Færslur: Farsóttir

Myndband
36 smit áhafnar í Noregi - 400 farþegar í sóttkví
Þrjátíu og sex skipverjar skemmtiferðaskips í Noregi eru með COVID-19. 400 farþegar þurfa að fara í sóttkví. Skipafélagið er sakað um að hafa leynt ástandinu um borð. 
02.08.2020 - 19:40
Telja að bóluefni Finna verði tilbúið haustið 2021
Vísindamenn við Háskólann í Helsinki í Finnlandi hafa að undanförnu unnið að þróun á bóluefni við COVID-19 og ætla að næstunni að prófa það á dýrum. Annar hópur vísindamanna í borginni Tampere í Finnlandi er einnig að þróa bóluefni við farsóttinni en er ekki eins langt á veg kominn.
02.08.2020 - 12:23
Myndband
Þjóðverjar stefna að skimun ferðalanga frá hættusvæðum
Á nokkrum stöðum í Þýskalandi er í boði sýnataka fyrir ferðalanga á leið frá skilgreindum hættusvæðum vegna COVID-19. Til að byrja með ræður fólk hvort það lætur taka sýni. Breyta þarf lögum til að þátttaka í skimun verði skylda og er slíkt í undirbúningi á landsvísu í Þýskalandi.
28.07.2020 - 19:23
Hertar reglur í Belgíu vegna fjölgunar smita
COVID-19-smitum hefur fjölgað um 71 prósent í Belgíu síðustu daga, miðað við stöðuna fyrr í mánuðinum. Flest eru þau í Antwerpen-héraði. Eftir tíu tíma fund í nótt ákváðu yfirvöld þar að grípa til útgöngubanns á nóttunni. Þá verður öllum líkamsræktarstöðvum og skemmtistöðum lokað. 
28.07.2020 - 18:33
Lekandi og sárasótt færast enn í vöxt
Kynsjúkdómarnir sárasótt og lekandi halda áfram að vera sérstakt áhyggjuefni sóttvarnalæknis. Fyrstu sex mánuði ársins greindust 43 einstaklingar með sárasótt sem er umtalsverð aukning miðað við fyrri ár. Alls greindust 38 með sárasótt í fyrra.
12.07.2020 - 10:03