Færslur: farsímanotkun

Gengu í klukkutíma til að ná símasambandi eftir bílslys
Fólk sem velti bíl sínum á leið í Vöðlavík, eyðivík við utanverðan Eskifjörð, varð að ganga í klukkutíma til að komast í símasamband og kalla eftir aðstoð. Afar brýnt er talið að bæta fjarskiptin á þessu svæði.
15.07.2020 - 18:52
Myndband
Takkasímarnir sækja í sig veðrið á ný
Aldurshópurinn 18 til 24 ára er sá hópur þar sem fæstir eiga snallsíma samkvæmt nýrri norrænni könnun. Ungt fólk í nágrannalöndum kýs í auknum mæli minna áreiti og salan á gamla góða takkasímanum hefur aukist.
15.12.2019 - 20:43
Farsímanotkun á sama verði og heima
Svokölluð reikigjöld fyrir farsímanotkun verða lögð af í löndum Evrópusambandins og á Evrópska efnahagssvæðinu um miðjan júní. Fyrir íslenska farsímanotendur þýðir þetta að þegar þeir eru staddir í Evrópu, greiða þeir sama verð og hér á landi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
17.03.2017 - 06:50