Færslur: Ferðamál

Teikn á lofti um að gosið laði að sér erlenda ferðamenn
„Fjöldi þeirra sem komið hafa til Íslands frá útlöndum í mars er svipaður og mánuðina á undan þó að upp á síðkastið hafi orðið vart við örlitla fjölgun,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við fréttastofu. Tölfræði um mars liggi þó ekki endanlega fyrir.
Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu gesta við gosið
Ráðgert er að Grindavíkurbær setji upp salernisaðstöðu, útbúi bílastæði og setji upp skilti og merkingar við aðkomuna að gosinu í Geldingadölum.
Myndskeið
„Verið að skella í lás“
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að landinu hafi verið skellt í lás með hertum aðgerðum á landamærunum. Óvenjumikið hefur verið að gera hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í dag við að svara fyrirspurnum vegna aðgerðanna.
17.02.2021 - 19:16
Mesta fækkunin á Norðurlöndum var á Keflavíkurflugvelli
Allt að rúmlega 96% samdráttur varð á fjölda farþega sem fóru um stærstu flugvelli Norðurlanda í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Mestur var samdrátturinn á Keflavíkurflugvelli þar sem hann var 96,3%.
25.07.2020 - 17:34
Eiffelturninn opnaður að nýju 25. júní
Eiffelturninn, eitt helsta kennileiti Parísar, verður opnaður aftur ferðamönnum 25. júní eftir að hafa verið lokaður síðan um miðjan mars. Þeir sem hyggjast heimsækja turninn þurfa að bera andlitsgrímur.
09.06.2020 - 20:48
Ekki mögulegt að framlengja ferðagjöfina
Afmarka þyrfti í frumvarpi um ferðagjöf stjórnvalda hvað falli undir hugtakið íslensk kennitala. Verði fjárhæð hennar hækkuð þarf að líta til sjónarmiða um undanþágu tækifærisgjafa frá skattskyldu og ekki er heimilt að framlengja gildistíma hennar. Þetta kemur fram í áliti atvinnuveganefndar Alþingis um frumvarp til laga um ferðagjöf.
Á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðir til Noregs
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðalög milli Íslands og Noregs á næstunni. Tilkynnt hefur verið að Íslendingar, Norðmenn og Þjóðverjar megi ferðast til Danmerkur frá 15. júní.
29.05.2020 - 12:48
Ferðaþjónustan þarf tugi milljarða
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ríkið þurfa að setja tugi milljarða í að bjarga ferðaþjónustufyrirtækjum ef koma á í veg fyrir að þúsundir missi vinnuna. Hann áætlar að ferðamenn fari fyrst aftur að streyma hingað til lands sumarið 2021.
26.04.2020 - 12:51
Undirbúningur fyrir opnun 5 stjörnu hótels hafinn
Undirbúningur fyrir opnun hótel Reykjavík Edition er hafinn. Búið er að ráða í lykilstöður og frekari ráðningar hefjast fljótlega, segir fulltrúi eigenda hótelsins. Verkið sé nokkurn vegin á áætlun þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn en verklok óljós.
22.04.2020 - 12:50
Spegillinn
Vilja bjóða ferðamönnum hreinorkubíla
Eggert Benedikt Guðmundsson forstöðumaður Grænvangs segir að ef tækist að raforkuvæða alla bílaleigubíla myndi það flýta innleiðingu hreinorkubíla hér á landi og hafa jákvæð áhrif á ímynd Íslands. Rafvæðing allra bílaleigubíla á Íslandi er nú til skoðunar hjá aðilum í atvinnulífinu.     
Viðvörunarorð Independent um Ísland hafa lítil áhrif
Ritstjóri ferðasíðunnar turisti.is hefur litlar áhyggjur þótt breski fjölmiðillinn Independent vari lesendur sína við ferðalögum til Íslands.
03.01.2020 - 09:24
Super Break hættir starfsemi
Móðurfélag bresku ferðaskrifstofunnar Super Break hefur vertið tekið til gjaldþrotaskipta og starfsemi Super Break hætt. Félagið hóf að fljúga milli Bretlands og Akureyrar veturinn 2018 og áformaði að halda flugi þangað áfram næsta vetur.
01.08.2019 - 18:26
Vilja að flugmenn falli frá launahækkunum
Forsvarsmenn Icelandair Group hafa farið fram á að breytingar verði gerðar á kjarasamningi Icelandair við flugmenn og flugstjóra og að fallið verði frá fyrirhuguðum launahækkunum í ljósi stöðu félagsins. Félag íslenskra atvinnuflugmanna sendi bréf á félagsmenn sína í dag þar sem óskað var eftir þessu, til að mynda vegna þess að hagræðingar hafi ekki skilað sér sökum kyrrsetningar á Boeing Max flugvélunum.
02.07.2019 - 11:05
Tekjur af Airbnb 17,5 milljarðar í fyrra
Tekjur af Airbnb og álíka síðum var 17,5 milljarðar í fyrra. Það er 19 prósent meira en 2017 þegar tekjurnar voru 14,7 milljarðar króna. TIl samanburðar var virðisaukaskattskyld velta vegna Airbnb árið 2014 var rúmir 2,5 milljarðar. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar og byggja tölurnar á skilum á virðisaukaskatti.
31.03.2019 - 10:32
Voru viðbúin verri fréttum um ferðamannafjölda
Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að búast hefði mátt við meiri fækkun ferðamanna en farþegaspá Isavia, sem kynnt var í morgun, gerir ráð fyrir. Samkvæmt henni fækkar farþegum um Keflavíkurflugvöll um tæp níu prósent. „Þessi fækkun er að langmestum hluta fækkun skiptifarþega, það er um 2,4 prósent ferðamanna til landsins. Ég hélt að fækkunin yrði meiri. þetta er auðvitað spá. Ef hún rætist finnst mér þetta betri frétt en við gátum búið okkur undir,“ segir Þórdís.
29.01.2019 - 19:27
Samdráttur í innanlandsflugi
Farþegum sem fóru um flugvelli landsins að Keflavíkurflugvelli undanskildum, fækkaði um ríflega 8.000 á fyrri helmingi þessa árs, miðað við sama tímabil í fyrra. Mest varð fækkunin á Reykjavíkurflugvelli, eða tæplega fimm prósent. Hluti ástæðunnar er fækkun í hópi erlendra ferðamanna sem nýta sér flugsamgöngur innanlands, segir Árni Gunnarson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Um fimmtungur farþega félagsins eru erlendir ferðamenn, segir Árni.
23.07.2018 - 12:21
Íhuga ferðamannaskatt í Skotlandi
Í Skotlandi íhuga yfirvöld að setja á sérstakan ferðamannaskatt til að mæta kostnaði heilbrigðiskerfis, lögreglu og fleiri. Sumir óttast að slíkur skattur yrði til að fæla fólk frá því að heimsækja Skotland.
20.05.2018 - 18:16
Verja 2,8 milljörðum til uppbyggingar innviða
Yfirvöld ætla að verja 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og öðrum ferðamannastöðum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra tilkynntu um þessar fyrirætlanir í Norræna húsinu í dag.
22.03.2018 - 13:57
Skoða aðgangsstýringu á Hornströndum
Umhverfis- og auðlindaráðherra telur brýnt að skoða stýringu ferðamanna á Hornströndum nú þegar skemmtiferðaskip eru farin að hafa þar viðkomu. Farþegar skemmtiferðaskipsins Le Boreal, sem fóru á Hornstrandir á laugardaginn, höfðu ekki heimild til þess. 
31.07.2017 - 22:15
Næstum milljón ferðamenn það sem af er ári
Meira en 970 þúsund erlendir ferðamenn hafa farið af landi brott það sem af er ári. Það er meira en allt árið 2014. Fjöldi erlendra ferðamanna, sem fór af landi brott fyrstu sex mánuði ársins, hefur þrefaldast frá árinu 2013. Þar af fjölgar norðuramerískum ferðamönnum mest en fjöldi þeirra fimmfaldaðist á sama tímabili. Þetta má lesa úr talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðamönnum fjölgar áfram milli ára en þó ekki jafn mikið og í fyrra.
08.07.2017 - 11:48
Gistináttum fjölgar enn
Gistináttum á hótelum fjölgaði um 25% í apríl miðað við sama tíma í fyrra. Ríflega 292.000 gistinætur voru í apríl og fylltu ferðamenn 84% þeirra og fjölgaði þeim um 26% miðað við sama tíma í fyrra. Íslendingar sækja líka í meira mæli í gistingu en gistináttum meðal þeirra fjölgaði um 21% á milli ára og voru gistinætur Íslendinga 45.500 í apríl.
01.06.2017 - 10:24
Banaslys í Silfru á Þingvöllum
Maðurinn sem bjargað var meðvitundarlausum úr Silfru á Þingvöllum í dag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti þetta á Fésbókarsíðu sinni nú á tíunda tímanum. Þar kemur fram að hann hafi verið úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna á sjúkrahús í Reykjavík, en hann var fluttur þangað með þyrlu um fimm leytið í dag.
10.03.2017 - 21:54
 · Silfra · Ferðamál
Gistinóttum í nóvember fjölgaði um 44%
Gistinóttum á hótelum í nóvember fjölgaði um 44% frá sama mánuði í fyrra. Erlendir gestir nýttu 9 af hverjum 10 gistinóttum.
23.12.2016 - 09:31
Óumflýjanlegt að líta til einkaframkvæmda
Innanríkisráðherra segir að meira fé þurfi að veita til vegaframkvæmda á komandi árum, og leita þurfi allra leiða til að mæta fjölgun ferðamanna, meðal annars að horfa til einkaframkvæmda. Fréttastofan sýndi í síðustu viku nokkur dæmi um illa farna og jafnvel illfæra malarvegi að fjölsóttum ferðamannastöðum. Engar verulegar úrbætur eru áformaðar á sumum veganna í fjögurra ára samgönguáætlun sem liggur fyrir Alþingi.
10.08.2016 - 20:25
Böðuðu sig á bílaþvottaplani á Egilsstöðum
„Það reyndu einhverjir að veita þeim tiltal, en þá veifaði annar þeirra bara sprellanum framan í þá og hló upp í opið geðið á þeim,“ segir Garðar Valur Hallfreðsson sem stóð nokkra erlenda ferðamenn að því að baða sig á bílaþvottaplani á Egilsstöðum snemma í morgun.
08.07.2016 - 10:39