Færslur: Fangelsismál

Danmörk
Bjóða fangavörðum bónus fyrir að hætta ekki í vinnunni
Fangelsismálayfirvöld í Danmörku hafa gripið til þess ráðs að heita hverjum þeim fangaverði sem skuldbindur sig til að starfa í fangelsum landsins út þetta ár kaupauka upp á sem svarar ríflega 400 þúsund íslenskum krónum. Ástæðan er viðvarandi flótti úr stétt fangavarða og vaxandi mannekla í dönskum fangelsum.
10.07.2022 - 06:34
Á annan tug fanga glímir við alvarlegar geðraskanir
Geðheilsuteymi fanga hefur verið tryggður rekstur til frambúðar með föstu fjármagni. Yfirlæknir teymisins segir fangelsisumhverfið hafa slæm áhrif á fanga með geðröskun.
11.02.2022 - 15:53
Öryggi fangavarða ógnað í undirmönnuðum fangelsum
Fangelsi landins eru undirmönnuð og öryggi fanga og starfsfólks er ógnað vegna óviðunandi aðbúnaðar. Fangavarðafélag Íslands og Afstaða, félag fanga, skora á stjórnvöld að ráða bót á vandanum. 
28.01.2022 - 20:00
Mannskæð átök glæpagengja í filippeysku fangelsi
Sex fangar týndu lífinu og 33 eru sárir eftir að til átaka kom milli stríðandi glæpagengja í fangelsi á FIlippseyjum í morgun. samkvæmt upplýsingum yfirvalda. Átökin brutust út í Caloocan-fangelsinu í útjaðri höfuðborgarinnar Manila í morgun. Rannsókn málsins er stutt komin en þó þykir liggja ljóst fyrir að þau hafi byrjað með slagsmálum tveggja fanga og breiðst hratt út og harðnað eftir því sem fleiri slógust í hópinn.
Miklar breytingar gerðar á Litla-Hrauni
Ráðist verður í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu á Litla-Hrauni. Fangelsismálastjóri segir endurbæturnar löngu tímabærar og munu endurspegla nýja nálgun í fangelsismálum.
Vilja hverfa frá refsimenningu til batamenningar
Dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra fengu í morgun afhenda skýrslu með tillögum til úrbóta í fangelsum landsins. Formaður stýrihópsins segir refsimenningu hafa þrifist í þúsundir ára.
15.09.2021 - 12:21
Vistmenn Verndar komnir í sóttvarnarhús
Tveir vistmenn á áfangaheimilinu Vernd greindust smitaðir af kórónuveirunni um helgina. Aðrir vistmenn Verndar, átján talsins, auk starfsmanna eru nú komnir í sóttkví  og dvelja á sóttvarnarhúsi.
16.08.2021 - 19:57
Fleiri dómar fyrnast í faraldrinum
Talsverð aukning hefur orðið á fyrningum óskilorðsbundinna dóma síðustu mánuði, að því er Morgunblaðið greinir frá í dag. Tuttugu og einn dómur hefur fyrnst það sem af er ári en þeir voru 22 allt árið 2020.
29.06.2021 - 07:19
Endurnýja aðstöðu á Litla-Hrauni fyrir 1,6 milljarða
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leita leiða til að tryggja fjármögnun endurnýjunar og uppbyggingar fangelsisins á Litla-Hrauni í fjármálaáætlun 2022-2026. Stefnt er að því að undirbúningur geti hafist nú þegar og framkvæmdum verði að fullu lokið um mitt ár 2023.
11.05.2021 - 16:28
Batahús fyrir fanga sem hafa lokið afplánun
Nýtt áfangaheimili fyrir fanga sem hafa lokið afplánun hefur verið opnað í Vesturbæ Reykjavíkur. Forstöðumaður heimilisins segir að markmiðið sé að hjálpa fyrrverandi föngum að aðlagast samfélaginu á ný og koma í veg fyrir endurtekin afbrot.
27.01.2021 - 22:10
Myndskeið
Flytja fanga frá Akureyri fyrir hundruð þúsunda
Kostnaður lögreglu við að flytja fanga í gæsluvarðhald frá Akureyri til Reykjavíkur er áætlaður um 240 þúsund á hvern fanga eftir að fangelsinu á Akureyri var lokað. Lögreglustjórinn segir þetta fyrirkomulag ekki ásættanlegt en flytja þurfti þrjá fanga í gæsluvarðhald frá Akureyri til Reykjavíkur í síðustu viku.
Ætlar að náða tugi brotamanna
Brotamenn sem hafa beðið í meira en þrjú ár eftir afplánun í fangelsi, og hafa ekki gerst sekir um alvarlega glæpi, verða náðaðir samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra. Að minnsta kosti 30 manns gætu hlotið náðun á næstunni.
Skorað á ráðherra að bregðast við einangrun fanga
Nú þegar þarf að gera ráðstafanir vegna mikillar einangrunar og innilokunar sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur valdið í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í áskorun Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna, um bætt fangelsismál og betrun, til dómsmálaráðherra.
Nauðsynlegt að óska eftir því að lokað sé fyrir símtöl
Fara þarf fram á það við fangelsismálayfirvöld sérstaklega, að lokað sé fyrir að fangar geti hringt í ákveðin símanúmer úr fangelsum. Fangelsisstjórinn á Hólmsheiði segir að slíkar beiðnir berist mjög reglulega.
Viðtal
Segir lokun fangelsisins ekki veikja löggæslu
Dómsmálaráðherra segir að löggæsla á Norðurlandi eystra veikist ekki við lokun fangelsisins á Akureyri. Ákvörðunin hafi ekki þurft að fara í gegnum Alþingi en hægt verði að ræða hana þegar þing kemur saman að nýju.
Telur sparnaðinn engan þegar upp er staðið
Sparnaður Fangelsismálastofnunar við að loka fangelsinu á Akureyri er um 65 milljónir á ári. Mótvægisaðgerðin, að fjölga lögreglumönnum, kostar 62 milljónir á ári. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir breytinguna hafa áhrif á löggæslu.
Hefði þurft að styrkja lögregluna enn frekar
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir fjölgun stöðugilda í lögreglunni vegna lokunar fangelsisins ekki næga. Fjölgað er um einn mann á vakt en áður hefur komið fram að tvo þurfi til að sinna föngum.
Hörð viðbrögð vegna lokunar fangelsis
Bæjarstjórinn á Akureyri segir það mikil vonbrigði að fangelsinu þar verði lokað. Formaður Samfylkingarinnar segir að það þurfi að ræða málið betur, það sé ömurlegt að dómsmálaráðherra skuli taka slíkar ákvarðanir þegar þing sé ekki að störfum.
Fangelsinu á Akureyri lokað 15. september
Fangelsinu á Akureyri verður lokað í næstu viku. Varðstjóri segir hljóðið í sínu fólki þungt en sex starfsmenn missa vinnuna. Hann telur það vera mistök að loka fangelsinu.
Morgunvaktin
Fangelsisstjóri vill afglæpavæða neysluskammta
Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að á bilinu 50 - 70% fanga glími við fíknisjúkdóm. Hann segir stjórnvöld ekki taka nægilega vel á vanda glæpamanna með fíknivanda og er hlynntur afglæpavæðingu neysluskammta. Páll var gestur á Morgunvakt rásar eitt í dag.