Færslur: farsóttarhús

Farsóttarhús opnað á Akureyri á ný og álag á lögreglu
Farsóttarhús var opnað á ný á Akureyri í gær, tæpum mánuði eftir að því var lokað vegna lítillar nýtingar. Yfirvöld hafa þurft að hafa afskipti af fólki sem átti að vera í sóttkví eða einangrun á svæðinu.
24.10.2020 - 08:16
Staðan þung í farsóttarhúsinu – sjúkrabílum fjölgað
Svo gæti farið að fjölga þurfi plássum í farsóttarhúsinu á næstunni. Álag hefur aukist mikið undanfarna daga. Nú eru 56 í einangrun í farsóttarhúsinu og 32 í sóttkví. Fjölga á sjúkrabílum til að flytja sjúklinga með Covid-19.
09.10.2020 - 17:27
Farsóttarhúsum á landsbyggðinni lokað
Farsóttarhúsin á Akureyri og Egilsstöðum hafa lítið verið nýtt og þeim verður lokað í dag. Umsjónarmaður húsanna segir mögulegt að fólk sem þurfi slíka þjónustu verði flutt til Reykjavíkur í einangrun.
30.09.2020 - 12:10
Aldrei jafnmargir í farsóttarhúsinu og nú
Alls dvelja 60 manns í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg og aldrei hafa jafnmargir dvalið þar og nú. 37 eru þar í einangrun og 23 í sóttkví. Þetta segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhússins, í samtali við fréttastofu.
Fimmfalt fleiri í farsóttarhúsum en í fyrri bylgju
Fimmfalt fleiri hafa dvalið í farsóttarhúsunum í Reykjavík og á Akureyri í yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins en í þeirri fyrri. Alls hafa um 276 dvalið í farsóttarhúsunum síðan síðari bylgjan tók sig upp en í vor dvöldust þar aðeins 50 manns. Morgunblaðið greindi frá fjölguninni í morgun og Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að hún skýrðist aðallega af fjölgun hælisleitenda.
27.08.2020 - 08:39
Myndskeið
Kvíðin yfir því að hafa smitað einhvern í fjölskyldunni
Um tuttugu eru nú í sóttkví eða einangrun í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík. Valgerður Guðný Hannesdóttir sem þarf að vera í einangrun þar fram yfir helgi segir einangrunarvistina erfiða en verst að vita til þess að hún gæti hafa smitað fleiri innan fjölskyldunnar.
05.08.2020 - 20:12
Myndskeið
Tvær hópsýkingar líklega í gangi eftir ný smit í dag
Smit í tveimur konum sem greindust fyrst með kórónuveirusmit viku eftir komuna til landsins hafa valdið innanlandssmitum. Þegar hefur hópsmit verið staðfest vegna konunnar sem kom fyrr til landsins. Konan, sem kom síðar til landsins hefur nú smitað fjóra og því virðist sem upp sé komin hópsýking. Níu hælisleitendur eru í sóttkví í farsóttarhúsinu.