Færslur: félag íslenskra bókaútgefenda

Forðast verðhækkun á jólabókinni eins og hægt er
Kostnaður við framleiðslu bóka hefur hækkað mikið, meðal annars vegna orkukrísunnar sem nú ríkir í Evrópu. Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir þó ekki fýsilegt fyrir bókaútgefendur að prenta bækur sínar annars staðar en í Evrópu. Framkvæmdastjóri Forlagsins segir útgáfuna ætla að forðast verðhækkanir á jólabókinni eins og hægt er, en að einhverjar hækkanir séu óumflýjanlegar.
Spegillinn
Íslensk bókasöfn lána aðallega út hljóðbækur á ensku
Hljóð- og rafbækur sem íslensk bókasöfn lána út eru flestar á ensku því ekki hafa náðst samningar við íslenska bókaútgefendur. Björk Hólm Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna segir að það sé hæpið að berjast fyrir því að íslensk börn lesi meira þegar aðgengi þeirra að hljóð- og rafbókum sé heft. Samtökin hafa nú beðið menntamálaráðherra um aðstoð.
Myndskeið
Vongóð um góð bókajól
Jólabókaflóðið er hafið en í allt öðru ástandi en áður. Bóksalar og útgefendur eru vongóðir. Bókabúðir eru fullar af bókum en þar eru afar fáir viðskiptavinir.  Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn því það er betra fyrir sálina og taugakerfið, segir bókaútgefandi. 
Glögg Covid-áhrif í bóksölu
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft umtalsverð áhrif á íslenska bókaútgáfu. Árið fór vel af stað og var sala á fyrstu tveimur mánuðum ársins um 20 prósent meiri en á sama tíma í fyrra en dróst svo verulega saman í mars og apríl, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær.