Færslur: Fílar

Sjónvarpsfrétt
Fimmtán fílar lögðu af stað í leiðangur
Ferðalag fimmtán fíla um Kína hefur vakið talsverða athygli, en þeir hafa nú farið meira en fimm hundruð kílómetra. Fílarnir eru friðaðir, og því lítið hægt að gera til að hefta för þeirra. Milljónir Kínverja fylgjast með ferðum þeirra á netinu.
09.06.2021 - 19:28
Erlent · Kína · Fílar
Gengu fram á átján dauða asíufíla
Átján fílar fundust dauðir á náttúruverndarsvæði í Assam-héraði í Norðaustur-Indlandi í vikunni. Fílarnir, sem allir tilheyrðu sömu hjörðinni, eru taldir hafa drepist þegar eldingu sló niður í Kandoli-friðlandinu í Assam. Svo margir fílar hafa ekki fundist dauðir á einu bretti í héraðinu í 20 ár, samkvæmt frétt BBC. Það var heimafólk í nálægu þorpi sem lét yfirvöld vita af fíladauðanum, eftir að það gekk fram á hræin í skógi vöxnu friðlandinu.
14.05.2021 - 04:32
Ólöglegar fílaveiðar minnka mikið
Ólöglegar veiðar á fílum í Afríku hafa dregist mikið saman frá því sem mest var árið 2011. Helsta ástæðan er talin vera minni eftirspurn eftir fílabeini í Kína og aðgerðum stjórnvalda í Afríkuríkjum gegn veiðunum samkvæmt nýrri rannsókn.
28.05.2019 - 16:37
Myndskeið
Fílsungi fær fyrsta sopann
Ævintýralegir fyrstu mánuðirnir í lífi spendýranna eru til umfjöllunar í stuttu þáttaröðinni Animal Babies frá BBC sem sýnd er á RÚV á þriðjudagskvöldum klukkan 18:01. Ungviði dýranna þarf að standast gríðarlegar áskoranir til þess að lifa af þar sem náttúran er grimm og samkeppnin um fæðu er hörð.
24.04.2018 - 17:51
 · BBC · Fílar · Dýr