Færslur: Febrúarstormur

Hvetja til að bátnum Blátindi verði bjargað frá förgun
Stjórn Hollvina Húna II á Akureyri og stjórn Hollvina Magna í Reykjavík skora á stjórn Minjastofnunar Íslands og framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja að falla frá því að farga bátnum Blátindi.
Gúrkur hækkuðu í verði eftir febrúarstorminn
Útlitið var svart hjá garðyrkjubóndanum í Reykási í Hrunamannahreppi í febrúar. Gróðurhúsin voru mikið skemmd eftir óveður og uppskeran meira og minna ónýt. Nú er starfsemin komin á fullt og hefur verið aldrei meira að gera.
28.05.2020 - 20:08
Flókið verk að hífa Blátind upp úr höfninni í Eyjum
Framkvæmda-og hafnarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í gær að hífa bátinn Blátind upp til að kanna ástand hans. Báturinn sökk í miklu óveðri sem gekk yfir landið á föstudag. Ráðið segir verkefnið flókið þar sem skipið er þungt og óskar eftir því að það verði unnið af fyllstu varkárni til að koma í veg fyrir frekari skemmdir eða slys.
19.02.2020 - 17:28
Viðrar vel til viðgerða
Viðgerðir á skemmdum á rafmagnslínum eftir óveðrið í síðustu viku hafa gengið vel, segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Starfsmenn Landsnets notuðu helgina í að flytja efni á þá staði þar sem þarf að gera við línur og hófu viðgerðir í gær.
17.02.2020 - 16:09
Brotnar rúður, fokin þök, skemmd ökutæki og ónýt gata
Kostnaður fólks, fyrirtækja og stofnana vegna tjóns á eignum og mannvirkjum eftir óveðrið á föstudag hleypur á hundruðum milljóna króna. Tryggingafélögum hafa borist hátt í 200 tilkynningar og þær eru enn að berast. Mest var tjónið á Reykjanesi, Suðurlandi og Vesturlandi.
Óvissustigi vegna óveðursins aflýst
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra aflýsti í morgun, í samráði við alla lögreglustjóra í landinu, óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn.
17.02.2020 - 10:34
Viðgerðir á dreifikerfinu ganga framar vonum
Viðgerðir vegna tjóns sem varð á dreifikerfi rafmagns ganga vel, segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá RARIK. Búist er við að endanlegum viðgerðum ljúki mun fyrr en áætlað var í fyrstu.
17.02.2020 - 09:38
Tæplega hundrað milljóna tjón hjá RARIK í óveðrinu
RARIK varð fyrir tæplega hundrað milljóna króna tjóni í óveðrinu á föstudaginn. Rafmagn er komið í lag víðast hvar á landinu.
16.02.2020 - 12:24
„Töluvert tjón miðað við fjölda verkefna“
Ekki er vitað hversu mikið tjón varð í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið í gær en ljóst að það er mikið, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Það sama segir formaður Bændasamtakanna. Óvissustig er enn í gildi vegna óveðursins.
15.02.2020 - 12:20
5.600 heimili og vinnustaðir án rafmagns í dag
5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslaus á svæði RARIK í óveðrinu í dag, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Rúmlega 100 staurar brotnuðu og eitthvað um vírslit og sláarbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef RARIK.
14.02.2020 - 22:34
Önnur lægð væntanleg á morgun
Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru enn í gildi á landinu. Gera má ráð fyrir að veður gangi smám saman niður í kvöld, síðast á Vestfjörðum. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að önnur lægð sé á leiðinni og komi á morgun. 
14.02.2020 - 21:16
Þak og hjólhýsi fóru á flug á Vesturlandi
Á Vesturlandi fór að hvessa snemma í morgun. Vegir voru meira og minna lokaðir fram yfir hádegi, rafmagni sló víða út og björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast. Einn slasaðist þegar þakplata fauk á hann í Hvalfirði. Hann var sóttur og færður á Sjúkrahús í Reykjavík.
14.02.2020 - 21:02
Fjórir nautgripir drápust í óveðrinu
Fjórir nautgripir af bænum Keldum á Rangárvöllum drápust í óveðrinu í nótt í læk nærri bænum. Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum, segir þetta séu holdagripir sem séu hafðir úti.
14.02.2020 - 20:28
Myndskeið
Óljóst hvað verður gert við Blátind á botninum
„Við tökum okkur nokkra daga í að meta stöðuna og förum og skoðum þetta á mánudaginn, hvað verður gert varðandi skipið,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um skipið Blátind sem sökk í ofsaveðrinu í höfninni í Vestmannaeyjum í morgun. Miklar truflanir hafa orðið á rafmagni í Eyjum í dag, sem Íris segir að sé með öllu óviðunandi.
14.02.2020 - 19:49
Myndskeið
Kennsla lá að mestu leyti niðri vegna óveðursins
Kennsla fór úr skorðum víða um land í dag vegna veðursins og lá hún að mestu leyti niðri í skólum á höfuðborgarsvæðinu. Reglulegt skólahald var fellt niður en leikskólar og grunnskólar voru opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem sinnir neyðarþjónustu og löggæslu, slökkviliðsmenn og björgunarsveitarfólk og aðra sem þurfa nauðsynlega vistun fyrir börn sín. Skólastjórar segja að svo víðtækar lokanir hafi ekki orðið í langan tíma.
14.02.2020 - 19:41
800 björgunarsveitarmenn sinnt um 700 verkefnum
Um 800 björgunarsveitarmenn komu að um 700 verkefnum tengdum veðrinu í dag. Helstu verkefnin voru vegna foktjóns á lausamunum og byggingum. Víða fuku klæðningar af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og huga þurfti að bátum í höfnum. Björgunarsveitarfólk mannaði lokunarpósta á 17 stöðum í samráði við Vegagerðina.
14.02.2020 - 18:20
Myndskeið
Hætta á flóði í Skógá
Mjög lítið rennsli er nú í Skógá og þar með Skógarfossi. Kunnugir hafa bent á að það geti stafað af krapastíflu í ánni sem síðan ryðji sig. Við þær aðstæður getur komið flóð fram ána.
14.02.2020 - 17:53
Langflestir komnir með rafmagn í kvöld eða nótt
Rarik gerir ráð fyrir að búið verði að koma á rafmagni til flest allra í kvöld eða nótt. Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá RARIK, segir að unnið verði að viðgerðum í kvöld, nótt og yfir helgina.
14.02.2020 - 17:52
Myndskeið
Þök fuku af gróðurhúsum: „Það var brjálað veður“
Þök fuku af gróðurhúsum á Flúðum í Hrunamannahreppi fyrr í dag og rúður eru enn að brotna í hviðum, segir Reynir Jónsson, garðyrkjubóndi í Reykási. Hann gisti í gróðurhúsinu í nótt og segist aldrei hafa upplifað annað eins. Tjónið hlaupi líklega á tugum milljóna króna.
14.02.2020 - 16:59
Segir að bátar séu laskaðir í Reykjavíkurhöfn
Hafnarstarfsmenn hafa staðið í ströngu við að bjarga bátum í Reykjavíkurhöfn í morgun. Stjórnarmaður í Félagi smábátaeigenda, sendi meðfylgjandi myndskeið og segir að tjón hafi orðið á bátum. Eigendur hafi verið þarna undir hádegi að kanna aðstæður og reyna að forða bátum sínum frá tjóni.
14.02.2020 - 13:44
Bad weather: Friday afternoon update
The red weather warning has expired, but all parts of Iceland remain under an orange warning which will be cancelled region by region over the course of this afternoon and evening.
14.02.2020 - 13:21
Myndskeið
Mæðgum og köttum bjargað úr húsi í Garði
„Ég býst við öllu í óveðri en bjóst ekki við þessu,“ segir Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir. Hún og 15 ára dóttir hennar þurftu að óska eftir aðstoð björgunarsveitar eftir að sjór flæddi að húsi þeirra. Ingibjörg segir að það hafi verið svo hvasst að það hafi þurft tvo karla til að opna útidyr þeirra.
14.02.2020 - 12:54
Myndskeið
Björgunarsveitarmenn standa í ströngu
Björgunarsveitarmenn í hjálparsveit skáta í Kópavogi stóðu í ströngu við að tryggja tvöfalda hurð á vörulager Heimkaupa í turninum við Smáratorg í Kópavogi í morgun. Hurðin hafði hreinlega fokið upp og rifnað af hjörunum.
14.02.2020 - 11:30
Myndskeið
Blátindur sökk í Vestmannaeyjahöfn
Báturinn Blátindur sem hafði losnað frá Skansinum í Vestmannaeyjahöfn er sokkinn. Lóðsinn hafði farið og náð bátnum aftur að bryggju þar sem hann sökk.
14.02.2020 - 11:07
Veðrið afhjúpar líka styrkleika
„Okkur varð tíðrætt um veikleikana hér í desember, en öll þessi veður hafa líka afhjúpað styrkleikana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hún ræddi þar stuttlega um veðurofsann á landinu. 
14.02.2020 - 10:18