Færslur: Fasteignir

Sjónvarpsfrétt
Mesta hækkun fasteignamats á milli ára
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um tæp 20% á milli ára. Matið hefur aldrei hækkað meira á einu ári og mesta hækkunin er í Hveragerðisbæ, rúm 32%. Aðalhagfræðingur ASÍ segir að þetta auðveldi ekki gerð kjarasamninga í haust.
Áframhaldandi spennu spáð á fasteignamarkaði
Hætt er við að raunhækkun fasteignaverðs geti orðið á bilinu ellefu til tólf prósent aukist framboð ekki næstu þrjú ár. Eins gæti það orðið raunin vaxi ferðaþjónusta kröftuglega að nýju. Þetta er meðal þess sem fullyrt er í nýrri skýrslu Jakobson Capital um fasteignamarkaðinn á Íslandi.
Enginn vildi kaupa Tryggingastofnunarhúsið
Svokallaður Laugavegsreitur á horni Laugavegar og Snorrabrautar, þar sem Sjúkratryggingar og Tryggingastofnun voru áður til húsa, er nú kominn í almennt söluferli eftir að engin tilboð bárust. Á reitnum standa byggingar sem eru yfir átta þúsund fermetrar og tilheyra fjórum húsnúmerum.
Ný mannvirkjaskrá í notkun - auðveldar yfirsýn
Ný mannvirkjaskrá var formlega tekin í notkun í dag. Hún á að auðvelda yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn, bæta áætlanir og gera með því  mögulegt að koma í veg fyrir ýktar sveiflur með verðhækkunum á fasteignamarkaði með tilheyrandi verðbólguáhrifum.
Verð á sérbýli í miðbænum hækkaði um 36% milli ára
Sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið eins stuttur og í apríl á þessu ári þegar íbúðir seldust að meðaltali á þrjátíu og níu dögum. Ekki hefur heldur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði. Um þetta fjallar hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í nýjustu mánaðarskýrslunni.
Hvetja sveitarfélög til að úthluta lóðum
Hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hvetur sveitarfélög til þess að úthluta lóðum svo mæta megi óuppfylltri íbúðaþörf sem sjaldan hefur verið meiri en nú. Alls vantar 4.450 íbúðir hér á landi, samkvæmt nýuppfærðri þarfagreiningu hagdeildarinnar. Þörfin eykst um 500 íbúðir frá greiningu hagdeildarinnar í upphafi árs, enda reyndust íbúar landsins vera um þúsund fleiri en þá var talið.
31.05.2021 - 09:39
Heimilin hafa staðið af sér faraldurinn
Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi náð sögulegum hæðum í faraldrinum er staða íslenskra heimila mun betri en búist var við. Einstaklingum á vanskilaskrá fækkar og fasteignamarkaðurinn er í fullum blóma.
Myndskeið
22 milljarðar í fasteignir á tveimur árum
Íslendingar hafa flutt nærri 22 milljarða króna úr séreignasparnaði sínum yfir í fasteignir undanfarin tvö ár. Heimildir til að taka út séreignasparnað verða framlengdar á næstu mánuðum, segir fjármálaráðherra.
„Hræðilegt“ að kaupa sína fyrstu íbúð í dag
Kona sem nýlega keypti sína fyrstu íbúð segir hraðann á fasteignamarkaði stressandi og rifist um eignirnar. Skoðurnarmaður fasteigna segir að sölupressan sé slík að fólk hafi ekki tíma til að bíða eftir ástandsskýrslu. Formaður Neytendasamtakanna segir kaupendur í þröngri stöðu og vill sjá breytta umgjörð um fasteignaviðskipti.
10.04.2021 - 09:05
Seljendamarkaður og metin stráfalla á fasteignamarkaði
Það er slegist um eignir á fasteignamarkaði hvert metið slegið á fætur öðru. Kona sem keypti íbúð án þess að skoða hana segir að fólk fái engan umhugsunarfrest, góðar eignir rjúki út. 
Nokkrir foreldrar hafa tekið börn sín úr Fossvogsskóla
Foreldrar barna við Fossvogsskóla furða sig á að skýrsla Verkís um stofu 8 í skólanum skuli ekki enn hafa verið birt. Þar koma fram upplýsingar frá Náttúrufræðistofnun Íslands þess efnis að sveppinn kúlustrýnebba sé þar að finna í meira umfangi en búist var við.
12.03.2021 - 13:40
Myndskeið
Íbúðir fyrir allt að 20.000 manns á Ártúnshöfða
Allt að 20.000 manns munu flytja upp á Ártúnshöfða á næstu árum, gangi áætlanir Reykjavíkurborgar eftir. Varaformaður skipulagsráðs segir stefnt að því að flytja þá starfsemi sem fyrir er á höfðanum í útjaðar borgarinnar.
25.02.2021 - 19:28
Miklar sveiflur hérlendis í verði og framboði fasteigna
Raunverð íbúða á Íslandi hefur hækkað um 40% frá árinu 2015 en eitt til 20% í á hinum Norðurlöndunum. Verð íbúða í Finnlandi hefur haldist nánast óbreytt á því tímabili. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans.
Ekki fleiri kaupsamningar síðan frá árinu 2007
Þinglýstir kaupsamningar vegna íbúðakaupa árið 2020 voru 14% fleiri en árið 2019, 12.072 talsins. Leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna fleiri kaupsaminga á einu ári, þegar þeir voru 12.650. Velta á fasteignamarkaði var þó 6% meiri á árinu 2020 en 2007 og því er nýliðið ár metár í veltu.
Viðtal
Óheimilt að láta hús eyðileggjast og verða að lýti
Annar helmingur parhúss við Skólagerði í Kópavogi, sem ekki hefur verið haldið við í um sextíu ár og er orðið illa farið vegna raka og myglu, er til sölu í Kópavogi. Í fasteignaauglýsingu er þeim sem vilja skoða húsið að innan ráðlagt að gera það í hlífðarfatnaði. Sigurður H. Guðjónsson, formaður húseigendafélagsins, segir að lögum samkvæmt eigi að vera unnt að koma í veg fyrir að hús fari svona illa. Bæjaryfirvöld eigi að hindra niðurníðslu húsa.
08.02.2021 - 09:29
Viðtal
Íbúðaverð hækkaði meira í fyrra en búist var við
Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að fasteignaverð hafi hækkað meira í fyrra en búist hafi verið við í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Mikil spenna hafi myndast á fasteignamarkaði eftir vaxtalækkun á miðju síðasta ári, íbúðasala jókst og fasteignaverð hækkaði.
04.02.2021 - 19:57
Spegillinn
Ekki fasteignasala að skipta sér af óleyfisbúsetu
Í nýrri skýrslu vinnuhóps húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er lagt til að fólki verði leyft að skrá aðsetur í atvinnuhúsnæði. Fasteignasali sem selur og leigir meðal annars íbúðir í atvinnuhúsnæði telur að það væri skref í rétta átt. Staða fólks sem leigir atvinnuhúsnæði sé oft erfið.
Myndskeið
Byggja hátt í 800 íbúðir á Héðinsreit og í Gufunesi
Framkvæmdir við byggingu 330 íbúða á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur eru hafnar. Framkvæmdastjóri Spildu ehf. sem stendur að hluta verkefnisins segir að nú sé mun auðveldara að fjármagna slík verkefni en fyrir ári síðan. Sama félag hyggst byggja 600 til 700 íbúðir í Gufunesi á næstu fimm árum.
Myndskeið
Rýma fyrir 83 íbúðum í Vesturbænum
Undirbúningur að byggingu áttatíu og þriggja nýrra íbúða á Byko-reitnum til móts við JL-húsið í Vesturbæ Reykjavíkur er hafinn. Fyrstu íbúðirnar verða tilbúnar eftir um það bil tvö ár.
Myndskeið
64 íbúðir í húsinu sem áður hýsti Þórscafé og Baðhúsið
Verið er að reisa 64 íbúðir í sögufrægu húsi við Brautarholt sem hefur verið í niðurníðslu árum saman. Verktakinn segir að húsið sé í hörmulegu ástandi. Kostnaður við verkið er rúmur milljarður.
02.01.2021 - 19:32
Myndskeið
„Meira svigrúm hjá mörgum til þess að fara í stór kaup“
Efnahagskreppan hefur enn sem komið er lítil sem engin áhrif haft á fasteignamarkaðinn. Eignir seljast sem aldrei fyrr og verð fer stöðugt hækkandi. Formaður Félags fasteignasala segir að það sé mjög mikið að gera.
Gandalfur, Bilbó og Gimli vilja bjarga heimili Tolkien
Stórleikarinn Sir Ian McKellen er kominn í hóp þekktra listamanna sem ætla að festa kaup á íbúðarhúsi rithöfundarins J.R.R. Tolkien. Húsið er í Oxford og talið er að Tolkien hafi skrifað Hringadróttinssögu og Hobbitann á meðan hann bjó þar á fyrri hluta síðustu aldar. Hópurinn, sem samanstendur aðallega af fólki tengdu verkum Tolkiens á einhvern hátt, vill varðveita húsið fyrir komandi kynslóðir.
04.12.2020 - 16:17
Kveikur
Þegar draumaheimilið er gallað
Hildur Gylfadóttir og Ágúst Scheving Jónsson fluttu inn í draumahúsið sitt árið 2018 en fundu strax á því galla. En það er flókið ferli að fá úr slíkum göllum greitt.
03.12.2020 - 07:00
Myndskeið
Hlutdeildarlán - fáar íbúðir virðast í boði
Hámarksverð nýrra íbúða í reglugerðardrögum um hlutdeildarlán er svo lágt að erfitt er að finna fasteignir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla skilyrðin. Tekjulágir geta sótt um hagstæð hlutdeildarlán um mánaðamótin. Þau eru hluti af lífskjarasamningunum. 
Mesta hækkun á fasteignamarkaði í þrjú ár
Mikil virkni hefur verið á fasteignamarkaði í sumar. Mesta hækkun íbúðaverðs í þrjú ár mældist á höfuðborgarsvæðinu og hrein útlán viðskiptabankanna hafa stóraukist á undanförnum mánuðum.