Færslur: Fasteignamarkaður

Umsvif minnka en fasteignaverð hækkar áfram
Minnkandi framboð af íbúðum til sölu hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarna mánuði. Kaupsamningum fækkar og veltan minnkar. Spennan er samt áfram mikil og verð hækkar enn.
14.10.2021 - 10:01
Spegillinn
Skýla þarf fólki fyrir vaxta- og verðsveiflum
Húsnæðismál eiga að snúast um að fólk komist í öruggt skjól en ekki þjóna fjármálaöflunum að mati Drífu Snædal forseta Alþýðusambands Íslands. Verkalýðshreyfingin geri kröfur á ríkið í húsnæðismálum - hver sem staða samninga sé. 
Spegillinn
Fasteignamarkaður á flugi en þó ekki bóla
Fasteignamarkaðurin hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarin misseri og verðhækkanir fyrst og fremst knúnar af eftirspurn eftir sérbýli. Það er nokkuð sem fór að bera á eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á segir Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hún telur að dragi úr hækkunum á næstunni þó að hún búist ekki við verðfalli.
Efar að nýjar reglur hafi teljandi áhrif á húsnæðisverð
Verðhækkun á húsnæði er helsti drifkraftur verðbólgu hér á landi og samkvæmt íbúðavísitölu Þjóðskrár hækkaði húsnæðisverð um 2,2 prósent milli mánaða í ágúst. Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ, segir ólíklegt að nýjar reglur Seðlabankans um hámark greiðslubyrðar hafi teljandi áhrif á húsnæðisverð. Vandinn sé aðallega á framboðshliðinni.
02.10.2021 - 12:54
Spegillinn
Lág- og meðaltekjufólk hrekst frá Stokkhólmi
Þrjátíu þúsund krónur á dag, hvern einasta dag, síðustu tíu árin. Svo mikið hafa íbúar í fínustu úthverfum Stokkhólm grætt á því einu að búa í einbýlishúsunum sínum. Gríðarlega hækkanir á húsnæðisverði í Svíþjóð undanfarinn áratug hafa skapað mikil auðæfi. En um leið ýtt undir misskiptingu og margskonar samfélagslegan vanda.
24.09.2021 - 07:13
Þriðjungur seldist yfir ásettu verði
Nærri þriðjungur íbúða sem voru á sölu í maí á landinu öllu seldust yfir ásettu verði. Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að þetta sé methlutfall frá upphafi mælinga sem hófust í janúar 2013.
Þróun fasteignaverðs stærsti óvissuþátturinn
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólga mælist 4,4% í júlí, eða 0,1 prósentustigi hærra en nú er.
Umdeild ummæli seðlabankastjóra
Forsvarsmenn stærstu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu furða sig á ummælum seðlabankastjóra um að skortur á lóðaframboði og nýbyggingum hafi leitt til mikillar hækkunar á fasteignamarkaði.
Sjónvarpsfrétt
Ekki lengur hægt að veðsetja upp í rjáfur
Möguleikar á að taka há íbúðarlán minnka því Seðlabankinn hefur lækkað veðsetningarhlutfall fasteignalána. Ástæðan er aukin skuldsetning heimila. Þeir geta nú aðeins fengið fasteignalán sem nemur 80 prósentum af kaupverði íbúðarinnar en ekki 85 prósentum, samkvæmt ákvörðun Fjármálastöðugleikanefndar. Þau sem kaupa fyrstu sína íbúð geta þó áfram veðsett íbúðina sem nemur 90 prósentum af fasteignamati. 
Veðsetningarhlutfall fasteignalána lækki í 80%
Við núverandi aðstæður er rétt að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda úr 85% í 80%. Hámarkshlutfall fyrir fyrstu kaupendur verður hins vegar óbreytt í 90%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu stendur í stað
Kaupverð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur á síðustu tólf mánuðum hækkað margfalt meira en leiguverð. Leiguverð hefur hækkað um 3,4 prósent en kaupverð um 13 prósent. Leiguverð hækkaði aðeins um 0,1 prósent milli apríl og maí, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár.
27.06.2021 - 14:15
Verð á sérbýli í miðbænum hækkaði um 36% milli ára
Sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið eins stuttur og í apríl á þessu ári þegar íbúðir seldust að meðaltali á þrjátíu og níu dögum. Ekki hefur heldur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði. Um þetta fjallar hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í nýjustu mánaðarskýrslunni.
Gæti orðið högg fyrir mörg heimili
Hætt er við því að þeir sem tóku óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum fái högg þegar vextir taka að hækka á ný segir hagfræðingur. Afborganir gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði.
Fasteignamarkaður á fullu vélarafli
Spáð er áframhaldandi hækkunum á fasteignaverði og hraðri fjölgun ferðamanna í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka sem birt var í morgun.
Vikulokin
Ákveðin hættumerki sjáanleg á fasteignamarkaði
Ákveðin hættumerki eru farin að sjást á fasteignamarkaði og vísbendingar um að bóla sé að myndast, þar sem fasteignaverð er tekið að hækka umfram launahækkanir.
Kaupsamningum fækkaði um nærri 30% milli mánaða
Kaupsamningum fækkaði um nærri 30% á milli mars og apríl í ár, samkvæmt tölum Þjóðskrár um fasteignamarkaðinn.
Aldrei selst jafnmargar íbúðir á einum mánuði
Aldrei hafa selst jafnmargar íbúðir hér á landi og í mars þegar gefnir voru út þrettán hundruð kaupsamningar. Fjórðungur íbúða selst yfir ásettu verði. Þetta kemur fram í nýtútgefinni mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
20.05.2021 - 07:20
Samþykktu ályktun um ástandsskýrslur fasteigna
Alþingi samþykkti í dag þingsályktunartillögu um að ástandsskýrslur fylgi seldum fasteignum. Þingflokkur Pírata og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, lögðu tillöguna fram í fyrra og var það í raun í fimmta sinn sem það var gert.
18.05.2021 - 16:47
Spá fjölgun ferðamanna og auknum hagvexti næstu ár
Landsbankinn og Íslandsbanki eru nokkuð á sama máli um verðbólguþróun næstu missera og ára. Hagdeildir beggja banka telja hámark verðbólgu vera að nást og að verðbólgumarkmið Seðlabanka náist áður en langt um líður.
Landsbankinn tók tilboði í Eiða
Landsbankinn hefur tekið kauptilboði í jörðina Eiða á Fljótsdalshéraði, sem bankinn hefur átt í rúmlega eitt og hálft ár.
10.05.2021 - 17:30
Íbúðaverð hækkaði um 1,6% milli mánaða
Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1,6% milli febrúar og mars. Það er mesta hækkun sem sést hefur milli mánaða síðan í maí 2017 samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Fjöldi undirritaðra kaupsamninga í mánuði er nú svipaður og 2007 og fjórðungur eigna selst yfir ásettu verði.
21.04.2021 - 09:30
Konur frekar í foreldrahúsum en karlar
Hlutfall kvenna, 18 ára og eldri, sem býr í foreldrahúsum er marktækt hærra en hlutfall karla. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og er í samræmi við mælingar síðasta árs. Alls búa 14,3 prósent kvenna yfir 18 ára hjá foreldrum sínum en 8,5 prósent karla. 
16.04.2021 - 13:30
Íbúðum til sölu fækkaði um 58,4 prósent á tólf mánuðum
Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðum til sölu á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 58,4 prósent og hvergi hefur þeim fækkað jafnmikið. Dregið hefur úr fjölda íbúða til sölu í öllum landshlutum nema á Norðvesturlandi þar sem þeim fjölgaði um 24,1 prósent. Þetta kemur fram í apríl-skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
„Stærsti einstaki mánuðurinn minn frá upphafi“
Fasteignasali segist aldrei hafa upplifað önnur eins umsvif á fasteignamarkaði. Tillaga formanns Neytendasamtakanna um lögbundna ástandsskoðun virki ekki nema skoðandinn sé með ábyrgðartryggingu.
15.04.2021 - 21:45
Heimilin hafa staðið af sér faraldurinn
Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi náð sögulegum hæðum í faraldrinum er staða íslenskra heimila mun betri en búist var við. Einstaklingum á vanskilaskrá fækkar og fasteignamarkaðurinn er í fullum blóma.