Færslur: Ferðagjöf

Sjónvarpsfrétt
Ráðuneytið bar við neyðarástandi
Gagnaöflun með Ferðagjöfinni hófst áður en lög tóku gildi sem heimiluðu hluta þeirrar gagnaöflunar. Önnur gagnaöflun fór fram án þess að nokkurn tímann væri heimild fyrir henni. Ekki hefur enn verið bætt úr öllum vanköntum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ákvörðun Persónuverndar um stærstu stjórnvaldssekt í sögu stofnunarinnar. 226.158 einstaklingar sóttu Ferðagjöfina og fengu ófullnægjandi fræðslu um forritið og notkun þess. Ráðuneytið bar við neyðarástandi en því hafnaði Persónuvernd.
25.11.2021 - 16:01
Ríkið og Yay sektuð vegna Ferðagjafar
Persónuvernd hefur sektað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fyrirtækið Yay fyrir brot gegn grundvallarreglum persónuverndarlöggjafarinnar. Ráðuneytið og fyrirtækið brutu gegn fræðsluskyldu, gagnsæi og öryggi persónuupplýsinga með smáforritinu sem fólk notaði til að nýta sér Ferðagjöf stjórnvalda.
25.11.2021 - 10:35
Metfjöldi nýtti ferðagjöfina á síðustu stundu
44 þúsund nýttu ferðagjöfina sína í gær. Samtals voru því 223 milljónir króna innleystar, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Þetta er langstærsti dagurinn frá upphafi ferðagjafarinnar.
Bara þrjár vikur eftir til að nota Ferðagjöfina
Aðeins þrjár vikur eru eftir til þess að nýta ferðagjöfina. Minna en helmingur Íslendinga hefur sótt gjöfina eða 140 þúsund manns og átta hundruðu milljónir króna eru því eftir í pottinum. Þau sem ætla ekki að nýta gjöfina geta ávísað henni til annarra.
17% hafa nýtt ferðagjöfina
Landsmenn hafa nýtt um 248 milljónir króna af ferðagjöf stjórnvalda. Það eru um 17 prósent af heildarfjárhæð gjafarinnar, það er ef allir landsmenn nýttu sér hana.
30.07.2021 - 12:55
Margir á síðustu stundu með ferðagjöfina sína í gær
Nærri níu þúsund manns nýttu Ferðagjöf stjórnvalda í gær, en frestur til þess rann út á miðnætti. Flughermir, bensínstöðvar, hótel, Bláa lónið og skyndibitastaðir verma efstu tíu sætin meðal fyrirtækja. 403 milljónir fóru til veitingastaða í formi gjafarinnar. Ferðamálastofa hvetur fólk til að bíða ekki svona lengi með næstu ferðagjöf, sem rennur út í lok september.
Gagnrýna að fyrri ferðagjöf renni út um mánaðamót
Á sama tíma og Samtök ferðaþjónustunnar fagna því að stjórnvöld hafi lagt til að ný ferðagjöf verði gefin til landsmanna til að draga úr neikvæðum áhrifum á atvinnulífið í kjölfar COVID-19, þá gagnrýna samtökin það að fyrri ferðagjöf falli senn úr gildi.
Von er á nýrri ferðagjöf
Von er á nýrri ferðagjöf, svipaðri þeirri sem landsmenn fengu frá stjórnvöldum í fyrra. Ferðamálaráðherra segir ferðagjöfina hafa gefið góða raun og að nýja gjöfin verði kynnt á næstu dögum.
Myndskeið
„Fer til útlanda ef guð og sprautur lofa“
Ólíklegt er að ferðaþjónustufyrirtæki hafi tök á að bjóða Íslendingum jafn góð tilboð og síðasta sumar. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að vonast sé til að stjórnvöld gefi landsmönnum aðra ferðaávísun, en ekki liggur fyrir hvort af henni verður. Vegfarendur sem fréttastofa tók tali sjá flestir fram á íslenskt ferðasumar.
Ferðagjöfin framlengd út maí 2021
Ferðagjöf stjórnvalda verður framlengd til 31. maí 2021. Þetta samþykkti Alþingi í lok síðustu viku.
Fæstir þingmenn hafa nýtt Ferðagjöfina sína
Tíu þingmenn af 63 segjast hafa nýtt Ferðagjöfina sína í sumar. Langflestir hafa enn ekki nýtt hana og vita ekki hvort eða þá hvernig það skuli gert. Einungis einn ráðherra vildi svara fyrirspurn fréttastofu um ráðstöfun inneigninnar. Þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Flokks fólksins voru duglegastir að svara. 500 milljónir hafa nú þegar verið nýttar úr ríkiskassanum í formi Ferðagjafarinnar.
13.09.2020 - 15:54
Margir búnir að sækja ferðagjöf en færri nýta
Þegar hafa um 44 þúsund nýtt ferðagjöf stjórnvalda. Yfir 100 þúsund er búnir að sækja hana. Elías Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu segist svolítið hissa á því að fleiri séu ekki búnir að nýta gjöfina, það sé svo langt liðið á sumarið. Hann hvetur fólk til að nýta gjöfina en minnir þó á að hún gildir út árið.
Myndskeið
Næstum sjötíu þúsund hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda
Tæplega sjötíu þúsund Íslendingar hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda og yfir tuttugu þúsund hafa þegar nýtt hana.