrkálssmessa frá Squid.
Fimm frískandi og fjörug fyrir helgina
Það er boðið upp á sumarlegan tónlistarkokteil í Fimmunni að þessu sinni þar sem vorið er á næsta leyti hjá þeim allra bjartsýnustu. Við fáum hitabylgju frá Julien Baker, aparassgatið Ian Brown með derring, nýja sálartónlist frá VC Pines og The Jungle, síðan endum við þetta með að senda kovid-kaldar kveðjur frá Fred again... ásamt The Blessed Madonna sem vilja komast á dansgólfið.
Fimm hressandi frá ungum konum og gömlum köllum
Það er bráðnauðsynlegt að hafa góða tónlist í stofufangelsinu og skammtur vikunnar ætti að geta hjálpað heimavinnandi fólki í neyð. Djasstrommarinn og teknótæfan Ela Minus ríður á vaðið og í kjölfarið koma Kali Uchis og Enny með takt og trega, svölu krakkarnir í Crumb og svo slá eldri borgararnir Sir Paul McCartney og Beck David Hansen botninn í þetta.
Fimm fyrir dansljón á leið í land
Hún er hressandi helgarfimman og boðið upp á frískandi sækadelíu frá sýrusveitinni King Gizzard and the Lizard Whizard; frumlegt popp frá dansboltanum San Holo; húsmæðrahús frá listamanninum Dave Lee sem kallaði sig einu sinni Joe Negro; endurhljóðblöndun á Perfume Genius og unglingaherbergis-LoFi frá Leat'eq.
Fimm frekar framandi fyrir helgina
Ferskleikinn er í fyrirrúmi í Fimmunni að þessu sinni og boðið upp á nýtt frá besta bandi Bretlands um þessar mundir, að sögn NME, Wolf Alice; Prince-legan slagara frá St. Vincent; hressandi hjónabandsrifrildi frá rugludöllunum í Ohtis; raftónlistarbræðing frá For those I Love; og heimspekilega spurningu úr Future Utopia-verkefninu.
Fimm fjölbreytt og frískandi fyrir helgina
Það er komið víða við í Fimmunni að þessu sinni og í boði er djassað rapp frá hinni efnilegu LENNY, klúbbaslagari frá UNKLE, norkst hljóðgervlapopp frá DATAROCK, indífolk frá Lord Huron og nýjasta Tik Tok megastjarna heimsins, carolesdaughter, með draugalegan smell.
Fimm til að bregðast við eldi og jarðskjálftum
Það er ekki beinlínis sungið um jarðhræringar í Fimmunni að þessu sinni enda voru Carol King og James Taylor langt komin með að afgreiða það strax árið 1971. Það sem er aftur á móti í boði er huggulegheit frá sænsk-argentínska söngvaskáldinu José Gabriel González og kanadísku Weather Station, hressandi hómóerótík frá Man On Man, þungarokksrappbræðing frá Paris Texas og töffarastæla frá Night Beats.
Fimm gamaldags en glæný fyrir helgina
Það er fortíðarbragur á flestum lögum Fimmunnar að þessu sinni þar sem tónlistarfólkið grefur niður í fortíðina í leit að nýjum hljóm. Við fáum franskt töffararokk frá Juniore; Tokyo táningurinn Nana Yamato er með hressandi popp; Caamp leita í smiðju Lou Reed, Black Country, New Road bjóða upp á skrítnipopp og að lokum er það löðrandi súkkulaði-sjöu-fönk frá henni H.E.R.
Fimm ferlega næs á föstudegi
Hún er á hlýlegum suðrænum nótum Fimman að þessu sinni og boðið upp á huggulegan takt og trega frá Greentea Peng, trópíska tóna Bógótasveitarinnar Bomba Estéreo, brasílískan sambatakt Caixa Cubo, huggulegt sófarafpopp Rhye og að lokum sykursætt sálarpopp frá Serpentwithfeet.
Fimm frekar furðuleg fyrir helgina
Fimman er frekar furðuleg í enda janúar þegar flest gleðjast yfir því að vera búin með 2021-átakið. Það er boðið upp á alls konar franskt þar, Wax Tailor vinnur með Mark Lanegan og SebastiAn endurhljóðblandar Y.O.G.A. Einnig kemur Darkside-dúettinn við sögu og auk þess Steven Wilson og Tom Jones... já, ég sagði Tom Jones.
Fimm fyrir bændur og búalið
Hún er ekkert sérstaklega sveitó, fimman, að þessu sinni þó sumt gæti bent til þess. Sei, sei, nei, það er sko boðið upp á risa næntís smell sem allir kunna dansinn við í frábærri útgáfu Death Cab For Cutie, eineltisslagara skosku skóglápsglópana í Mogwai, Bicep virðast vera með hugann í Austurlöndum fjær, meðan Altın Gün er með hann í Austurlöndum nær og að lokum bjóða BadBadNotGood & Mf Doom upp á hlýlegan súkkulaði-jazz.
Fimm alls konar lög fyrir helgina
Blandan er að þessu sinni í fjölbreyttari kantinum. Fyrst til leiks er Celeste sem vann besta nýliðann á Brit-verðlaununum og BBC á síðasta ári. Þaðan förum við í samstarf Slowthai við kærastann hennar Rihönnu. Næstir eru takta- og teknókóngarnir Madlib og Four Tet með huggulega sálarneglu. Og síðastar en ekki sístar eru síðan indie-folk-prinsessurnar Phoebe Bridgers og Taylor Swift sem er með Haim-systur með sér.
Fimm fyrir gleðilegt nýtt ár
Það er kominn tími til að keyra þetta 2021 ár í gang og fyrsta fimma ársins heilsar nýju ári með stælgæjaköntrí frá graðfolunum í Viagra Boys, smá smjörsýru frá Dry Cleaning, rafrænni ábreiðu af írsku Corrs-fjölskyldunni frá Caroline Polachek, áhyggjum Avalon Emerson af umhverfismálum og vinnusama teknófolanum Four Tet.
Fimm falleg ójólalög fyrir helgina
Það eru engir litlir trommuleikarar að spila á jólabjöllur í fimmunni frekar en venjulega enda eru jólin ekki alls staðar. Það sem er í boði eru neglur frá; írsku tónlistarkonunni Biig Piig, nýju skerfurunum af Nottingham, Sleaford Mods, kólumbísku skvísunni Ela Minus, skosku þunglyndispésunum í Arab Strap og síðasta orðið á enska tónlistarkonan Anaïs Oluwatoyin Estelle Marinho eða bara Arlo Parks.
Fimm fersk fyrir jólafýlupúka
Það er ýmislegt annað í boði en jólalög þessa dagana ef fólk hefur smekk fyrir þeim. Það má nefna nýtt lag með Taylor Swift sem kom út í gær, nýlega ábreiðu Bonny Light Horseman af Elliot Smith, flug Avalanches ásamt Johnny Marr og MGMT um himingeiminn, lag frá Park Hye Jin sem er líka í skýjunum og að lokum innlegg frá jözzuðum Channel Tres.
Fimm funheit og firnasterk á föstudegi
Sumir halda að það sé ekki of snemmt fyrir jólalög en það er náttúrlega bara leiðindamisskilningur skapaður af ósvífnum kapítalistum og örvæntingarfullu stemmningsfólki. Fimman heldur sínu striki þrátt fyrir jólalagapressuna og býður upp á nýja tónlist frá stuðpésunum í Django Django, vinnualkanum BC Camplight, hressu krökkunum í Mogwai, súrkálsþjóðlagakrökkunum í Altın Gün og sólarslagara frá því í sumar frá Sault.