Færslur: farsóttarhús

Síðasti gestur farsóttarhúsanna útskrifaður
Síðasti gestur farsóttar- og sóttvarnarhúsa Rauða Krossins var útskrifaður í morgun. Á síðustu tveimur árum hafa um 15 þúsund einstaklingar dvalið í farsóttarhúsum hér á landi og notið aðstoðar starfsfólks og sjálfboðaliða Rauða krossins.
Farsóttarhúsunum skellt í lás og Gylfi Þór hættir
Farsóttarhúsum Rauða krossins verður skellt í lás 1. apríl. Aðeins 16 manns dvelja nú í tveimur húsum. Þegar mest var voru hátt í sex hundruð manns á dag í sjö farsóttarhúsum.
01.03.2022 - 11:53
Okkar á milli
„Það sem gerist er að bróðir hennar myrðir hana“
„Einhvern veginn stóð tíminn bara kyrr. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en við fengum að fara upp í líkhús að kveðja hana og ég hafði aldrei séð hana svona grimma á svipinn,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson sem var staddur með föður sínum á Hótel KEA, að horfa á fréttir, þegar hann komst að því að móðir hans hefði verið myrt.
04.02.2022 - 16:32
„Gerum okkur klár í að pakka saman“
Gestum í farsóttarhúsum Rauða Krossins hefur fækkað undanfarna daga. „Fyrir viku var meðaltalið á milli 50 og 60 á sólarhring en í gær óskuðu rúmlega 20 eftir því að fá að dvelja hjá okkur“, segir Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður.
30.01.2022 - 12:31
Rúmlega 1200 manns í farsóttarhús í janúar
„Þetta er búinn að vera strembinn mánuður", segir Gylfi Þór Þorsteinsson yfirmaður farsóttarhúsa Rauða Krossins."
24.01.2022 - 08:22
Aðeins eitt farsóttarhús utan Reykjavíkur
Á Akureyri er eina farsóttarhúsið á landinu utan höfuðborgarinnar. Fyrir um þremur mánuðum þurfti að skipta um húsnæði til að anna eftirspurninni þar. Ásóknin er þó hlutfallslega minni en á höfuðborgarsvæðinu.
19.01.2022 - 09:12
Staðan ágæt á farsóttarhúsunum
Staðan á farsóttarhúsum er ágæt en nú dvelja á þriðjahundrað gestir í húsunum og eru það flestir Íslendingar. Forstöðumaður segir að nú séu færri ferðamenn á landinu en rýmkaðar reglur fyrir þríbólusetta hafi líka áhrif.
18.01.2022 - 15:09
Farsóttarhús nærri þolmörkum
Forstöðumaður farsóttarhúsa segir starfsemina nærri þolmörkun og að meira sé farið að bera á veikindum en í upphafi bylgjunnar. Rauði kross Íslands biðlar til þeirra sem mögulega eiga annan kost en að óska eftir vist á farsóttarhúsi að leita annað.
12.01.2022 - 08:56
Vantar á þriðja tug starfsmanna á farsóttarhús
Rauði kross Íslands biðlar til þeirra sem mögulega eiga annan kost en að óska eftir vist á farsóttarhúsi að leita annað. Gríðarlegt álag er á starfsfólki og sjálfboðaliðum Rauða krossins um þessar mundir. Sex farsóttarhús eru rekin af samtökunum vegna COVID-19 í dag, fimm á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Akureyri. Til stendur að opna það sjötta á höfuðborgarsvæðinu.
11.01.2022 - 15:25
Sjónvarpsfrétt
Atvinnurekendur þurfa að upplýsa um bólusetningar
Forstöðumaður farsóttahúsa segir að margir sem vinna tímabundið á Íslandi búi við óviðunandi aðstæður og séu meðal þeirra sem þurfa forgang í sóttvarnahús. Fjöldi verkamanna sem kom með leiguflugvél í síðustu viku greindist með covid. Atvinnurekendur þurfi að upplýsa starfsfólk sitt um að það hafi aðgengi að bólusetningu hér á landi.
08.01.2022 - 20:33
Þrjú hótel til viðbótar undir farsóttarhús
Rauði krossinn fékk úthlutað hundrað herbergja álmu á hóteli á höfuðborgarsvæðinu undir farsóttarhús. Allt hótelið verður svo lagt undir farsóttarhús á mánudag. Vegna þess hversu hratt kórónuveiran breiðist nú út fær Rauði krossinn tvö hótel til afnota til viðbótar í byrjun janúar. Þetta staðfesti Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, í samtali við fréttastofu í dag.
100 á biðlista eftir herbergi á farsóttarhúsi
Um 100 manns eru á biðlista eftir herbergi á farsóttarhúsi, sem eru öll sprungin á höfuðborgarsvæðinu. Líklega verður ekki hægt að opna nýtt hús fyrr en eftir jól og því ekki víst að allir komist að sem þurfa. „Við þurfum að biðja fólk um að sýna þolinmæði á meðan er verið að vinna úr þessu, þetta mun taka einhverja daga,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður húsanna.
27.12.2021 - 11:04
Þurftu að bíða í geymslum og bílskúrum eftir plássi
Starfsfólk farsóttarhúsa var langt fram eftir kvöldi að hringja í fólk til að bjóða því pláss. Sumir þurftu að bíða úti í bílskúr eða geymslu eftir að komast í einangrun í farsóttarhúsi. Fjöldi nýrra innanlandssmita af kórónuveirunni slagar hátt í fimm hunduð eða 493. Sjötíu prósent voru ekki í sóttkví. Samtals greindust 522 smit í gær.
Mörg börn dvelja nú í farsóttarhúsum
Hátt í tíu prósent af þeim 1.800 sem eru með virkt kórónuveirusmit eru í einangrun í farsóttarhúsum. Hluti þeirra er fólk sem færa þarf af covid-legudeild Landspítala vegna plássleysis, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar forstöðumanns farsóttarhúsanna. Um þriðjungur eru börn, sum dvelja þar með ósmituðum foreldrum sínum. 
Viðtal
Styttist í að reglur verði hertar segir Þórólfur
Enn eitt kórónuveirusmitametið var slegið í gær en þá greindust 178 með smit og hafa ekki verið fleiri frá upphafi faraldurs á einum degi. Þórólfur Guðnason segir að það styttist í að þurfi að herða sóttvarnareglur ef þetta heldur áfram svona. 
Ekki pláss fyrir hælisleitendur í farsóttarhúsum
Sóttvarnarhús getur ekki lengur tekið við hælisleitendum í sóttkví eins og verið hefur vegna þess hversu margir dvelja í húsunum. Nú er svo komið að Útlendingastofnun þarf að sjá um sóttkví þeirra sem hingað koma í leit að vernd segir forstöðumaður farsóttarhúsa.
10.11.2021 - 09:09
Róðurinn að þyngjast í farsóttarhúsum
Umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins segir að staðan sé orðin mjög þung í ljósi vaxandi fjölda smita. Á annað hundrað manns gista nú í farsóttarhúsum sem eru við það að fyllast.
09.11.2021 - 16:00
Hafa þurft að vísa fólki frá farsóttahúsum
Vegna plássleysis hefur þurft að vísa fólki frá farsóttahúsum í Reykjavík. Þetta segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður húsanna. Í dag eru 18 herbergi laus í Reykjavík en aðeins eitt á Akureyri. „Við þurfum að vera mjög sparsöm þar,“ segir Gylfi. Og bætir við að það kæmi ekki á óvart ef þessi bylgja yrði sú stærsta hingað til. „Staðan er erfið hjá okkur eins og hjá öðrum sem við þetta starfa.“
Viðtal
100 dvelja í farsóttahúsum - fjölgun síðustu daga
Covid-smitum hefur fjölgað síðustu daga og í dag var greindur mesti fjöldi síðan í ágúst. Vegna þessa hefur fjölgað hratt í farsóttahúsum Rauða krossins og eru nú um hundrað manns sem þurfa að dvelja þar.
27.10.2021 - 19:23
Nærri tvöfalt fleiri í farsóttarhúsum en í síðustu viku
Yfir hundrað gestir eru nú á farsóttarhúsum Rauðakrossins í Reykjavík og bættust við 40 gestir bara nú um helgina. Aðeins tveir gestir eru á farsóttarhúsi á Akureyri. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir þau búa sig undir fjölgun gesta samhliða afléttingum sóttvarnaraðgerða stjórnvalda. Hann segir óvíst hversu lengi farsóttarhúsin verði starfrækt hér á landi.
Enginn hefur þurft að dvelja í farsóttarhúsi á Akureyri
Farsóttarhús var opnað fyrir skemmstu á Akureyri en til þessa hefur enginn þurft að nýta sér það. Forstöðumaður Sjúkrahússins á Akureyri segir að fjórða bylgja faraldursins sé í mikilli rénun.
Maður fannst sofandi í ruslagámi með covid-úrgangi
Lögreglunni í Reykjavík barst í morgun tilkynning um sofandi mann í ruslagámi á bak við farsóttarhúsið á Barónsstíg. Lögreglan gerði sóttvarnayfirvöldum viðvart og ákveðið var að setja manninn í sóttkví í ljósi þess að gámurinn var fullur af covid-úrgangi úr farsóttarhúsinu.
Ekki í kortunum að opna farsóttarhús á landsbyggðinni
Þrátt fyrir mikla útbreiðslu smita stendur ekki til að opna farsóttarhús á landsbyggðinni. Forstöðumaður farsóttarhúsa segir að vel sé fylgst með þeim sem sýkjast á landsbyggðinni og þeir fluttir í farsóttarhús í Reykjavík sýni þeir mikil einkenni.
03.08.2021 - 11:56
Nýtt farsóttarhús tekið til notkunar
Nýtt farsóttarhús var tekið til notkunar í dag og er það til húsa í Storm Hóteli við Þórunnartún. Þar með bætast 80 herbergi við þau sem farsóttarhúsin hafa þegar til afnota. Umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins vonar að starfsemin sé þar með komin fyrir vind.
Tvær innlagnir á spítala í gær
Óbólusettir komufarþegar fá ekki lengur að fara í skimunarsóttkví í farsóttarhúsum og segir forstöðumaður húsanna að það létti verulega á álaginu. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.