Færslur: Ferðagjöfin

Sjónvarpsfrétt
Stærstu fyrirtækin fengu langmest út úr Ferðagjöfinni
Tíu fyrirtæki, nær öll mjög stór á íslenskum markaði, fengu meira en þriðjung heildarfjárhæðar Ferðagjafarinnar. Fyrirtækin skiluðu samtals yfir fimm milljörðum króna í hagnað árið 2019. KFC, Dominos og Hlöllabátar fengu meira í kassann heldur en ferðaþjónustufyrirtæki í heilu landshlutunum. Meira en milljarður fór úr ríkiskassanum í átakið á einu ári.
KFC, Dominos, N1 og Olís rökuðu inn með ferðagjöfinni
Bensínstöðvarnar Olís og N1, og skyndibitakeðjurnar KFC og Dominos Pizza, fengu samtals tæpar 120 milljónir króna frá ríkinu í formi ferðagjafar Íslendinga. Um 900 milljónum hefur verið varið með gjöfinni, en um 30 þúsund manns hafa ekki sótt hana. Flughermirinn Fly Over Iceland situr þó á toppnum, með 48 milljónir króna í kassanum vegna ferðagjafarinnar.
31.05.2021 - 12:15