Færslur: Félag íslenskra heimilislækna

Krefjast öruggra starfsaðstæðna fyrir heimilislækna
Stjórn Félags Íslenskra heimilislækna fer fram á það við stjórnvöld að starfsaðstæður heimilislækna í faraldrinum sem gengur yfir vegna Covid-19 verði gerðar eins öruggar og unnt er. Þetta kemur fram í áskorun sem send var Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, á sunnudag. Stjórnin telur að aðstæður til fullnægjandi sóttvarna séu almennt ekki nægar á heilsugæslustöðvum landsins.
Fimm vikna bið eftir heimilislækni á Akureyri
Allt að fimm vikna bið er eftir tíma hjá heimilislækni á Heilsugæslunni á Akureyri. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir skort á læknum og lélegar starfaðstæður valda því að erfiðlega gengur að stytta biðlista. 
Viðtal
Þvinga fólk í vinnu þrátt fyrir veikindaleyfi
Mörg dæmi eru um að atvinnurekendur meini starfsfólki að nýta veikinda- og slysarétt sinn og geri nýja samninga við þungaðar konur. Þetta segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, doktor í heimilislækningum og meðlimur í stjórn félags íslenskra heimilislækna. Erlendir starfsmenn eigi oft allt undir vinnuveitanda og í sumum tilfellum fari yfirmaðurinn með þeim til læknis, oft í því skyni að hjálpa en stundum virðist tilgangurinn annarlegur.