Færslur: Félagsdómur

Félagsdómur dæmdi flugfreyjum í vil
Félagsdómur dæmdi í dag Flugfreyjufélagi Íslands í vil í ágreiningi við Icelandair. Málið snérist um það hvort starfsaldur ætti að ráða þegar Icelandair endurréði flugfreyjur sem sagt var upp starfi fyrir tveimur árum.
ASÍ höfðar mál gegn SA vegna Ólafar Helgu og Icelandair
Stefna Alþýðusambands Íslands gegn Samtökum atvinnulífsins vegna uppsagnar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns Eflingar hjá Icelandair, var þingfest í Félagsdómi í dag. ASÍ krefst þess að viðurkennt verði með dómi að uppsögnin feli í sér brot gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og sé því ólögmæt, Icelandair verði sektað og SA greiði málskostnað.
19.10.2021 - 15:49
Innlent · Félagsdómur · Icelandair · SA · ASÍ
Sjónvarpsfrétt
Staðhæfing stenst ekki segir brottrekinn trúnaðarmaður
Brottrekinn hlaðmaður sem jafnframt var trúnaðarmaður hjá Icelandair furðar sig á fullyrðingu fyrirtækisins um að hún hafi ekki verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp. Hún hafi verið í stöðugum samskiptum við yfirmenn sem slíkur. Mörg stéttarfélög hafa stutt hana og málið er á leið í félagsdóm. 
10.10.2021 - 18:52
Uppsagnir flugmanna dæmdar ólögmætar
Félagsdómur staðfesti nú síðdegis ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi Íslenskra Atvinnuflugmanna. Formaðurinn segir málið fordæmisgefandi, ekki bara fyrir flugmenn heldur fyrir öll stéttarfélög í landinu.
Mál flugfreyja fyrir Félagsdóm — bíða endurráðningar
Fyrirtaka verður í Félagsdómi í dag í máli Flugfreyjufélags Íslands gegn Icelandair, en ágreiningur er um hvort fara hefði átt eftir starfsaldri við endurráðningar flugfreyja sem sagt var upp í fyrravor og voru síðan ráðnar aftur síðasta sumar. Deilan snýst um hvort um sé að ræða afturköllun uppsagna eða endurráðningu, í kjarasamningi flugfreyja er ákvæði um að fara eigi eftir starfsaldri við hópuppsögn og formaður félagsins segir að sterk hefð sé fyrir því sé að fylgja því við endurráðningar.
09.02.2021 - 13:37
Myndskeið
Drífa: Þetta er aðför að grunngildum
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir að aðför hafi verið gerð að grunngildum á íslenskum vinnumarkaði í kjaradeilu Icelandair við Flugfreyjufélag Íslands. ASÍ undirbýr nú mál fyrir Félagsdómi gegn Samtökum atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir málsóknina ekki koma á óvart og segir lög um vinnudeilur úrelt. 
„Það má ekki beita svona brögðum í vinnudeilum“
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir miðstjórn ASÍ telja að Icelandair hafi brotið lög um stéttarfélög og vinnudeilur þegar öllum flugfreyjum var sagt upp á meðan viðræður um kjarasamning stóðu yfir. Icelandair sagðist í kjölfarið myndu snúa sér til annarra viðsemjenda á íslenskum vinnumarkaði.
25.08.2020 - 09:20
Telur starfsaldursdeilu geta átt erindi til Félagsdóms
Sjötíu flugfreyjur í Flugfreyjufélagi Íslands telja Icelandair hafa sniðgengið sig með því að horfa ekki til starfsaldurs við endurráðningu. Sérfræðingur í vinnurétti telur deiluna eiga fullt erindi á borð Félagsdóms. 
30.07.2020 - 21:55
Meirihluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls
Búið er að boða sólarhrings vinnustöðvun hjá meirihluta áhafnar Herjólfs frá miðnætti þriðjudaginn 7. júlí. Samtök atvinnulífsins vísuðu deilu félaga í Sjómannafélagi Íslands og Herjólfs ohf. til Félagsdóms í síðustu viku.
„Autt atkvæði er autt atkvæði“
„Þetta stangast á við lög um alla aðra atkvæðagreiðslu,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann lagði fram frumvarp á Alþingi í dag þar sem lagt er til að við atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamnings teljist autt atkvæði ógilt. Tilefnið er nýlegur úrskurður Félagsdóms um að auðir seðlar skyldu taldir með í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Félags íslenskra náttúrufræðinga og ríkisins í vor.
BHM telur dóm Félagsdóms rangan
Bandalag háskólamanna (BHM) telur að dómur Félagsdóms í máli íslenska ríkisins gegn Félagi íslenskra náttúrufræðinga sé rangur og standist ekki lögfræðilega skoðun. Bandalagið sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í dag.
Samningurinn gildir þótt fleiri hafi sagt nei en já
Félagsdómur hefur viðurkennt að samkomulag um breytingar á kjarasamningi milli Félags íslenskra náttúrufræðinga og íslenska ríkisins sé í gildi þrátt fyrir að fleiri félagsmenn hafi viljað fella samninginn en samþykkja hann. Dómurinn var kveðinn upp í gær.
Deila um hvort auðir seðlar teljist með
Ágreiningur er um það hvort kjarasamningur Félags íslenskra nátttúrufræðinga við ríkið hafi verið samþykktur eða felldur í atkvæðagreiðslu í apríl. Deilt er um hvort telja skuli auða seðla með eða ekki. Skorið verður úr um málið fyrir Félagsdómi.
11.05.2020 - 17:23
Tekist á um lögmæti verkfalls
Samtök atvinnulífsins (SA) fara fram á að fyrirhugað samúðarverkfall starfsmanna Eflingar hjá Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK) verði úrskurðað ólögmætt. Með því séu starfsmenn hjá SSSK orðnir beinir þátttakendur í verkfalli smeð það að markmiði að bæta eigin kjör.
03.03.2020 - 18:38
Ekki verkfallsbrot að birta fréttir í verkfalli
Útgáfufélag Morgunblaðsins var sýknað af nær öllum ásökunum um verkfallsbrot í verkfalli blaðamanna 8. nóvember í Félagsdómi í dag. Blaðamannafélag Íslands stefndi Árvakri vegna þeirra frétta sem birtust á vefnum mbl.is á meðan verkfallið stóð yfir.
13.02.2020 - 17:35
Ekki skipað í félagsdóm á réttum tíma fyrir mistök
Félagsmálaráðherra segir að fyrir mistök, hafi ekki verið endurskipað í félagsdóm á réttum tíma. Hann vonar að dómurinn verði fullskipaður á næstu dögum. ASÍ á eftir að skipa fulltrúa í dóminn. Þrátt fyrir það verður kæra Blaðamannafélagsins þingfest á morgun.
18.11.2019 - 12:14
Félagsdómur vísaði frá aðal- og varakröfu ASÍ
Félagsdómur vísaði í dag frá aðal- og varakröfu Alþýðusambandsins gegn Akureyrarbæ um jöfnun lífeyrisréttinda en féllst á þriðju kröfuna sem byggði á yfirlýsingu sem teldist hafa ígildi kjarasamnings.
26.09.2019 - 18:04
„Ekki í vafa um að málið vinnist“
Verkalýðsfélag Akraness hyggst stefna Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir brot á kjarasamningi sem félagið gerði við sambandið 5. febrúar árið 2016. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist ekki í vafa um að málið vinnist og að það eigi eftir að hafa fordæmisgildi fyrir aðra starfsmenn í sömu stöðu vítt og breytt um landið.
03.07.2019 - 13:58
Útilokar ekki örverkföll í framtíðinni
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar útilokar ekki að örverkföllum verði beitt í framtíðini. Hún skilji dóm Félagsdóms frá í gær þannig að sú tegund verkfalla sé lögleg þrátt fyrir að félagdómur hafi hafnað örverkföllum félagsins í gær.
16.03.2019 - 12:11
Ekki dæmt í máli Eflingar og SA í dag
Félagsdómur kveður ekki upp dóm í dag um hvort boðun Eflingar á verkfalli hótelþerna á föstudaginn er lögmætt eða ekki. Þetta sagði Arnfríður Einarsdóttir formaður félagsdóms í samtali við Fréttastofu. Morgundagurinn er því aðeins til stefnu en uppkvaðning verður þó líklega ekki í fyrramálið.
06.03.2019 - 14:02
Icelandair var í fullum rétti gegn flugliðum
Icelandair var í fullum rétti, að mati Félagsdóms, þegar það ákvað að taka fyrir hlutastörf flugliða hjá félaginu og gera starfsfólki skylt að sinna fullu starfi. Flugfreyjufélag Íslands stefndi Icelandair vegna þessa máls. Félagsdómur kvað upp úrskurð í málinu í dag.
21.12.2018 - 18:13