Færslur: ferðalög innanlands

Spegillinn
Réttur almennings til að ferðast um landið 
Almannaréttur felur í sér að fólk á rétt á að ferðast fótgangandi um Ísland, kannski meira en margir gera sér grein fyrir, en þó ekki alveg án takmarkana. 
Reglur hertar á gjörvöllu Grænlandi
Hertar reglur vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taka gildi á gjörvöllu Grænlandi í dag. Sambærilegar takmarkanir hafa verið í gildi á nokkrum stöðum, til að mynda í höfuðstaðnum Nuuk.
25% Íslendinga fóru til útlanda í sumar
Einn af hverjum fjórum Íslendingum fór til útlanda síðasta sumar, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Covid-faraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá flestum hvað varðar ferðalög og í fyrrasumar fóru aðeins 6 prósent landsmanna til útlanda. 
Hlýjasti júlí á Norður- og Austurlandi frá upphafi
Nýliðinn júlímánuður var sá hlýjasti um nær allt norðan- og austanvert landið frá upphafi mælinga. Meðalhiti fór yfir 14 stig á nokkrum veðurstöðvum en ekki er vitað um annað eins meðalhitastig hérlendis.
02.08.2021 - 10:59
Vitaleið opnuð í dag
Ný ferðaleið, svokölluð Vitaleið, var formlega opnuð við hátíðlega athöfn á Eyrarbakka í dag. Upphaflega var áætlað að opna Vitaleiðina í ágúst í fyrra en fresta þurfti opnunni vegna samkomutakmarkana. Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar, segir leiðina fjölbreytta og gleðst yfir opnuninni en þetta var í þriðja skiptið sem stefnt var að því að halda hátíðina.
12.06.2021 - 18:00
Bjartara yfir hótelrekstri en ætlað var fyrir skömmu
Þegar er nýting hótelherbergja í ágústmánuði komin í 50% á höfuðborgarsvæðinu en bókanir ganga vel, þannig að þessi tala mun hækka. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Kristófer Oliverssyni, formanni FHG - fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu.
Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands
Íslendingar sem eru í ferðahugleiðingum ætla flestir að ferðast innanlands í sumar. Samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu ætlar tæpur helmingur ferðalanga að gista eina eða fleiri nætur á hóteli. Þótt margir hafi verið bólusettir að hluta eða öllu leyti hefur það ekki breytt afstöðu fólks til utanlandsferða frá því í ársbyrjun
04.06.2021 - 14:48