Færslur: Fimm á föstudegi

Fimm fjölbreytt og frískandi fyrir helgina
Það er komið víða við í Fimmunni að þessu sinni og í boði er djassað rapp frá hinni efnilegu LENNY, klúbbaslagari frá UNKLE, norkst hljóðgervlapopp frá DATAROCK, indífolk frá Lord Huron og nýjasta Tik Tok megastjarna heimsins, carolesdaughter, með draugalegan smell.
Fimm til að bregðast við eldi og jarðskjálftum
Það er ekki beinlínis sungið um jarðhræringar í Fimmunni að þessu sinni enda voru Carol King og James Taylor langt komin með að afgreiða það strax árið 1971. Það sem er aftur á móti í boði er huggulegheit frá sænsk-argentínska söngvaskáldinu José Gabriel González og kanadísku Weather Station, hressandi hómóerótík frá Man On Man, þungarokksrappbræðing frá Paris Texas og töffarastæla frá Night Beats.
Fimm gamaldags en glæný fyrir helgina
Það er fortíðarbragur á flestum lögum Fimmunnar að þessu sinni þar sem tónlistarfólkið grefur niður í fortíðina í leit að nýjum hljóm. Við fáum franskt töffararokk frá Juniore; Tokyo táningurinn Nana Yamato er með hressandi popp; Caamp leita í smiðju Lou Reed, Black Country, New Road bjóða upp á skrítnipopp og að lokum er það löðrandi súkkulaði-sjöu-fönk frá henni H.E.R.
Fimm ferlega næs á föstudegi
Hún er á hlýlegum suðrænum nótum Fimman að þessu sinni og boðið upp á huggulegan takt og trega frá Greentea Peng, trópíska tóna Bógótasveitarinnar Bomba Estéreo, brasílískan sambatakt Caixa Cubo, huggulegt sófarafpopp Rhye og að lokum sykursætt sálarpopp frá Serpentwithfeet.
Fimm frekar furðuleg fyrir helgina
Fimman er frekar furðuleg í enda janúar þegar flest gleðjast yfir því að vera búin með 2021-átakið. Það er boðið upp á alls konar franskt þar, Wax Tailor vinnur með Mark Lanegan og SebastiAn endurhljóðblandar Y.O.G.A. Einnig kemur Darkside-dúettinn við sögu og auk þess Steven Wilson og Tom Jones... já, ég sagði Tom Jones.
Fimm fyrir bændur og búalið
Hún er ekkert sérstaklega sveitó, fimman, að þessu sinni þó sumt gæti bent til þess. Sei, sei, nei, það er sko boðið upp á risa næntís smell sem allir kunna dansinn við í frábærri útgáfu Death Cab For Cutie, eineltisslagara skosku skóglápsglópana í Mogwai, Bicep virðast vera með hugann í Austurlöndum fjær, meðan Altın Gün er með hann í Austurlöndum nær og að lokum bjóða BadBadNotGood & Mf Doom upp á hlýlegan súkkulaði-jazz.
Fimm alls konar lög fyrir helgina
Blandan er að þessu sinni í fjölbreyttari kantinum. Fyrst til leiks er Celeste sem vann besta nýliðann á Brit-verðlaununum og BBC á síðasta ári. Þaðan förum við í samstarf Slowthai við kærastann hennar Rihönnu. Næstir eru takta- og teknókóngarnir Madlib og Four Tet með huggulega sálarneglu. Og síðastar en ekki sístar eru síðan indie-folk-prinsessurnar Phoebe Bridgers og Taylor Swift sem er með Haim-systur með sér.
Fimm fyrir gleðilegt nýtt ár
Það er kominn tími til að keyra þetta 2021 ár í gang og fyrsta fimma ársins heilsar nýju ári með stælgæjaköntrí frá graðfolunum í Viagra Boys, smá smjörsýru frá Dry Cleaning, rafrænni ábreiðu af írsku Corrs-fjölskyldunni frá Caroline Polachek, áhyggjum Avalon Emerson af umhverfismálum og vinnusama teknófolanum Four Tet.
Fimm falleg ójólalög fyrir helgina
Það eru engir litlir trommuleikarar að spila á jólabjöllur í fimmunni frekar en venjulega enda eru jólin ekki alls staðar. Það sem er í boði eru neglur frá; írsku tónlistarkonunni Biig Piig, nýju skerfurunum af Nottingham, Sleaford Mods, kólumbísku skvísunni Ela Minus, skosku þunglyndispésunum í Arab Strap og síðasta orðið á enska tónlistarkonan Anaïs Oluwatoyin Estelle Marinho eða bara Arlo Parks.
Fimm fersk fyrir jólafýlupúka
Það er ýmislegt annað í boði en jólalög þessa dagana ef fólk hefur smekk fyrir þeim. Það má nefna nýtt lag með Taylor Swift sem kom út í gær, nýlega ábreiðu Bonny Light Horseman af Elliot Smith, flug Avalanches ásamt Johnny Marr og MGMT um himingeiminn, lag frá Park Hye Jin sem er líka í skýjunum og að lokum innlegg frá jözzuðum Channel Tres.
Fimm funheit og firnasterk á föstudegi
Sumir halda að það sé ekki of snemmt fyrir jólalög en það er náttúrlega bara leiðindamisskilningur skapaður af ósvífnum kapítalistum og örvæntingarfullu stemmningsfólki. Fimman heldur sínu striki þrátt fyrir jólalagapressuna og býður upp á nýja tónlist frá stuðpésunum í Django Django, vinnualkanum BC Camplight, hressu krökkunum í Mogwai, súrkálsþjóðlagakrökkunum í Altın Gün og sólarslagara frá því í sumar frá Sault.
Fimm skítköld og slök fyrir helgina
Það er dansvæn og vinaleg stemmning í Fimmunni að þessu sinni og full ástæða fyrir þá sem hafa verið að æfa nýja dansa í kyrrþey að halda sýningu fyrir nánustu fjölskyldu. Í boðinu að þessu sinni eru Myd og freðni vinur hans Mac DeMarco, kvennakvartettinn Goat Girl í krísu, rafpoppsveitin Purity Rings sem skýtur undir belti, Bicep með dansvæna poppneglu og loks minning um mann frá Daniel Avery.
Fimm poppuð og bara þægileg fyrir helgina
Það er engin þörf á að fara úr jogginggallanum og í eitthvað meira glamúrus til að njóta fimmunnar að þessu sinni. Í boði er nýtt frá undrabarninu Billie Eilish, sækadelíu-gospelbræðingur frá Knocks ásamt Foster the People, ástfanginn Bakar, grænu augun hennar Arlo Parks auk þess sem gamall perraslagari er endurnýttur af Avalanches ásamt Leon Bridges.
Fimm ferlega fín á föstudegi
Það er langt síðan við höfum fengið gott rapp í fimmunni en risarnir Busta og Kendrick hafa gæði sem er ekki hægt að líta fram hjá. Auk þeirra er brakandi fersk hljóðblöndun á Deftones, kólumbískt stuðlag frá Ela Minus, kynngimagnaður klúbbari frá krökkunum í PVA og gallsúr sækadelía frá súrheysturnunum í King Gizzard And The Lizard Wizard í boði.
Gamlir hressir kallar og þrjár yngri konur í Fimmunni
Það er ágætisblanda af reynslu og æsku í Fimmunni að þessu sinni, í boði er nýtt frá hýru norsku poppprinsessunni Girl In Red, apakettirnir í Gorillaz eru með Beck með sér, Hot Chip reynir að trompa það með því að fá goðsögnina Jarvis Cocker á mækinn, rísandi stjarnan Julien Baker reynir að gera sig gilda og Lana Del Rey lokar þessu með fyrsta sönglinum af væntanlegri breiðskífu.
30.10.2020 - 13:35
Fimm hress en krefjandi fyrir COVID-þreytta
Fleetwood Mac goðsögnin Stevie Nicks ríður á vaðið í fimmunni þennan föstudaginn og í kjölfarið koma góðmennið Sufjan Stevens, sænska poppprinsessan Lykke Li, hávaðameistarinn Daniel Lopatin og að lokum Blake, James Blake með einn hristann en ekki hrærðan.
Fimm fönkí fyrir tæpa tónlistarunnendur
Að venju er fjölbreytnin í fyrirrúmi í fimmunni og að þessu sinni er boðið upp á rave-slagara í rólegri kantinum, dísætar apríkósur, feitar fönkslummur og endað á smá sjálfsvorkunn – það má ekki gleyma henni.
Fimm fantagóð fyrir helgina
Það er seiðandi og ískaldur kokteill í boði fyrir heimasætur í Fimmunni að þessu sinni. Byrjað er í femínisma úr Skíriskógi farið þaðan í prýðilegt indí-rokk og endað á fönkí bleiknefjaslögurum sem eru fullkomnir í bakgrunninn fyrir spæjarana sem berjast gegn glæpaöldunni á Siglufirði.
Fimm fersk og frískandi fyrir helgina
Öll froðudiskótek verða lokuð um helgina og þess vegna er um að gera að nota hana vel, til dæmis með því að liggja flöt á sófanum og láta sér leiðast óbærilega með góða tónlist frá fimm á föstudegi í eyrunum.
Fimm frekar haustleg fyrir helgina
Það er haustlegt í Fimmunni að þessu sinni og boðið upp á hlýlega heimastemningu í tilefni af því. Í boði er leyniband sem var víst að senda frá sér plötu ársins, sígilt sýruband í stemningu, kanadískur bræðingur, maður sem dansar við sjálfan sig og eðalþunglyndi frá Liverpool.
Fimman
Fimm frökk fyrir helgina
Við komum víða við í Fimmunni að þessu sinni og meðal þess sem er í boði er óléttur rappari, huggulegur bræðingur, syngjandi þýskur teknóguð, plötusnúður í loftbelg og maðurinn sem fann upp reggí.
Fimm flugbeitt og fönkí fyrir helgina
Pólítík, skilnaðartregi, tóbaksgulir fingur, uprisa holdsins og gestlistinn hans Ingó eru umfjöllunarefnin í fimmunni að þessu sinni, þar sem sumar af skærustu stjörnum popptónlistarinnar rífa okkur í gang.
Fimman
Fimm fín fyrir eftirpartýið
Það eru þessi sem sluppu frá fimmunni í ágúst sem eiga sviðið. Þetta eru lúmskar rólegheitaneglur sem vinna á með hlustun. Það er vissulega óheppilegt að lögin séu ekki alveg glæný en umsjónarmaður axlar ábyrgð á því og vonar að það komi ekki að sök.
04.09.2020 - 14:05
Fimm baneitruð á battavöllinn
Það eru alls konar poppblöðrur í boði fyrir tónlistarunnandann í fimmunni í dag. Helst ber nefna; vænan versalakepp, dansvænan jórvíkurbúðing og síðan er það smákökusenan sem er sjóðheit svo er það hamingjan í hönnunarvörum og smá þetta-verður-allt-í-lagi-skilaboð, til að keyra helgina í gang.
Fimman
Engin rassblaut skaut í Fimmunni að þessu sinni
Við höldum okkur frá hávaða og látum, glysi og gellustælum í Fimmunni í dag þó popppressan sé upptekin af því. Í staðinn rennum við okkur í glænýja folk- og sveitatónlist frá núverandi þunglyndisheimsmeistara, Bíómynda-bluegrass- drottningu, poppprinsessunni af Nashville, mikilmennskubrjálæðingi í hvítum jakkafötum og breskri folk-stjörnu.