Færslur: Fasteignamarkaður

Boða skort á húsnæði í náinni framtíð
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun boðar skort á framboðshlið húsnæðismarkaðarins ef fram heldur sem horfir. Stofnunin byggir matið meðal annars á talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu frá því í mars. Þá mældist talsverður samdráttur í íbúðum í byggingu, einkum á fyrstu byggingarstigum.
19.06.2020 - 14:14
Mesta hækkun á íbúðaverði milli mánaða frá 2018
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 0,8 prósent milli apríl og maí. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði verð á fjölbýli um 0,9 prósent en verð á sérbýli um 0,6 prósent.
19.06.2020 - 11:21
Offramboð á Airbnb-íbúðum keyrir niður leiguverð
Lækkun leiguverðs er að stærstum hluta til komin vegna offramboðs á íbúðum sem voru í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Hvort leiguverð heldur áfram að lækka veltur að miklu leyti á hvort ferðaþjónustan tekur við sér á ný.
18.06.2020 - 12:23
Samkomubann hafði áhrif á þinglýsingu kaupsamninga
Formaður Félags fasteignasala segir að eldra fólk hafi nánast horfið af fasteignamarkaði þegar COVID-19-faraldurinn náði hámarki. Samkomubann og takmarkanir á starfsemi sýslumanns hafi valdið því að þinglýstum kaupsamningum fækkaði um helming í síðasta mánuði.
16.05.2020 - 19:08
„Afstaða Reita hefur verið sú að lækka ekki leigu“
Reitir, stærsta leigufélag landsins, ætlar ekki að lækka húsaleigu hjá viðskiptavinum sínum, að minnsta kosti ekki í bili. Forstjóri Reita segir að margir hafi þó óskað eftir að leigan verði lækkuð. Félagið hefur boðist til að fresta leigugreiðslum hjá fyrirtækjum sem hafa lent í fjárhagslegum vandræðum.
Hrun á Airbnb og horfur á að leiguverð geti lækkað
Heildarvelta Airbnb-íbúða hefur dregist saman um nær 30% á höfuðborgarsvæðinu á því ári sem liðið er frá gjaldþroti WOW Air. Samdrátturinn í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins nemur um 10%. Þetta kemur fram í mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 
31.03.2020 - 11:28
Íbúðaverð hækkar, mikið framboð og mikil óvissa
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,5% á milli mánaða í febrúar. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir ennfremur að vísbendingar séu um að framboð nýrra íbúða sé meira nú en nokkru sinni fyrr. Mikil óvissa sé þó á íbúðamarkaði vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.
Myndskeið
Húsnæði sem fólk vill ekki eða hefur ekki efni á
Þrátt fyrir viðvörunarorð var farið í að byggja íbúðir sem kaupendur hvorki vilja né hafa ráð á að kaupa, segir hagfræðingur. Afleiðingin er sú að það getur tekið marga mánuði að selja nýjar íbúðir.
Hægar gengur að selja nýjar íbúðir
Íbúðum fjölgaði um 3.400 á landinu öllu í fyrra. Þetta er mesta fjölgun síðan árið 2008 þegar þeim fjölgaði um 3.700, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mun lengri tíma tekur að selja nýjar íbúðir en þær eldri.
Árborg að rjúfa 10 þúsund íbúa múrinn
Íbúar Árborgar verða orðnir 10 þúsund í næstu viku. Um 300 íbúðir voru í byggingu á Selfossi í upphafi árs en þrátt fyrir það er eftirspurnin umtalsvert meiri en framboðið.
Myndskeið
Nálæg hverfi narta í hæla miðborgarinnar
Miðborgin verður áfram dýrasta hverfi höfuðborgarsvæðisins þótt fasteignaverð í nálægum hverfum nálgist verðið þar. Þótt margar íbúðir í miðbænum standi auðar seljast þær á endanum, segir sérfræðingur í húsnæðismörkuðum.
Miðborgarálagið hefur lækkað verulega
Mjög hefur dregið úr verðmun á nýjum seldum íbúðum í miðborg Reykjavíkur og öðrum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Nýjar íbúðir í miðborginni eru umtalsvert minni en áður.
Svona eignast þú villuna hans Skúla Mogensen
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air setti hús sitt á Seltjarnarnesi á sölu í gær en það hefur vakið verðskuldaða athygli. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að verðmiði hússins væri 700 milljónir króna.
16.10.2019 - 17:22
Viðtal
Kjör á íbúðalánum sögulega góð
Kjör á íbúðalánum eru sögulega góð um þessar mundir, að sögn Elvars Orra Hreinssonar, sérfræðings í greiningu hjá Íslandsbanka. Af 20 milljón króna láni er hægt að spara allt að 200.000 krónur í vaxtakostnað á ári með því að taka hagstæðara lán, sé fólk með um 4 prósenta vexti á núverandi verðtryggðu láni og tekur nýtt verðtryggt lán með 3 prósenta vöxtum.
16.10.2019 - 10:07
Íbúðalánavextir niður um allt að 1,7 prósentur
Vextir á íbúðalánum hafa lækkað um á bilinu 0,5 til 1,7 prósentustig samhliða 1,25 prósentustiga vaxtalækkun Seðlabanka Íslands frá því í maí. Þetta kemur fram í mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir október.
15.10.2019 - 07:41
Eigið fé þurrkaðist upp
Eigið fé fjárfestingasjóðs í eigu Gamma þurrkaðist nánast upp eftir að það var endurmetið. Fjárfestar tapa hundruðum milljónum króna en ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan þeim var kynnt allt önnur og betri staða.
01.10.2019 - 12:12
Óvenju stöðugur fasteignamarkaður
Verð á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mun meira en á eldri íbúðum síðustu ár. Síðustu tvö ár eru hins vegar óvenju stöðug í sögu fasteignamarkaðar höfuðborgarsvæðisins, segir í Hagsjá Landsbankans.
23.09.2019 - 10:17
Meðalsölutími íbúða um 160 dagar
Á fyrri helmingi þessa árs tók að meðaltali 160 daga að selja íbúð víðast hvar á landinu. Það er jafn langur tími og á sama tímabili í fyrra. Suðvesturhornið sker sig örlítið úr en þar hefur meðalsölutími verið um 100 dagar samanborið við 90 daga á síðasta ári.
09.08.2019 - 08:15
Fleiri fyrstu kaupendur
Frá árinu 2009 hefur fyrstu íbúðarkaupum fjölgað meira en annars konar íbúðarkaupum. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var hlutfall fyrstu kaupenda 27,7 prósent samanborið við 7,5 prósent árið 2009.
08.08.2019 - 16:57
Jafnvægi á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu
Íbúðamarkaður á höfuðborgarsvæðinu er í jafnvægi samkvæmt tilkynningu frá Íbúðalánasjóði sem byggð er á tölum Þjóðskrár Íslands. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að tölurnar gefi til kynna að ákveðið jafnvægi sé komið á fasteignamarkaðinn.
Myndskeið
Íbúðir rjúka út í fyrstu blokkinni í 15 ár
Fyrsta fjölbýlishúsið í fimmtán ár rís nú á Ísafirði. Á tíu dögum seldust fjórar af þrettán íbúðum hússins og bæjarstjórinn vonast til að eftirspurnin reynist öðrum hvatning til að ráðast í húsbygginar. 
Fasteignavelta dróst saman í júní
Fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu dróst saman í júní. Veltan dróst saman 9,7% frá því sem hún var í maí. Kaupsamningum fækkaði um 20,4%, úr 623 þinglýstum samningum í 496. Veltan í júní dróst einnig saman um 11,2% milli ára Kaupsamningum fækkaði um 23,8% en 651 samningi var þinglýst í mánuðinum í fyrra.
08.07.2019 - 07:22
64 prósent nýrra íbúða í miðborginni óseld
Tæpir tveir þriðju nýrra íbúða í miðborginni er óseldur, eða um 330 af 519 íbúðum. Það eru um 64 prósent af framboðinu. Fjárfestar hafa endurmetið stöðuna og og gera ráð fyrir mögulegum hverfandi hagnaði vegna dræmrar sölu.
27.06.2019 - 07:20
84% íbúða seldust undir ásettu verði
Alls seldust 84 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði í apríl og einungis 10% íbúða seldist yfir ásettu verði. Verð minni íbúða hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum.
Allt að 70% íbúða í sumum götum á Airbnb
Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráðar eru til útleigu á vefsíðunni Airbnb hefur margfaldast á liðnum árum. Í sumum götum eru allt að 70 prósent eigna skráðar á síðunni. 60 prósent eignanna eru í 101 Reykjavík. Airbnb virðist ýta undir félagslegan ójöfnuð.
03.05.2019 - 14:28