Færslur: Fangavörður nasista

Fangavörður nasista sakfelldur
Bruno Dey, fyrrverandi vörður í Stutthof fangabúðum nasista í Póllandi, var í dag dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa átt þátt í dauða 5.232 fanga í búðunum. Dey er orðinn 93 ára. Réttað var yfir honum fyrir ungmennadómstóli í Hamborg, þar sem hann var einungis sautján ára þegar glæpirnir voru framdir.
Dómur fellur yfir fyrrverandi fangaverði nasista
Fyrrverandi fangavörður Nasista var í dag dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðkomu að fjöldamorðum í seinni heimsstyrjöldinni.