Færslur: Fasteignaverð
Skortur á lóðum og lágir vextir hækka fasteignaverð
Páll Pálsson fasteignasali segir mjög hátt verð á lóðum og takmarkað framboð nýrra íbúða vera meðal þess sem veldur því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sé mun hærra en það þyrfti að vera. Sögulega lágir vextir hafi einnig áhrif á verðið.
02.01.2021 - 05:46
„Meira svigrúm hjá mörgum til þess að fara í stór kaup“
Efnahagskreppan hefur enn sem komið er lítil sem engin áhrif haft á fasteignamarkaðinn. Eignir seljast sem aldrei fyrr og verð fer stöðugt hækkandi. Formaður Félags fasteignasala segir að það sé mjög mikið að gera.
06.12.2020 - 18:49
Hlutdeildarlán - 87 íbúðir uppfylltu skilyrðin
Aðeins 87 nýjar íbúðir hafa verið seldar á höfuðborgarsvæðinu fyrstu átta mánuði ársins sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán samkvæmt drögum að reglugerð. Talan er frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sagði hins vegar í minnisblaði á mánudaginn að þær væru samtals 220.
14.10.2020 - 18:51
Vaxtalækkanir blása krafti í fasteignamarkaðinn
Vaxtalækkanir hafa blásið meiri krafti í fasteignamarkaðinn en gert var ráð fyrir. Þetta segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur á hagfræðideild Landsbankans, í viðtali í Síðdegisútvarpinu dag.
10.07.2020 - 19:07
Bankarnir aldrei lánað meira fyrir íbúðarkaupum
Hrein ný útlán íslensku viðskiptabankanna vegna íbúðarkaupa hafa aldrei verið meiri í einum mánuði, eins og þau voru í maí síðastliðnum. Þá námu ný útlán bankanna 22,3 milljörðum króna.
09.07.2020 - 08:51
Methreyfing á íbúðamarkaði í maí og júní
Methreyfing hefur verið á fasteignamarkaði í maí og júní og er hún helmingi meiri en í sömu mánuðum í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt í fasteignaviðskiptum í samkomubanninu virðist sem fjórðungi fleiri eignir hafi selst á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Lágir vextir með lægri greiðslubyrði lána eru sagðir helsta ástæðan fyrir aukinni veltu.
08.07.2020 - 18:53
Mesta hækkun á íbúðaverði milli mánaða frá 2018
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 0,8 prósent milli apríl og maí. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði verð á fjölbýli um 0,9 prósent en verð á sérbýli um 0,6 prósent.
19.06.2020 - 11:21
Íbúðaverð hækkar mest á Akranesi
Íbúðaverð hækkaði mest á Akranesi síðasta árið. Verð á íbúðum hefur hækkað meira utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess, en sú þróun er í samræmi við þróun síðustu ára. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans um fasteignamarkaðinn.
09.06.2020 - 20:00
Íbúðaverð hækkar, mikið framboð og mikil óvissa
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,5% á milli mánaða í febrúar. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir ennfremur að vísbendingar séu um að framboð nýrra íbúða sé meira nú en nokkru sinni fyrr. Mikil óvissa sé þó á íbúðamarkaði vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.
18.03.2020 - 10:56
Húsnæði sem fólk vill ekki eða hefur ekki efni á
Þrátt fyrir viðvörunarorð var farið í að byggja íbúðir sem kaupendur hvorki vilja né hafa ráð á að kaupa, segir hagfræðingur. Afleiðingin er sú að það getur tekið marga mánuði að selja nýjar íbúðir.
18.02.2020 - 22:21
Hægar gengur að selja nýjar íbúðir
Íbúðum fjölgaði um 3.400 á landinu öllu í fyrra. Þetta er mesta fjölgun síðan árið 2008 þegar þeim fjölgaði um 3.700, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mun lengri tíma tekur að selja nýjar íbúðir en þær eldri.
18.02.2020 - 12:05
Vill að skattlagning miðist við lóðir en ekki byggingar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, leggur til að áætlað lóðarverð verði andlag fasteignaskatts,í stað fasteignamats á þeim húsum sem á þeim standa. Þetta kom fram í dag, í sérstakri umræðu á Alþingi um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að forsendur til að taka upp slíkt kerfi séu ekki fyrir hendi í dag.
28.11.2019 - 18:26
Miðborgarálagið hefur lækkað verulega
Mjög hefur dregið úr verðmun á nýjum seldum íbúðum í miðborg Reykjavíkur og öðrum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Nýjar íbúðir í miðborginni eru umtalsvert minni en áður.
31.10.2019 - 09:45
Jafnvægi á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu
Íbúðamarkaður á höfuðborgarsvæðinu er í jafnvægi samkvæmt tilkynningu frá Íbúðalánasjóði sem byggð er á tölum Þjóðskrár Íslands. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að tölurnar gefi til kynna að ákveðið jafnvægi sé komið á fasteignamarkaðinn.
17.07.2019 - 15:48
84% íbúða seldust undir ásettu verði
Alls seldust 84 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði í apríl og einungis 10% íbúða seldist yfir ásettu verði. Verð minni íbúða hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum.
12.06.2019 - 07:34
Minnsta hækkun fasteignaverðs síðan 2011
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 6,2 prósent á milli áranna 2017 og 2018. Það er minnsta hækkun milli ára frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í morgun. Skýringin gæti verið óvissa í tengslum við kjarasamninga og að fólk kjósi að bíða með fasteignakaup og sjá hvernig mál þróast.
18.01.2019 - 10:08
Fasteignamat Þjóðskrár á Hörpu staðfest
Mat Þjóðskrár Íslands um að tekjuöflunarhæfi Hörpu sé fjórfalt á við skrifstofurými og að tekjuöflunarhæfi bílastæðanna sé 40 prósent, stendur. Yfirfasteignamatsnefnd hefur úrskurðað um að rétt hafi verið að breyta matsflokkum til þess að ákvarða fasteignamat tónleika- og ráðstefnuhússins.
02.01.2019 - 20:30
Þingholtin sjö sinnum dýrari en Bolungarvík
Þingholtin í Reykjavík eru með hæsta heildarmat fasteigna á landinu, eða samanlagt verðmat fasteignar og lóðar, þar sem sambærilegar fasteignir á hvorum stað eru bornar saman. Lægsta verðmatið er í Bolungarvík, annað árið í röð. Heildarmatið munar um 85 milljónum króna milli þessara staða. Þingholtin eru metin á 99 milljónir en Bolgunarvík 14,5.
24.08.2018 - 05:25
Airbnb ýtir undir verðhækkun húsnæðis
Aukin umsvif Airbnb hér á landi hafa ýtt undir verðhækkun íbúðarhúsnæðis á undanförnum árum. Í nýrri rannsóknarritgerð Seðlabanka Íslands um áhrif Airbnbn á íslenskan húsnæðismarkað kemur fram að rekja megi 2% af árlegri verðhækkun íbúðarhúsnæðis á síðustu þremur árum beint til Airbnb. Það svarar til um 15% af þeirri hækkun sem orðið hefur á íbúðaverði á þeim tíma.
27.02.2018 - 12:11
Fasteignaverð á Akureyri hækkar mikið
Miklar breytingar hafa orðið á fasteignamarkaði á Akureyri síðustu mánuði og fasteignaverð hækkað um 22% milli ára. Verðið er þó enn um fjórðungi lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Söluverð íbúða á Akureyri dugir nú vel fyrir byggingakostnaði og því er meiri hvati til að byggja.
17.01.2018 - 12:45
Fasteignaverð hækkar enn
Verð á einbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8 prósent í september síðastliðnum og verð á fjölbýli um 0,5 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans sem kom út í dag.
18.10.2017 - 13:42
Fasteignaverð tekur kipp
Fasteignaverð heldur áfram að hækka mikið frá því í fyrra. Á síðustu 12 mánuðum hefur verð á fjölbýli hækkað um 18,4 prósent og verð á einbýli um 20,8 prósent, að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í ágúst.
20.09.2017 - 12:05
Vísbendingar um að fasteignaverð sé á toppnum
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri telur að vísbendingar séu um að fasteignaverð hafi náð hámarki þótt ekkert bendi til samdráttar í verði.
13.07.2017 - 22:32
Íbúðaverð nálgast byggingarkostnað
„Reykjanesbær er góður búsetukostur." Þetta slagorð er að finna á heimasíðu bæjarins. Við hliðina á því má sjá myndir sem sennilega eiga að undirstrika hvers vegna. Þær sýna káta krakka í sundi, götu prýdda blómakerjum og ungt par í kvöldgöngu með hraustlegan hund. Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað og kannanir benda til þess að mikill meirihluti þeirra sé ánægður. Slagorðið er því ekki út í bláinn. Fasteignamarkaðurinn var lengi botnfrosinn en hefur nú tekið við sér.
26.06.2017 - 17:25