Færslur: ferðakostnaður

Vill takmarka uppákomur með ráðherrum fyrir kosningar
Þingmaður Miðflokksins skorar á forseta Alþingis að leggja til takmarkanir á aðkomu ráðherra í hinum ýmsu uppákomum síðustu vikurnar fyrir kosningar. Það yrði samhliða frumvarpi um að Alþingismenn fái ekki ferðakostnað endurgreiddan í aðdraganda kosninga, til að takmarka möguleikann á því að nota opinbera fjármuni í kosningabaráttu.
02.06.2021 - 14:16
Takmarka endurgreiðslu á ferðakostnaði þingmanna
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis leggur til að frumvarp sem takmarkar rétt þingmanna til að fá ferðakostnað endurgreiddan verði samþykkt.
31.05.2021 - 10:41
Takmörkun réttar til endurgreiðslu á ekki við ráðherra
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins og fulltrúi í forsætisnefnd, segir ástæðu þess að hann gat ekki samþykkt framlagningu frumvarps sem takmarkar rétt þingmanna til endurgreiðslu ferðakostnaðar í aðdraganda kosninga, vera þá að ráðherrar eru undanskildir.
Ferðakostnaður, sóttvarnarreglur og fjármálaáætlun
Þingmenn sem sækjast eftir endurkjöri í kosningum fá ekki greiddan ferðakostnað þegar sex vikur eru til kjördags samkvæmt nýju frumvarpi sem nánast öll forsætisnefnd Alþingis leggur fram. Verði frumvarpið samþykkt gildir það fyrir kosningarnar í haust.