Færslur: Fasteignamarkaður

Fermetrinn lækkaði í verði í september
Fermetraverð einbýlishúsa lækkaði í síðasta mánuði, í fyrsta skipti síðan í júní 2020. Fasteignaverð í fjölbýli hefur einnig lækkað nýverið og yfirmaður viðskiptagreiningar hjá Deloiette telur að fasteignamarkaðurinn sé að kólna.
26.10.2022 - 15:08
Fasteignamarkaðurinn kólnar áfram
Mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána hefur hækkað um 65% frá fyrri hluta árs 2021. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem gefin var út í morgun. Fasteignamarkaðurinn heldur áfram að kólna og eykst framboð íbúða hratt á sama tíma og viðskiptum fer fækkandi.
Ekki byggt nóg í Ósló til að mæta þörfinni
Búist er við að um 1.850 nýjar íbúðir komi á markað í Ósló, höfuðborg Noregs, á þessu ári. Þörf er á um það bil þrjú þúsund íbúðum.
Vanskil heimilanna með því lægsta sem verið hefur
Vanskil heimila í landinu eru með því lægsta sem verið hefur, 0,8 prósent af útlánum um mitt ár, samkvæmt nýjustu tölum frá Seðlabankanum og Hagstofu Íslands. Staða heimilanna er góð í sögulegu samhengi, ef tekið er mið af tölum fram á mitt þetta ár. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að hægt hafi á skuldavexti heimilanna, sem séu ánægjuleg tíðindi. 
Virðist sjá fyrir endann á hækkun fasteignaverðs
Nú virðist sjá fyrir endann á þeim miklu verðhækkunum sem einkennt hafa íbúðamarkaðinn á Íslandi nánast frá upphafi heimsfaraldurs snemma árs 2020. Árshækkun á verði íbúða hefur þó ekki verið meiri frá árinu 2006.
Íbúðum á sölu fjölgar hratt
Framboð íbúða á fasteignamarkaði hefur aukist hratt að undanförnu. Frá 20. til 29. ágúst fjölgaði þeim um 101 á höfuðborgarsvæðinu. Frá júlílokum hefur íbúðunum fjölgað um 313, úr 700 í 1013. Þetta er 45% aukning á einum mánuði. Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Sér vísbendingar um viðsnúning á fasteignamarkaði
Það er að hægjast á hækkun fasteignarveðs og íbúðum sem seljast hátt yfir ásettu verði fer fækkandi. Það eru merki þess að fasteignamarkaðurinn sé að kólna, að mati hagfræðings Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
25.08.2022 - 21:51
Húsnæðisuppbygging utan borgarinnar ekki meiri frá 2008
Tæplega 2.700 íbúðir eru í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins og hafa þær ekki verið fleiri síðan árið 2008. Þetta kemur fram í samantekt hagfræðideildar Landsbankans.
28.07.2022 - 09:06
Sjónvarpsfrétt
Vísbendingar um minnkandi spennu á húsnæðismarkaði
Vísbendingar eru um minnkandi spennu á fasteignamarkaði. Færri mæta á opin hús og færri íbúðir seljast á yfirverði. Svo virðist sem vaxtahækkanir Seðlabankans séu farnar að hafa áhrif og færri hafi efni á að taka lán.
Íbúðaverð hækkar um 24 prósent á einu ári
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í maí leiðir í ljós hækkun um 24% á einu ári. Þetta er mesta hækkun á tólf mánaða tímabili síðan árið 2006, þegar mikil hækkunaralda gekk yfir húsnæðismarkaðinn á uppgangsárunum í aðdraganda efnahagshrunsins 2008.
Spegillinn
Telur vexti hafa verið lækkaða of skarpt í faraldrinum
Seðlabankinn fór of skarpt í vaxtalækkanir til að bregðast við faraldrinum og átti þannig þátt í því að fasteignamarkaðurinn fór að nokkru leyti úr böndunum. Það má sjá núna, að dómi Jóns Þórs Sturlusonar forseta Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, en auðvitað hafi aðstæður verið fordæmalausar á sínum tíma.
Sjónvarpsfrétt
2,6 milljarðar í íbúðir fyrir efnaminni
2,6 milljörðum króna var í dag úthlutað til húsnæðisuppbyggingar í almenna íbúðakerfinu. Eftirspurnin er langt umfram framboð og stendur vilji til að fjölga íbúðum enn frekar.
Spá 0,75 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir um 0,75 prósentustig á fundi peningastefnunefndar bankans í næstu viku. Gangi spár eftir hækka vextirnir úr 3,75% upp í 4,5% og verða þá orðnir jafnháir og um mitt ár 2019, þegar bankinn hóf að lækka vexti.
Færri lán veitt vegna skorts á eignum og verðhækkana
Í nokkurn tíma hafa engar eignir sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána verið í boði á höfuðborgarsvæðinu. Skortur á eignum og verðhækkanir hafa valdið því að færri hlutdeildarlán eru veitt en væntingar stóðu til þegar úrræðið var sett á laggirnar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur nú að þriðju úthlutun ársins.
Sjónvarpsfrétt
Keppast við að yfirbjóða í takmarkaðan fjölda íbúða
Íbúðir sem auglýstar eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu hafa aldrei selst eins hratt. Tilvonandi fasteignakaupendur sem litu við á opið hús á dögunum segja farir sínar ekki sléttar af húsnæðisleitinni.
Allt að helmingshækkun húsnæðis á Akureyri
Fasteignasali á Akureyri segir húsnæðisverð í bænum hafa hækkað um þrjátíu til fimmtíu prósent á síðustu tveimur til þremur árum. Mikill skortur sé á eignum á sölu og um helmingur er seldur á yfirverði.
20.05.2022 - 11:54
Sjónvarpsfrétt
Vilja byggja 35.000 íbúðir á 10 árum
Starfshópur forsætisráðherra leggur til að byggðar verði þrjátíu og fimm þúsund íbúðir á landinu næstu tíu ár, til þess að bregðast við húsnæðisskorti. Hópurinn vill að ríki og sveitarfélög geri rammasamning sín á milli til þess að tryggja uppbygginguna.
Viðtal
„Aldrei verið jafn fáar íbúðir til sölu“
Aðeins rúmlega 300 íbúðir eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu og þyrftu að vera tíu sinnum fleiri til að jafnvægi næðist á markaðnum, segir Monika Hjálmtýsdóttir, varaformaður Félags fasteignasala. Meðalkaupverð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 20 milljónir undanfarið ár. Til að slá á eftirspurnina gæti Seðlabankinn þurft að hækka vexti enn meira að mati hagfræðings hjá Landsbankanum.
16.02.2022 - 19:51
Fasteignaverð hækkaði um 5 milljónir á tveimur mánuðum
Meðalkaupverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um fimm milljónir króna á tveimur mánuðum. Árshækkun á verði sérbýlis hefur ekki verið meiri frá því skömmu fyrir hrun.
Fasteignir halda áfram að hækka í verði
Verð á fasteignum hækkaði um 1,5% á landinu öllu í desember miðað við vísitölu söluverðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Hækkun á einu ári nemur 16,6 prósentum en það er sérbýli á höfuðborgarsvæðinu sem mest áhrif hefur á hana. Greinendur gera ráð fyrir hækkun stýrivaxta Seðlabankans.
Hækkun húsnæðisverð hvergi meiri en á Íslandi
Hvergi í Evrópu hefur húsnæðisverð hækkað jafn mikið og á Íslandi undanfarinn áratug. Leiguverð hefur ekki hækkað jafn ört en er þó með því hæsta sem gerist í álfunni.
Sögulega lítið af húsnæði til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi einbýlishúsa og fjölbýlishúsaíbúða til sölu á höfuðborgarsvæðinu er í sögulegu lágmarki. Fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu sem er rúmlega 20% minna en var um það bil mánuði fyrr. Hlutfall óverðtryggðra lána við íbúðarkaup fer vaxandi.
Fasteignarisinn Evergrande stöðvar hlutabréfaviðskipti
Stjórnendur kínverska fasteignarisans Evergrande tilkynntu í morgun stöðvun viðskipta með hlutabréf félagsins í kauphöllinni í Hong Kong. Fyrirtækið skuldar 300 milljarða bandaríkjadala og á í mesta basli með að standa við skuldbindingar sínar.
Verðbólgan upp fyrir 5 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent á milli mánaða og mælist verðbólga á ársgrundvelli nú 5,1 prósent.
Of mikil gírun helsta ógnin
Helsta ógn við fjármálastöðugleika er tilhneiging fólks til að nýta verðhækkanir á húsnæði og hlutabréfum til enn frekari skuldsetningar. Fjármálastöðugleikanefnd birti í morgun mat sitt á stöðu fjármálakerfisins.

Mest lesið