Færslur: farsóttarhús

Enginn hefur þurft að dvelja í farsóttarhúsi á Akureyri
Farsóttarhús var opnað fyrir skemmstu á Akureyri en til þessa hefur enginn þurft að nýta sér það. Forstöðumaður Sjúkrahússins á Akureyri segir að fjórða bylgja faraldursins sé í mikilli rénun.
Maður fannst sofandi í ruslagámi með covid-úrgangi
Lögreglunni í Reykjavík barst í morgun tilkynning um sofandi mann í ruslagámi á bak við farsóttarhúsið á Barónsstíg. Lögreglan gerði sóttvarnayfirvöldum viðvart og ákveðið var að setja manninn í sóttkví í ljósi þess að gámurinn var fullur af covid-úrgangi úr farsóttarhúsinu.
Ekki í kortunum að opna farsóttarhús á landsbyggðinni
Þrátt fyrir mikla útbreiðslu smita stendur ekki til að opna farsóttarhús á landsbyggðinni. Forstöðumaður farsóttarhúsa segir að vel sé fylgst með þeim sem sýkjast á landsbyggðinni og þeir fluttir í farsóttarhús í Reykjavík sýni þeir mikil einkenni.
03.08.2021 - 11:56
Nýtt farsóttarhús tekið til notkunar
Nýtt farsóttarhús var tekið til notkunar í dag og er það til húsa í Storm Hóteli við Þórunnartún. Þar með bætast 80 herbergi við þau sem farsóttarhúsin hafa þegar til afnota. Umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins vonar að starfsemin sé þar með komin fyrir vind.
Tvær innlagnir á spítala í gær
Óbólusettir komufarþegar fá ekki lengur að fara í skimunarsóttkví í farsóttarhúsum og segir forstöðumaður húsanna að það létti verulega á álaginu. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.
15 komnir inn á nýtt farsóttarhús
Þriðja farsóttarhúsið á höfuðborgarsvæðinu var opnað síðdegis í gær og eru nú þegar 15 gestir skráðir þar inn. Forstöðumaður farsóttarhúsa á von á fjölgun gesta næstu daga.
26.07.2021 - 08:15
Viðtal
Opna þriðja farsóttarhúsið og sárvantar starfsfólk
Staðan á farsóttarhúsum er þung og það sárvantar starfsfólk, segir Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónamaður húsanna. Tvö farsóttarhús eru orðin full og það þriðja opnar í dag.
25.07.2021 - 16:26
„Erum að dæla Powerade í gesti"
Áfram fjölgar í farsóttarhúsum Rauða krossins en 95 manns eru nú þar í einangrun með COVID-19. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir starfsfólk búast við töluverðri fjölgun gesta næstu daga. Gestirnir komi víða að og breyttur andi sé í húsunum frá fyrri bylgjum faraldursins. Gylfi Þór segir niðurgang vera leiðinlegan fylgikvilla Delta-afbrigðisins sem töluvert sé af meðal smitaðra.
23.07.2021 - 17:00
„Við bara setjum undir okkur hausinn“
Um sjötíu dvelja nú í einangrun í farsóttarhúsum og von á fleirum í kvöld að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns farsóttarhúsa. Nýju hraðprófin hafa aðeins þyngt róðurinn þar í dag. Gylfi segist vera orðinn leiður á kórónuveirunni en að nú þurfi að setja undir sig hausinn. 
Segir yngra fólk veikt og óttast að ný bylgja sé hafin
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir greinilegt að nú sé yngra fólk að veikjast af COVID-19. Hann segir hótel vísa smituðum gestum út og starfsfólk hans hafi þurft að sækja þá. 
Nýtt farsóttarhús opnað og grímuskylda á Landspítala
Rauði krossinn hefur opnað nýtt farsóttarhús, Rauðará, fyrir fólk sýkt af COVID-19 þar sem farsóttarhótelið Lind var orðið svo til fullt. Þá hefur farsóttanefnd Landspítala Ísland þegar í stað hert grímuskyldu á öllum starfsstöðvum. Búist er við áframhaldandi aukningu í smitum á næstu dögum.
Þó nokkrir ferðamenn kjósa að dvelja í sóttvarnahúsi
Um þrjátíu ferðamenn fóru í sóttvarnahúsið á FossHótel Reykjavík í Þórunnartúni eftir komuna til landsins í gær og búist er við svipuðum fjölda í dag. Þar dvelja nú 160 manns, aðallega erlendir ferðamenn. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, segir að það sé mikil óvissa um það á hverjum degi hversu margir kjósa að dvelja á hótelinu, en að jafnaði séu það um það bil 10 manns úr hverri flugvél.
Sjónvarpsfrétt
„Þau eru að mislesa forréttindi sín”
„Að segja að þetta séu brot á mannréttindum og að það megi ekki skylda fólk í þetta finnst mér fáránlegt,” segir Gunnlaugur Friðjónsson, 16 ára grunnskólanemi, um óánægju fólks með skyldudvöl í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins. „Þau eru að mislesa forréttindi sín einhvern veginn.” Þau sem RÚV hitti við Smáralindina í dag voru nokkuð sammála um hvað ætti að gera á landamærunum: Loka þeim.
Viðtal
Sóttvarnareglugerð sett í góðri trú
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um að skylda farþega frá áhættusvæðum í sóttkví á sóttkvíarhótel hafi verið sett í góðri trú. Staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að lagastoð skorti verði brugðist við því. Mikið velti á því hver niðurstaðan verður í Landsrétti; hann geti staðfest niðurstöðu héraðsdóms, snúið henni eða vísað málinu frá.
Myndskeið
Illnauðsynleg eða ólögmæt frelsissvipting?
Skiptar skoðanir eru á meðal þingmanna hvort það standist lög að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttvarnahús. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum dómsmálaráðherra segir aðgerðirnar í besta falli á gráu svæði en formaður Flokks fólksins segir aðgerðir stjórnvalda á landamærunum ekki ganga nógu langt.
Farþegar sumir ómeðvitaðir um reglur um skyldudvöl
Átján farþegar úr tveimur farþegavélum, frá Bretlandi og Þýskalandi, eru nú þegar komnir í farsóttarhúsið á Fosshótel Reykjavík. Rétt uppúr klukkan þrjú lentu tvær flugvélar frá áhættusvæðum, Svíþjóð og Hollandi. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir enn er óljóst hversu margir farþeganna þurfa að dvelja í farsóttarhúsi.
01.04.2021 - 16:28
Farsóttarhús „gríðarleg frelsisskerðing“
Formaður Lögmannafélags Íslands segir það fela í sér gríðarlega frelsissviptingu að skikka fólk í farsóttarhús við komuna til landsins. Hún býst við að látið verði reyna á úrræðið fyrir dómstólum mjög fljótlega.
Tilbúin að taka á móti farþegum frá áhættusvæðum
Nýjar sóttvarnareglur á landamærunum tóku gildi á miðnætti og samkvæmt þeim þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara í farsóttarhús á milli fyrri og seinni sýnatöku. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, segir um það bil hundrað starfsmenn koma að móttöku fólksins á Fosshótel Reykjavík í dag.
01.04.2021 - 08:44
Myndskeið
COVID-farþegum einkaþotu vísað frá landi
Farþegum einkaþotu sem hingað kom í gær var vísað úr landi. Talið er að þeir hafi ætlað sér að skoða eldgosið. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að þeir ferðamenn sem komu til landsins um helgina og fóru að gosstöðvunum hafi verið með bólusetningarvottorð. 
Viðtal
Opna fleiri farsóttarhús fyrir fimmtudaginn
Fólk sem kemur til landsins frá svokölluðum dökkrauðum löndum, þar sem faraldurinn geisar verst, þarf frá og með næsta fimmtudegi að dvelja í farsóttarhúsum við komuna til landsins. Búist er við þó nokkrum fjölda og því þarf að fjölga farsóttarhúsum.
27.03.2021 - 19:47
Bjó í farsóttarhúsinu fyrstu þrjá mánuði faraldursins
Eitt ár er í dag síðan farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík var opnað. Þar hafa dvalið um 1.100 gestir en í dag eru þeir aðeins fimm. Fréttastofa ræddi við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann farsóttarhúsanna í tilefni af tímamótunum. Húsið var tilbúið til notkunar 1. mars 2020 og fyrsti gesturinn kom til dvalar þann 7. mars.
Viðtal
Búast ekki við örtröð í farsóttarhúsi með nýjum reglum
Starfsfólk farsóttarhússins er undirbúið undir breytingar á reglum á landamærunum sem taka gildi á föstudag og kveða á um að hægt verði að senda fólk í farsóttarhús ef það getur ekki gefið upp dvalarstað eða ef vafi leikur á að það ætli að fara í sóttkví. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, hefur ekki áhyggjur af því að álagið aukist mikið enda hafi verið þrengt mjög að ferðalöngum.
16.02.2021 - 18:05
Farsóttarhús opnað á Akureyri á ný og álag á lögreglu
Farsóttarhús var opnað á ný á Akureyri í gær, tæpum mánuði eftir að því var lokað vegna lítillar nýtingar. Yfirvöld hafa þurft að hafa afskipti af fólki sem átti að vera í sóttkví eða einangrun á svæðinu.
24.10.2020 - 08:16
Staðan þung í farsóttarhúsinu – sjúkrabílum fjölgað
Svo gæti farið að fjölga þurfi plássum í farsóttarhúsinu á næstunni. Álag hefur aukist mikið undanfarna daga. Nú eru 56 í einangrun í farsóttarhúsinu og 32 í sóttkví. Fjölga á sjúkrabílum til að flytja sjúklinga með Covid-19.
09.10.2020 - 17:27
Farsóttarhúsum á landsbyggðinni lokað
Farsóttarhúsin á Akureyri og Egilsstöðum hafa lítið verið nýtt og þeim verður lokað í dag. Umsjónarmaður húsanna segir mögulegt að fólk sem þurfi slíka þjónustu verði flutt til Reykjavíkur í einangrun.
30.09.2020 - 12:10