Færslur: FÁSES

Fram og til baka
„Þetta hefur enginn gert síðan Selma '99, Felix minn“
Engum hefur tekist að negla bæði söng og dans í senn eins og Selma Björnsdóttir, fyrr en mögulega í ár, að mati Laufeyjar Helgu Guðmundsdóttur Eurovision-sérfræðings. Hún fer yfir lögin í keppninni ásamt Karli Ágústi Ipsen og bendir meðal annars á að serbneska söngkonan líti út alveg eins og Þóra Arnórsdóttir.
03.05.2022 - 13:51
„Eins og að bíða eftir sjúkdómsniðurstöðu hjá ástvini“
Laufey Helga Guðmundsdóttir, ritari FÁSES, segir að félagar hafi lítið sofið vegna síðustu vendinga í Eurovision-heiminum. Öll hafi þau legið á „refresh“-takkanum og beðið fregna af Gagnamagninu sem greindist covid-neikvætt í gær. Hún býst við rosalegum fyrri riðli í sjónvarpinu í kvöld. 
18.05.2021 - 11:04
Spennan eykst í Rotterdam - stífar æfingar fram undan
Eurovision-vikan er hafin, fyrri undankeppnin er annað kvöld, sú síðari á fimmtudagskvöld og svo nær fjörið hámarki á laugardagskvöld þegar 26 keppendur gera hvað þeir geta til að heilla Evrópu með söng, dansi, vindvélablæstri og eldglæringum.
Viðtal
Hatari óttast að ganga of langt
Eftir að hafa verið kölluð á fund með Jon Ola Sand framkvæmdastjóra Eurovision hefur Hatarahópurinn verið var um sig. Svo virðist sem stjórnendur keppninnar hafi lagt þeim línurnar og stytt í beislinu.
Viðtal
„Þetta er bara mjög falleg stund“
Fulltrúar FÁSES eru í Tel Aviv að fylgjast með Hatara og öðrum keppendum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þau segja að keppnin sé þeirra persónulegu jól, þau verði meyr, mjúk og þakklát fyrir lífið.
09.05.2019 - 09:09
Eistar senda óperusöngkonu til Lissabon
Eistneska óperusöngkonan Elina Nechayeva mun keppa fyrir hönd Eista í Eurovision 2018. Eistneska úrslitakeppnin fór fram þann 3. mars og samanstóð af 10 lögum. Keppnin var haldin í Saku Suurhall í höfuðborginni Tallinn en þar var einmitt Eurovisionkeppnin sjálf haldin árið 2002.
11.03.2018 - 17:28
 · Eurovision · Eistland · FÁSES
Viðburðarík vika í Eurovision-heiminum
Lettar, Slóvenar, Úkraínumenn, Ungverjar og Moldóvar völdu sína fulltrúa í Eurovisionkeppninni um síðastliðna helgi, og lögin eru sannarlega jafn ólík og þau eru mörg.
28.02.2018 - 10:54
Víkingasmellur sigrar dönsku söngvakeppnina
Víkingasmellurinn „Higher Ground“ með Rasmussen sigraði í Dansk Melodi Grand Prix um síðustu helgi og verður lagið því framlag dönsku þjóðarinnar á Eurovisionkeppninni í Lissabon í maí.
12.02.2018 - 12:09
SuRie sigraði Gretu Salóme í Bretlandi
Söngkonan SuRie fór með sigur af hólmi í bresku undankeppninni fyrir Eurovision, You Decide. Lagið Storm sem SuRie flutti verður því framlag Breta í úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Lissabon. Greta Salóme átti lag í keppninni.
09.02.2018 - 11:48
Þátttökusaga keppenda í Söngvakeppninni 2018
RÚV kynnti keppendur í Söngvakeppninni 2018 í sérstökum kynningarþætti sem sýndur var á föstudag. Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva rýndi í framlögin í ár og tók saman stutt ágrip af þátttökusögu keppenda, þar sem það á við, og tónlistarferli.
22.01.2018 - 16:03