Færslur: Félag íslenskra bifreiðaeigenda

Fengið sektir fyrir að framvísa stafrænum ökuskírteinum
Dæmi eru um að fólk í ferðalögum í útlöndum lendi í vandræðum við að framvísa stafrænu ökuskírteini. Slík skilríki eru einungis gild á Íslandi og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur að brýna verði það fyrir almenningi.
Lækkun á heimsmarkaðsverði olíu skilar sér ekki hingað
Enn sem komið er hefur lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu ekki skilað sér hingað heim. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda veltir fyrir sér hvort olíufélögin hiki við að lækka verðið þar sem stærsti ferðamánaður ársins fer í hönd.
Segir SFF sleppa vel með 20 milljóna króna sekt
Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að 20 milljóna króna sekt sem Samkeppniseftirlitið gerði Samtökum fjármálafyrirtækja að greiða vegna samráðs tryggingafélaga sé léttvæg. Brotin lýsi þó því hugarfari sem ríki á markaðinum.
Fréttaskýring
Borgin býst við einu andláti á ári, þau eru orðin þrjú
Á árinu hafa fjórir gangandi eða hjólandi vegfarendur látist í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu, þar af þrír í Reykjavík og langtum fleiri en undanfarin ár. Reykjavíkurborg stefnir að því að fækka slysum um fjórðung fyrir árið 2023. Sérfræðingur segir að nú þurfi meira til en áður til að fækka slysum. Spegillinn fjallar um stöðu og þróun umferðaröryggis í Reykjavík.

Mest lesið