Færslur: Fangelsismálastofnun

Gefur lítið fyrir skýringar Áslaugar Örnu
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur ritað opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Í bréfinu er hún hvött til þess að hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri.
Lokun á Akureyri skapar svigrúm fyrir 30 fangelsisrými
Dómsmálaráðherra segir að með lokun tíu fangelsisrýma á Akureyri skapist svigrúm til að opna fyrir þrjátíu pláss á Hólmsheiði og Litla Hrauni. 638 manns bíða nú eftir því að komast í afplánun.
Þórunn og Steingrímur óánægð með fangelsislokun
Forseti Alþingis og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýna þá ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri og segja þetta ganga þvert gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um að fjölga skuli opinberum störfum utan höfuðborgarsvæðisins.
Segir fangelsislokun setja löggæslu á NA-landi í uppnám
Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Þetta gangi gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda í byggðamálum og sé gert án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu.
08.07.2020 - 16:38
Myndskeið
Óánægja með ákvörðun Fangelsismálastofnunar
Töluverð óánægja er með ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Formaður Lögreglufélagsins segir hana vanhugsaða og kostnaðarsama fyrir embættið.
07.07.2020 - 20:11
Sársaukafullt en nauðsynlegt að loka fangelsinu
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri gagnrýnir að ríkið hafi ekki haft samráð við bæjaryfirvöld áður en ákveðið var að loka fangelsinu þar. Fangelsismálastjóri segir þetta sársaukafulla en nauðsynlega aðgerð.
06.07.2020 - 19:22
Áhersla á samfélagsþjónustu til styttingar boðunarlista
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, kynnti í gær aðgerðir til að stytta boðunarlista til afplánunar refsinga. Starfshópur sem skipaður var af ráðherra skilaði skýrslu í gær með tillögum til úrbóta. Aukin áhersla á samfélagsþjónustu og sáttameðferð er þar ofarlega á baugi.
Enginn í fangelsi á Akureyri í sumar
Enginn fangi afplánar refsivist í fangelsinu á Akureyri í sumar. Ekki er til fjármagn til að ráða afleysingarfólk til starfa á Akureyri. Fangar hafa verið fluttir í önnur fangelsi.
28.05.2020 - 17:10
Ekkert smit komið upp í fangelsum landsins
Ekkert Covid-19 smit hefur komið upp í fangelsum hér á landi, hvorki hjá föngum né fangavörðum. Þetta segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
01.04.2020 - 14:19
Eftirlitsnefnd upplýst um atvik í fangelsinu á Akureyri
Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur verið gert viðvart um atvik sem átti sér stað í fangelsinu á Akureyri á laugardag þegar maður sem var í haldi var fluttur á gjörgæslu. Þetta staðfestir Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra
03.03.2020 - 16:05
Fimm fangar ákærðir fyrir tvær árásir á Litla Hrauni
Fimm fangar hafa verið ákærðir fyrir tvær líkamsárásir í æfingasal íþróttahúss fangelsisins að Litla Hrauni í mars á síðasta ári. Krafist er miskabóta upp á 4,5 milljónir í málinu.
Viðtal
Fangelsi á ekki að vera kjötkælir eða geymsla
„Það að fara að vinna með fangelsin er hluti af samfélagsheilun,“ segir Tolli Morthens. Það sé grundvallaratriði að nálgast málefni fanga af virðingu og kærleik. Tolli fór fyrir starfshóp félagsmálaráðuneytisins um málefni fanga. Hann segir að aldrei áður hafi verið sett fram sams konar pólitísk nálgun á málaflokkinn.
18.12.2019 - 09:12
Bæta heilbrigðisþjónustu fanga á Hólmsheiði
Fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu í fangelsinu á Hólmsheiði verða auknar og aðgengi bætt. Heilbrigðisstarfsfólk verður meira í fangelsum og sinnir föngum meira en áður. Nýr samningur heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratrygginga Íslands felur í sér hækkun í fjárveitinum til málaflokksins úr 22 milljónum í 33 milljónir. Samningur um bætta geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum er í burðarliðnum.
05.04.2019 - 15:17
Andlega veikir fangar fá síður reynslulausn
Fangar sem veikjast andlega eru vistaðir áfram í fangelsum vegna skorts á úrræðum. Í sumum tilfellum fá þeir ekki reynslulausn því þeir eru hættulegir sér og umhverfi sínu samkvæmt því sem kom fram á Vísi í gær.
Fer að losna pláss fyrir þá sem skulda sektir
Fangelsismálastjóri ráðleggur þeim sem eiga útistandandi dómssektir að greiða þær sem fyrst því fljótlega kunni þeir að verða boðaðir í afplánun vararefsingar, sem áður var örðugt vegna plássleysis. Föngum á Íslandi er að fækka talsvert vegna úrræða utan fangelsa.
Segir fanga með fötlun njóta minni þjónustu
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir að fangar með fötlun hér á landi búi við erfiðari aðstöðu en aðrir. Hann fullyrðir að taka eigi fanga af nauðsynlegum lyfjum vegna þess að hann hafi verið fluttur af Kvíabryggju í lokaða fangelsið á Hólmheiði.
06.07.2018 - 13:32
Fangi strauk og fannst fyrir utan bíó
Fangi slapp úr haldi í fangelsinu á Akureyri seinnipartinn í gær. Hann fannst fyrir utan Borgarbíó í miðbæ Akureyrar í gærkvöld og var kominn aftur í varðhald rétt fyrir klukkan ellefu. Fanginn var langt kominn með afplánun sína, en dagsleyfi hans verður afturkallað vegna stroksins í að minnsta kosti tvö ár. Maðurinn er ekki talinn hættulegur.
Skilur ekki ákvörðun Fangelsismálastofnunar
Viðmiðin þurfa að vera skýr og það þarf að vera samræmi á milli þess hvernig löggjafinn ætlar sér að hafa hlutina og hvernig þeir virka á gólfinu. Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um hvernig Fangelsismálastofnun beitir nýjum lögum um fullnustu refsinga, löggjöf sem hann átti þátt í að móta. Hann segist ekki átta sig á því hvers vegna manni, sem ítrekað hefur brotið af sér kynferðislega gegn börnum og hlaut þriggja ára dóm, var veitt reynslulausn eftir níu mánuði í fangelsi.