Færslur: Fíkn

Lestin
Föst með strákum því það mátti ekki sveigja reglurnar
„Þetta mjög erfiður tími sem setti mig svolítið aftur á bak í mínu ferli,“ segir Ísabella, trans kona sem var skikkuð til að vera með körlum á gangi í meðferð á Vogi því hún var komin svo skammt á veg í greiningarferli sínu. Reglunum hefur verið breytt en hún og Alexander Laufdal vilja ganga lengra og sjá sérúrræði fyrir hinsegin fólk með fíknivanda.
01.12.2021 - 10:07
Innlent · Mannlíf · Trans · Hinsegin · Fíkn · Vogur
Mörg hundruð á biðlista á Vogi ― 12 hafa látist í ár
Tæplega 700 bíða eftir að komast í áfengis- og fíknimeðferð á Vogi sem er mesti fjöldi í um þrjú ár og hlutfall þeirra sem eru með ópíóíðafíkn hefur hækkað. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir til mikils að vinna að stytta biðlista, fíkn sé lífshættulegur sjúkdómur og það sem af er þessu ári hafi 12 sjúklingar af Vogi látist.
Skoða allar hugmyndir sem beina spilun í ábyrgan farveg
Bryndís Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir unnið að lausn sem veiti þátttakendum tækifæri til að stýra sinni spilun með því setja sér eigin takmörk og/eða útiloka sig frá spilun. Metið sé að það verði best gert með því að auðkenna sig með rafrænum hætti.
17.02.2021 - 16:32
Landlæknir styður afglæpavæðingu neysluskammta
Embætti landlæknis tekur undir áherslur í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, en verði það að lögum mun varsla ávana- og fíkniefna í takmörkuðu magni sem telst til eigin nota ekki varða við lög.
Byrjaði 5 ára að spila í spilakössum
„Þetta er hryllilegur staður að vera á, þetta er hörmung,” segir Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi um spilafíkn. 
16.07.2020 - 10:13
Mamma eyddi fermingarpeningunum mínum í spilakassa
Mamma tók alla fermingarpeningana mína, eyddi þeim í spilakassa og skammaðist sín síðan svo mikið að hún lét sig hverfa í fjóra daga. Þetta segir tvítug kona, sem segir að hún hafi litla sem enga aðstoð fengið sem barn spilafíkils þegar móðir hennar eyddi öllu fé fjölskyldunnar í spilakassa. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir hjá SÁÁ, segir að þar sé verið að vinna að auknum úrræðum fyrir þennan hóp. Hún vonast til að hægt verði að bjóða upp á þau innan tíðar.
Frú Ragnheiður komin til Suðurnesja
Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar hófu í síðustu viku að veita þjónustu á Suðurnesjum. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og felur í sér að sjálfboðaliðar keyra um á sjúkrabíl og starfa eftir hugmyndafræði um skaðaminnkun og bjóða skjólstæðingum upp á margvíslega heilbrigðisþjónustu, svo sem nálaskiptiþjónustu og ráðgjöf.
01.06.2020 - 20:42
Hörmulegt að þurfa að segja góðu fólki upp
Efnahagslægðin vegna kórónuveirunnar hefur komið höggi á rekstur SÁÁ, líkt og nær allra fyrirtækja og stofnana í landinu. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir að staðan sé ekki góð og að bregðast hafi þurft hratt við. Allar leiðir hafi verið skoðaðar, þar á meðal að selja eignir, en að niðurstaðan hafi verið sú að segja átta starfsmönnum upp og lækka starfshlutfall allra annarra um 20 prósent.
27.03.2020 - 15:20
Innlent · SÁÁ · Vogur · heilbrigðismál · COVID-19 · Fíkn
Myndskeið
Ráðherra segir glapræði að loka Krýsuvík
Gera þarf úrbætur á meðferðarheimilinu í Krýsuvík svo hægt sé að skrifa undir nýjan samning um rekstur þess. Krafa er gerð um fasta viðverðu starfsmanns - en vistmaður svipti sig lífi þegar enginn var á vakt. Félagsmálaráðherra segir að það væri glapræði að loka heimilinu og vill tryggja rekstur þess til framtíðar.
Myndskeið
Sér sjálf um afeitrun sonar síns
Inga Lóa Birgisdóttir segir það ótækt fyrir foreldra að þurfa að sjá um afeitrun barna sinna. Sonur hennar er langt leiddur fíkill sem bíður eftir því að komast í meðferð. Sú bið sé óbærileg fyrir hann og alla fjölskylduna. Hún óttast um líf sonar síns. Hún og frænka hennar standa sólarhringsvaktir um soninn þar til að hann kemst í meðferð á Vogi.
17.09.2019 - 19:17
Viðtal
Kókaín í mörgum kimum samfélagsins
Þriðjungi fleiri komu á bráðamóttöku Landspítalans vegna fíkniefnaneyslu síðsumars en gera í venjulegum mánuði. Yfirlæknir bráðalækninga segir aukna kókaínneyslu áberandi og hún sé ekki bundin við neinn einn þjóðfélagshóp. Afleiðingarnar geti verið hjartaáfall. Ráðgjafi á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti segir það algera undantekningu að fólk komi í meðferð vegna áfengisneyslu.
10.09.2019 - 12:19
Ópíóíðar eitt hættulegasta vímuefnið
Ópíóíðar eru eitt hættulegasta vímuefnið, að sögn Andrésar Magnússonar, yfirlækni hjá Embætti landlæknis á sviði eftirlits og gæða. RÚV greindi frá því fyrr í vikunni að ópíóðafíkn væri vaxandi vandi. Innritunum á Vog fjölgaði um 200 frá 2015-2018.
14.06.2019 - 17:37
Fíknimeðferð ungmenna á LSH eftir um hálft ár
Stefnt er að því að Landspítalinn geti tekið við börnum og ungmennum til meðferðar vegna fíknivanda eftir um sex mánuði. Gera þarf breytingar á húsnæði og ráða fólk í stöður. Næsta hálfa ár verður nýtt til að stilla saman strengi, bæði við SÁÁ, sem sinnt hefur þessari þjónustu, sem og við aðra. Þetta kemur fram í grein Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í Morgunblaðinu í morgun.
20.02.2019 - 15:27
Aldrei fleiri beðið innlagnar á Vog
622 bíða innlagnar á sjúkrahúsið Vog í áfengis- og vímuefnameðferð. Fréttablaðið hefur eftir Arnþóri Jónssyni, framkvæmdastjóra SÁÁ, að biðlistinn hafi aldrei verið svo langur. Hann telur að biðlistinn eigi eftir að lengjast enn frekar eftir áramót þar sem yfirleitt dragi úr aðsókn yfir hátíðirnar. Hann segir örvandi vímuefnafíkn alvarlegasta.
21.12.2018 - 07:26
Sjö ára íslensk börn glíma við skjáfíkn
„Ég er með mjög marga krakka sem koma til mín sem hafa verið byrjaðir á vefum eins og Youtube með rásir í kringum 6 ára”, segir sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun fólks sem er haldið tölvu- eða skjáfíkn. „Miðillinn verður náttúrulega bara eins og annar útlimur, önnur hönd. Þetta verður eitthvað sem fer að skipta gríðarlega miklu máli “.