Færslur: Félag ábyrgra hundaeigenda

Kvíði hjá hundum þegar eigendur hverfa til vinnu
Í kjölfar stóraukinnar hundaeignar hérlendis, sem jafnan er tengd við aukna heimaveru vegna COVID-19, hefur borið á aðskilnaðarkvíða hjá hundunum þegar eigendur hverfa aftur til starfa eftir langa heimadvöl.
12.08.2021 - 14:24
Vonar að hundar verði áfram velkomnir á hótel
Brögð hafa verið að því að hundaeigendur, sem gista með hunda sína á hóteli, fari ekki eftir þeim reglum sem gilda um slíkar heimsóknir. Freyja Kristinsdóttir formaður Félags ábyrgra hundaeiganda segir brýnt að reglur hótelanna séu virtar, um sé að ræða mikið hagsmunamál fyrir hundaeigendur.
Vilja að hundaeftirlitið sinni hundum
Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt yfir milljarð í hundaleyfisgjöld frá árinu 2007. Þetta segir Freyja Kristinsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. Félagið sendi kvörtun til umboðsmanns borgarbúa þar sem þess er krafist að fénu verði eingöngu varið í hundahald en ekki önnur verkefni borgarinnar.