Færslur: Félag eldri borgara í Reykjavík

Ingibjörg H. Sverrisdóttir er nýr formaður FEB
Ingibjörg H. Sverrisdóttir var kosin nýr formaður félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í dag með um 62% atkvæða. Fráfarandi formaður, Ellert B. Schram, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Gjaldþrot blasir ekki lengur við FEB
Búið er að ganga frá skriflegum viðaukum við kaupsamninga við 53 kaupendur íbúða í eigu Félags eldri borgara í Árskógum. Gjaldþrot blasir því ekki lengur við félaginu.
FEB fær viku til þess að skila greinargerð
Lögmenn kaupenda íbúða við Árskóga í Breiðholti lögðu fram aðfararbeiðnir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómari veitti Félagi eldri borgara viku frest til þess að gera grein fyrir vörnum sínum.
Íhugaði að segja af sér vegna Árskóga
Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík, hefur íhugað að segja af sér vegna Árskógarmálsins og segir ekki sjálfgefið að stjórnin sitji áfram. Kaupendum íbúða í fjölbýlishúsinu á Árskógum hefur verið gert sáttatilboð. Tilboðið felur í sér að hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður hafði verið gerð krafa um.
FEB býður kaupendum í Árskógum sættir
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ætlar að bjóða kaupendum íbúða við Árskóga í Breiðholti að undirrita skilmálabreytingu vegna kaupsamninga. Félagið hafði krafið kaupendur um hærri greiðslu en samið hafði verið um. Samkvæmt sáttatillögunni greiðir hver kaupandi 37 prósent minna en áður hafði verið gerð krafa um. Byggingarnefnd félagsins hefur óskað eftir því að stíga til hliðar vegna málsins.
Kaupendur krefjast lykla fyrir dómstólum
Kaupendur tveggja íbúða í nýjum fjölbýlishúsum Félags eldri borgara við Árskóga sendu í dag aðfararbeiðni til dómara. Þess er krafist að þau fái íbúðirnar afhentar. Lögmenn þeirra staðfesta þetta. Kaupsamningur sé skýr og félaginu beri skylda til þess að afhenda íbúðirnar.
Viðtal
„Við héldum að við værum að gera góð kaup“
Við erum orðin óskaplega þreytt á því að vera í bílnum en þurfum að láta okkur hafa það áfram . Þetta segir maður sem búið hefur í húsbíl í sjö vikur. Hann og kona hans íhuga að rifta samningi um kaup á íbúð sem Félag eldri borgara reisti í Árskógum.  Forsvarsmenn Félagsins vildu ekki tala Fréttastofu tala í dag.
Félagið og kaupendur ekki saman í óvissuferð
„Þetta er ekki sameiginleg óvissuferð þar sem allir verði að taka ágjöfina.“ Þetta segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Fullyrðingar stjórnar Félags eldri borgara í Reykjavík um að kaup félagsmanna á íbúðum sem félagið reisti í Árskógum í Breiðholti geti ekki talist hefðbundin fasteignaviðskipti eiga enga stoð í lögum. 
07.08.2019 - 12:26
Sautján hafa samþykkt skilmálabreytingu FEB
Sautján kaupendur af þeim tuttugu og þremur sem Félag eldri borgara hefur fundað með hafa samþykkt að greiða félaginu aukagreiðslu vegna hærri byggingarkostnaðar. Kostnaðurinn verður um 400 milljónum krónum hærri en gert var ráð fyrir við gerð kaupsamninga. Í tilkynningu frá félaginu segir að fjórir vilji skoða málið nánar áður en þeir samþykkja skilmálabreytingu. Þá hafa félaginu borist bréf frá lögmönnum tveggja kaupenda þar sem fram kemur að þeir í íhugi að leita til dómstóla.
Segir FEB bótaskylt fái kaupendur ekki íbúðir
Fjölda samninga um kaup á íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík reisti í Árskógum hefur verið þinglýst. Sérfræðingur í samningarétti, segir rétt kaupenda sem ekki hafa skrifað undir skilmálabreytingu sterkan. 
Óvissa meðal kaupenda í Árskógum
Óljóst er hvort þeir sem neita að borga óvæntan aukakostnað fyrir íbúðir Félags eldri borgara fái þær samt afhentar. Einnig er óvíst hvort þeir sem samþykktu kostnaðinn sé skuldbundnir af því.
Segir málarekstur ekki hjálpa neinum
Lögmaður eins þeirra sem keypti eign af Félagi eldri borgara í Reykjavík í Árskógum segir hugsanlegt að samningar sem félagið hefur gert við hluta kaupenda um hækkun kaupverðs séu ólöglegir. Sverrir Hermann Pálmarsson, ráðgjafi félagsins segir málarekstur tímafrekan og í raun ekki hjálpa neinum. 
Félagið á hnjánum að biðla til kaupenda
Kostnaður við íbúðir sem Félag eldri borgara reisti við Árskóga í Breiðholti fór 401 milljón fram úr áætlun. Í fyrradag var kaupendum gert ljóst að þeir yrðu annað hvort að greiða meira fyrir íbúðirnar eða hætta við kaupin. Einhverjir kaupendur íhuga málsókn á hendur félaginu. Maður sem aðstoðað hefur stjórn félagsins við að greiða úr vandanum segir ljóst að það myndi keyra það í þrot. 
Skoða hópmálsókn gegn Félagi eldri borgara
Kaupendur íbúða á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík við Árskóga í Breiðholti íhuga nú hópmálsókn á hendur félaginu. Á afhendingardegi í fyrradag var þeim tilkynnt að vegna framúrkeyrslu við húsbygginguna, sem hefði komið í ljós viku áður, þyrftu þeir að greiða meira fyrir íbúðirnar eða hætta við kaupin. Þessi hækkun nam um tíu prósentum, sem er um fimm til sjö milljónir á hverja íbúð.
Sjö milljóna hækkun kaupverðs töluvert áfall
Lögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ekki geta krafist þess að fólk sem keypt hefur íbúðir af félaginu greiði hærra verð fyrir þær en upphaflega var samið um. Mikil framúrkeyrsla varð félaginu fyrst ljós fyrir viku. 
Kaupendum settir afarkostir á afhendingardegi
Kaupendur að íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík reisti í Árskógum fengu í gær bréf þess efnis að annað hvort þyrftu þeir að samþykkja milljónahækkun á kaupverði eða falla frá kaupunum. Ástæðan er sú að kostnaður við framkvæmdirnar fór fram úr áætlun. Vandinn kom flatt upp á Sigríði Snæbjörnsdóttur, varaformann félagsins, þegar byggingarnefnd þess upplýsti um hann fyrir viku.