Færslur: Félag makrílveiðimanna

Ósanngjarnt að kvóti fari frá smáum til stórra útgerða
Smábátasjómenn sem stunda makrílveiðar hafa ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi héraðsdóms sem sýknaði ríkið af kröfum þeirra um að fyrirkomulag úthlutunar veiðiheimilda verði fellt úr gildi. Formaður félagsins segir ósanngjarnt hve stóran hlut af aflanum stóru útgerðirnar fái.