Færslur: Fataiðnaður

Morgunvaktin
Framleiðsla á fötum tvöfaldaðist síðustu tuttugu ár
Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir textíliðnaðinn ágæta birtingarmynd af ofneyslu. Miklu meira sé framleitt en þörf er á og umhverfisleg og samfélagsleg vandamál af völdum textílframleiðslu aukist hratt. Birgitta var gestur á Morgunvakt Rásar 1 í dag.
H&M og Zara kaupa af stórmengandi verksmiðjum
Tískurisar á borð við H&M og Zara kaupa textílefnið viskós í stórum stíl af mjög mengandi verksmiðjum í Kína, Indónesíu og Indlandi. Þetta segir í umfjöllun The Guardian þar sem vitnað er í nýlega skýrslu frá stofnuninni Changing Markets. Krafan um ódýra og hraða framleiðslu í bland við slaka umhverfislöggjöf í löndunum þremur reynist baneitruð blanda, segir í skýrslunni. Viskós er gerviefni unnið úr beðmi umbreyttu með efnameðferð og oft notað sem ódýrari kostur í staðinn fyrir silki.
04.07.2017 - 10:56
Tuskudýralögmálið: Framtíð Bangladess björt
Við skoðum miðann innan í flíkinni. Framleitt í Bangladess. Hrundi ekki heil verksmiðja þar? Hafa ekki alþjóðleg stórfyrirtæki svikið loforð og brugðist verkamönnum sem sumir hverjir eiga á hættu að brenna inni ef eldur verður laus í verksmiðjunum? Jú. Þetta passar allt. Er þá siðferðislega rétt að sniðganga fatnað frá Bangladess og fleiri ríkjum þar sem aðbúnaður verkafólks er slæmur? Viðmælendur Spegilsins eru ekki endilega á því og benda á að það sem við köllum þrælkun kalli aðrir tækifæri.
Erfitt að koma eldvarnarhurðum til Bangladess
Forsvarsmenn alþjóðlegra fatarisa á borð við Hennes og Mauritz hafa ekki staðið við gefin loforð um að öryggi verkafólks í verksmiðjum þeirra verði tryggt. Tugþúsundir verkamanna eiga enn á hættu að brenna inni verði eldur laus í verksmiðjunum sem þeir starfa í. Fatarisinn sænski getur ekki borið fyrir sig fjárskort, hagnaður hans náði nýjum hæðum árið 2015.
09.02.2016 - 18:34