Færslur: Fasteignamarkaður

Myndskeið
Íbúðir seljast hraðar en áður
Íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seldust hraðar í desember en nokkru sinni síðan Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, og áður Íbúðalánasjóður, tóku að halda utan um meðalsölutíma íbúða árið 2014. Fasteignirnar sem seldust í desember höfðu að meðaltali verið 41 dag á sölu, íbúðir í fjölbýlishúsum 40 daga og sérbýli í 44 daga. Húsnæðisverð hækkaði hratt í fyrra sem var metár í veltu. Í Silfrinu í morgun var rætt um fasteignamarkaðinn, mögulega galla hans og hvaða leiðir væru í boði.
14.02.2021 - 16:09
Velta á fasteignamarkaði tvöfaldast
Hátt í þúsund samningum vegna fasteignakaupa var þinglýst í síðasta mánuði og heildarveltan nam tæpum 70 milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt Þjóðskrár.
14.02.2021 - 15:44
Miklar sveiflur hérlendis í verði og framboði fasteigna
Raunverð íbúða á Íslandi hefur hækkað um 40% frá árinu 2015 en eitt til 20% í á hinum Norðurlöndunum. Verð íbúða í Finnlandi hefur haldist nánast óbreytt á því tímabili. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans.
Viðtal
Íbúðaverð hækkaði meira í fyrra en búist var við
Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að fasteignaverð hafi hækkað meira í fyrra en búist hafi verið við í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Mikil spenna hafi myndast á fasteignamarkaði eftir vaxtalækkun á miðju síðasta ári, íbúðasala jókst og fasteignaverð hækkaði.
04.02.2021 - 19:57
Einstaklingur metinn til fjár í fasteignagallamáli
Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, segir dóm um nágranna sem taldist galli á fasteign vera stórmerkilegan og stefnumarkandi. Þar sé einstaklingur metinn til fjár.
03.02.2021 - 17:30
Myndskeið
Byggja hátt í 800 íbúðir á Héðinsreit og í Gufunesi
Framkvæmdir við byggingu 330 íbúða á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur eru hafnar. Framkvæmdastjóri Spildu ehf. sem stendur að hluta verkefnisins segir að nú sé mun auðveldara að fjármagna slík verkefni en fyrir ári síðan. Sama félag hyggst byggja 600 til 700 íbúðir í Gufunesi á næstu fimm árum.
Myndskeið
Rýma fyrir 83 íbúðum í Vesturbænum
Undirbúningur að byggingu áttatíu og þriggja nýrra íbúða á Byko-reitnum til móts við JL-húsið í Vesturbæ Reykjavíkur er hafinn. Fyrstu íbúðirnar verða tilbúnar eftir um það bil tvö ár.
Myndskeið
64 íbúðir í húsinu sem áður hýsti Þórscafé og Baðhúsið
Verið er að reisa 64 íbúðir í sögufrægu húsi við Brautarholt sem hefur verið í niðurníðslu árum saman. Verktakinn segir að húsið sé í hörmulegu ástandi. Kostnaður við verkið er rúmur milljarður.
02.01.2021 - 19:32
Skortur á lóðum og lágir vextir hækka fasteignaverð
Páll Pálsson fasteignasali segir mjög hátt verð á lóðum og takmarkað framboð nýrra íbúða vera meðal þess sem veldur því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sé mun hærra en það þyrfti að vera. Sögulega lágir vextir hafi einnig áhrif á verðið.
Fasteignamarkaður líflegur á árinu
Sögulega lágir vextir, góðir lánamöguleikar og sterkur kaupmáttur skýrir lífleg fasteignaviðskipti að undanförnu. Ástandið mun þó aðeins tekist að róast og færri íbúðir skráðar til sölu enda mikið selst á árinu.
Myndskeið
„Meira svigrúm hjá mörgum til þess að fara í stór kaup“
Efnahagskreppan hefur enn sem komið er lítil sem engin áhrif haft á fasteignamarkaðinn. Eignir seljast sem aldrei fyrr og verð fer stöðugt hækkandi. Formaður Félags fasteignasala segir að það sé mjög mikið að gera.
Opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán
Margir sóttu um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í gær þegar opnað var fyrir umsóknir. Á það bæði við um tekjulága og byggingaverktaka, sem vilja byggja hagkvæmt húsnæði. Fyrsta úthlutun verður væntanlega fyrstu vikuna í desember. Enn er beðið eftir reglugerð. 
Hlutdeildarlán - 87 íbúðir uppfylltu skilyrðin
Aðeins 87 nýjar íbúðir hafa verið seldar á höfuðborgarsvæðinu fyrstu átta mánuði ársins sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán samkvæmt drögum að reglugerð. Talan er frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sagði hins vegar í minnisblaði á mánudaginn að þær væru samtals 220. 
Afstaða til hlutdeildarlána byggð á vísbendingum
Það er mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að hlutdeildarlán nýtist þeim hópum sem til var ætlast. Stofnunin lagði fram upplýsingar á fundi velferðarnefndar Alþingis í morgun, en ekki liggja þó fyrir endanlegar greiningar á stöðunni. Formaður velferðarnefndar hefur áhyggjur af því að úrræðið gæti á endanum ekki nýst þeim sem helst þurfa.
Samdráttur á flestum sviðum en bjartara framundan
Einn mesti samdráttur landsframleiðslu á Íslandi í heila öld blasir við á árinu 2020. Horfur eru á að landsframleiðslan dragist saman um allt að 7,6%. Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki og getur átt eftir að aukast. Verðbólga ársins mælist um 2,8%.
Hlutdeildarlán gætu leitt til hækkunar fasteignaverðs
Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán var samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Þeim er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum að eignast sína fyrstu íbúð. Hagfærðingur Landsbankans segir aðgerðirnar geta leitt til þess að fasteignir hækki í verði.
04.09.2020 - 14:13
Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda
Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að fólk sem tekur óverðtryggð lán geri sér grein fyrir að 1% stýrivextir Seðlabanka séu ekki komnir til að vera. Afborganir lána gætu hækkað verulega þegar stýrivextir hækka á ný. Samkvæmt lauslegum útreikningum gæti mánaðarleg greiðslubyrði húsnæðisláns hækkað um jafnvel 70 þúsund krónur.
28.08.2020 - 12:35
Vita minnst um mesta kostnaðinn
„Þetta er bara villta vestrið hérna á Íslandi,” segir Sigmundur Grétar Hermannsson, húsasmíðameistari um fasteignamarkaðinn og byggingariðnaðinn á Íslandi. Hann á sér þúsundir fylgjenda á instagram undir nafninu Simmi smiður og er mikið kappsmál að fólki taki upplýstar ákvarðanir í fasteignaviðskiptum. Honum er tíðrætt um mikilvægi þess að gera ítarlega ástandsskoðanir á fasteignum. Alltof algengt sé að fólk renni blint í stærstu fjárfestingu lífs síns. Þá hjálpi innviðir kerfisins ekki til.
27.08.2020 - 09:39
Mesta hækkun á fasteignamarkaði í þrjú ár
Mikil virkni hefur verið á fasteignamarkaði í sumar. Mesta hækkun íbúðaverðs í þrjú ár mældist á höfuðborgarsvæðinu og hrein útlán viðskiptabankanna hafa stóraukist á undanförnum mánuðum.
Standsettu íbúðina með húsgögnum sem þau fengu gefin
Íslensk fjölskylda er í sviðsljósinu hjá danskri sjónvarpsstöð í þætti sem fjallar um hve auðvelt sé að ná í húsmuni í tóma íbúð með því sem hægt sé að fái ókeypis í gegnum samfélagsmiðla. 115 fermetra íbúð fjölskyldunnar var fyllt af húsgöngum á sjö tímum.
19.08.2020 - 21:00
Útlit fyrir aukið framboð skrifstofuhúsnæðis í miðbænum
Útlit er fyrir að framboð skrifstofuhúsnæðis í miðborg Reykjavíkur komi til með að aukast verulega á næstu þremur árum, ef marka má samantekt Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Samvæmt samantektinni geta um 44 þúsund fermetrar flætt inn á markaðinn á næstu misserum.
12.08.2020 - 06:47
Íslendingar eiga met í búferlaflutningum innanlands
Fólksflutningar innanlands eru tíðastir á Íslandi af öllum ríkjum Evrópu. Þetta eru niðurstöður greiningar Population Europe, sem er samstarfsnet helstu lýðfræðirannsóknasetra Evrópu. Tíðni fólksflutninga innan ríkja er mæld með vísi sem kallast ACMI. Hann tekur til allra breytinga á heimilisfangi íbúa á tilteknum stað á eins árs tímabili. Samkvæmt greiningunni skiptu að jafnaði 19,1 prósent Íslendinga um heimilisfang á einu ári.  
14.07.2020 - 13:14
Viðtal
Vaxtalækkanir blása krafti í fasteignamarkaðinn
Vaxtalækkanir hafa blásið meiri krafti í fasteignamarkaðinn en gert var ráð fyrir. Þetta segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur á hagfræðideild Landsbankans, í viðtali í Síðdegisútvarpinu dag.
10.07.2020 - 19:07
Bankarnir aldrei lánað meira fyrir íbúðarkaupum
Hrein ný útlán íslensku viðskiptabankanna vegna íbúðarkaupa hafa aldrei verið meiri í einum mánuði, eins og þau voru í maí síðastliðnum. Þá námu ný útlán bankanna 22,3 milljörðum króna.
Myndskeið
Methreyfing á íbúðamarkaði í maí og júní
Methreyfing hefur verið á fasteignamarkaði í maí og júní og er hún helmingi meiri en í sömu mánuðum í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt í fasteignaviðskiptum í samkomubanninu virðist sem fjórðungi fleiri eignir hafi selst á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Lágir vextir með lægri greiðslubyrði lána eru sagðir helsta ástæðan fyrir aukinni veltu.