Færslur: ferðasumar

Fylgjumst með ef rifið verður í handbremsuna
Forsvarsmenn Mærudaga á Húsavík og Bræðslunnar á Borgarfirði eystra ætla að óbreyttu að halda sínu striki en fylgjast grannt með hugsanlegum samkomutakmörkunum sóttvarnayfirvalda.
23.07.2021 - 13:14
Vitaleið opnuð í dag
Ný ferðaleið, svokölluð Vitaleið, var formlega opnuð við hátíðlega athöfn á Eyrarbakka í dag. Upphaflega var áætlað að opna Vitaleiðina í ágúst í fyrra en fresta þurfti opnunni vegna samkomutakmarkana. Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar, segir leiðina fjölbreytta og gleðst yfir opnuninni en þetta var í þriðja skiptið sem stefnt var að því að halda hátíðina.
12.06.2021 - 18:00
Morgunútvarpið
Útlit er fyrir skort á gistirýmum í ágúst
Teikn eru á lofti um að erfitt verði að fá gistingu á Íslandi þegar líður á sumarið. Pantanir eru þegar teknar að streyma inn að sögn Georgs Aspelund eiganda Discover Iceland sem var gestur í morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.
Myndskeið
Snjóléttasti vetur í Reykjavík í nærri hálfa öld
Fólk fagnaði sumardeginum fyrsta í dag með sjósundi og göngutúrum. Nýliðinn vetur í Reykjavík var sá snjóléttasti í 45 ár. Hins vegar hefur aðeins tvisvar sinnum mælst meiri úrkoma á Akureyri. 
22.04.2021 - 21:52
Allt að 16 stiga hiti á morgun
Á morgun er spáð hægri breytilegri átt eða hafgolu, skýjað og víða verða dálitlar skúrir, einkum norðaustanlands. Hiti verður 9-16 stig.
21.07.2020 - 23:00
7-17 stiga hiti á landinu í dag
Í dag verður fremur hæg norðlæg átt víðast hvar, 5-10 m/s en bætir í vind á Norðurlandi eystra er líður á daginn. Skýjað verður með köflum um landið sunnanvert, líkur á síðdegisskúrum og einnig er von á dálítilli vætu við norðausturströndina í kvöld. Hiti verður 7-17 stig, svalast austanlands.
05.07.2020 - 07:47
Allt að 18 stiga hita spáð í dag
Í dag er spáð austlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s en 8-13 með suðurstöndinni. Gengur í norðan 8-13 norðvestantil eftir hádegi, skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan- og vestanlands og sums staðar þokubakkar austan til, en bjartviðri norðarlands.
04.07.2020 - 08:28
Myndskeið
„Þér er ekkert kalt - er það?“
Gleðin var við völd á bryggjunni í Flatey á Breiðafirði í morgun þegar nokkrir vaskir piltar kældu sig í sjónum. Þar hefur verið einmuna veðurblíða undanfarna daga og talsvert um gesti í eyjunni.
03.07.2020 - 22:08
Innlent · Vesturland · Flatey · ferðasumar · Sumar · Sjósund · gaman
Spilaklúbbar og sviðaveisla húsálfanna í Vaglaskógi
Margir Íslendingar hafa heimsótt Vaglaskóg á sumrin, tjaldað þar og notið fuglasöngs og útiveru en ört vaxandi hópur dvelur þar allt sumarið hvert sumar. Auður Hansen er í hópi þeirra og hefur hún dvalið þar sumarlangt í meira en áratug, í fellihýsaþyrpingu.
26.06.2020 - 13:34