Færslur: Fíknisjúkdómar

Mörg hundruð á biðlista á Vogi ― 12 hafa látist í ár
Tæplega 700 bíða eftir að komast í áfengis- og fíknimeðferð á Vogi sem er mesti fjöldi í um þrjú ár og hlutfall þeirra sem eru með ópíóíðafíkn hefur hækkað. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir til mikils að vinna að stytta biðlista, fíkn sé lífshættulegur sjúkdómur og það sem af er þessu ári hafi 12 sjúklingar af Vogi látist.
Spegillinn
Meirihluti vill ekki refsa fyrir neysluskammta
Afstaða fólks til þess hvort varsla á neysluskömmtum fíkniefna skuli gerð refsilaus hefur breyst. Meirihluti aðspurðra var því fylgjandi í könnun sem gerð var í ár og var það í fyrsta sinn. Landsmenn hafa mestar áhyggjur af kynferðisbrotum. Þau telja tæp 30% alvarlegustu brotin, um 26% nefna efnahagsbrot og 23 prósent fíkniefnabrot.
Fjórðungur sjúklinga á Vogi og Vík ekki fullbólusettur
SÁÁ hóf á dögunum samstarf við Heilsugæsluna um bólusetningar skjólstæðinga sinna. Þetta var ákveðið þegar í ljós kom að aðeins fjórðungur þeirra sem lágu inni á Vogi og Vík var ekki bólusettur, eða aðeins hálfbólusettur. Þóra Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Vogi, segir að margir þeirra séu í áhættuhópum og því hafi verð byrjað að keyra þá í bólusetningu.
Lovato dansar við djöfulinn og opnar sig um ofskammtinn
Bandaríska söngkonan Demi Lovato er ófeimin við að leyfa aðdáendum sínum að skyggnast inn í líf sitt. Heimildarmyndirnar Stay Strong og Simply Complicated voru frumsýndar 2012 og 2017 og nú hefur Lovato enn einu sinni tekið til við að opna sig. Í heimildarþáttunum Dancing with the Devil segir hún frá kvöldinu sem hún dó næstum úr of stórum skammti af fíkniefnum.
12.04.2021 - 13:18
Heimilt að nota bíl Frú Ragnheiðar sem neyslurými
Með bráðabirgðaákvæði í nýstaðfestri reglugerð heilbrigðisráðherra verður heimilt að nota annan bíla Frúar Ragnheiðar tímabundið sem neyslurými. Á síðasta ári var lögum breytt þannig að sveitarfélögum er heimilt að reka neyslurými með skaðaminnkun að leiðarljósi.
Landlæknir styður afglæpavæðingu neysluskammta
Embætti landlæknis tekur undir áherslur í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, en verði það að lögum mun varsla ávana- og fíkniefna í takmörkuðu magni sem telst til eigin nota ekki varða við lög.
Stjórn SÁÁ ákveður að slíta samstarfi um Íslandsspil
Stjórn SÁÁ hefur ákveðið að hætta þátttöku í rekstri spilakassa. Þannig verða tengsl rofin við Íslandsspil, sameignarfélagi SÁÁ ,Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um rekstur kassanna.
01.11.2020 - 19:48
Myndskeið
Þeir sem misstu tökin í faraldrinum leita aðstoðar núna
Tvöfalt fleiri hafa leitað til Geðhjálpar í ár en á sama tíma í fyrra. Samtökin vilja að geðheilbrigðiskerfið verði tilbúið að takast á við mikinn skell í haust.  Á Vog leitar nú fólk sem missti tökin á neyslunni í faraldrinum.
19.07.2020 - 19:25