Færslur: Farsóttir

Sjónvarpsfrétt
90.000 börn í Perú hafa misst foreldra í faraldrinum
Talið er að um 90.000 börn í Perú hafi misst foreldra vegna covid-faraldursins. Þar er dánartíðni af völdum veirunnar hæst í heimi.
01.01.2022 - 19:03
Gott netaðgengi hjálpaði Norðurlöndunum í farsóttinni
Norðurlöndin stóðu efnahagslegar þrengingar vegna farsóttarinnar betur af sér en flest önnur lönd, ekki síst vegna þess hversu útbreidd stafræn tækni er í löndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu danska seðlabankans, Danmarks Nationalbank. Þar segir að mikil tölvunotkun og gott netsamband hafi auðveldað fólki í norrænu ríkjunum að vinna heima hjá sér.
01.09.2021 - 17:00
Marburgarvírus greindist í Vestur-Afríku í fyrsta sinn
Bráðdrepandi og afar smitandi veirusjúkdómur, svokallaður Marburgarvírus, greindist í Gíneu í vikunni. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi staðfestu að maður hefði látist þar úr skæðri hitasóttinni sem hann veldur, samkvæmt tilkynningu frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni.
10.08.2021 - 04:28
Áfellisdómur yfir sænskum stjórnvöldum
Núverandi og fyrri ríkisstjórnir Svíþjóðar bera ábyrgð á því að ekki tókst að verja eldra fólk fyrir COVID-19, segir í skýrslu nefndar sem var ætlað að meta aðgerðir sóttvarnayfirvalda í baráttunni við kórónuveiruna.
15.12.2020 - 18:21
Borgir á tímum farsótta
Lífslíkur manneskjunnar tóku hástökk eftir iðnbyltingu, þökk sé læknavísindunum og bættri hönnun í borgarlandslaginu. Saga holræsa og mengunarvarna er samofin borgarmenningu og það var ekki að ástæðulausu að háir hælar komust í tísku þegar miðaldastrætin voru full af skít.
Útgöngubann áfram í Melbourne
Strangt útgöngubann í Melbourne í Ástralíu verður framlengt um tvær vikur. Þetta tilkynntu yfirvöld í dag. Nýjum tilfellum Covid-19 hefur ekki fækkað nóg til að unnt sé að slaka á.
Ferðafólki vísað frá Færeyjum
Þremur ferðalöngum frá Rúmeníu og Spáni sem komu til Færeyja um helgina var synjað um að koma inn í landið. Fólkið lenti á Voga-flugvelli á föstudag og laugardag. Öllum var gert að snúa til síns heima.
Myndband
36 smit áhafnar í Noregi - 400 farþegar í sóttkví
Þrjátíu og sex skipverjar skemmtiferðaskips í Noregi eru með COVID-19. 400 farþegar þurfa að fara í sóttkví. Skipafélagið er sakað um að hafa leynt ástandinu um borð. 
02.08.2020 - 19:40
Telja að bóluefni Finna verði tilbúið haustið 2021
Vísindamenn við Háskólann í Helsinki í Finnlandi hafa að undanförnu unnið að þróun á bóluefni við COVID-19 og ætla að næstunni að prófa það á dýrum. Annar hópur vísindamanna í borginni Tampere í Finnlandi er einnig að þróa bóluefni við farsóttinni en er ekki eins langt á veg kominn.
02.08.2020 - 12:23
Myndband
Þjóðverjar stefna að skimun ferðalanga frá hættusvæðum
Á nokkrum stöðum í Þýskalandi er í boði sýnataka fyrir ferðalanga á leið frá skilgreindum hættusvæðum vegna COVID-19. Til að byrja með ræður fólk hvort það lætur taka sýni. Breyta þarf lögum til að þátttaka í skimun verði skylda og er slíkt í undirbúningi á landsvísu í Þýskalandi.
28.07.2020 - 19:23
Hertar reglur í Belgíu vegna fjölgunar smita
COVID-19-smitum hefur fjölgað um 71 prósent í Belgíu síðustu daga, miðað við stöðuna fyrr í mánuðinum. Flest eru þau í Antwerpen-héraði. Eftir tíu tíma fund í nótt ákváðu yfirvöld þar að grípa til útgöngubanns á nóttunni. Þá verður öllum líkamsræktarstöðvum og skemmtistöðum lokað. 
28.07.2020 - 18:33
Lekandi og sárasótt færast enn í vöxt
Kynsjúkdómarnir sárasótt og lekandi halda áfram að vera sérstakt áhyggjuefni sóttvarnalæknis. Fyrstu sex mánuði ársins greindust 43 einstaklingar með sárasótt sem er umtalsverð aukning miðað við fyrri ár. Alls greindust 38 með sárasótt í fyrra.
12.07.2020 - 10:03