Færslur: færð

Hálkublettir og skafrenningur víða á vegum
Vetrarfærð er í flestum landshlutum og Vegagerðin hefur þegar lokað nokkrum vegum. Færðin var víða slæm í morgun en nú er orðið greiðfærara samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.
26.03.2021 - 17:59
Ekkert ferðaveður, snjóstormur, lokanir og kuldi
Leiðindaveður og ófærð er nú í flestum landshlutum með hvössum vindi, stórhríð, skafrenningi og kulda. Vegir eru víða lokaðir og ekkert ferðaveður, sérstaklega á Norðurlandi. Búast má við léttari útgáfu af sama veðri á morgun, segir veðufræðingur. Leikskólinn og grunnskólinn á Blönduósi verða lokaðir í dag.
11.03.2021 - 08:12
Fjarðarheiði lokuð og hreindýrahjarðir víða við vegi
Fjarðarheiði er lokuð og ófært á Vatnsskarði eystra. Þar er beðið með mokstur vegna veðurs. Hreindýrahjarðir eru víða við vegi og hafa meðal annars sést í Jökuldal, Fagradal, Reyðarfirði og í Álftafirði. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar og vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.
14.02.2021 - 16:51
Innlent · veður · færð · Hreindýr
Veðurviðvaranir víða um land og vegir lokaðir
Enn eru í gildi gular veðurviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Veðurstofan varar við slæmum akstursskilyrðum en viðvaranirnar falla úr gildi eftir því sem líður á morguninn, fyrst á vestanverðu landinu um 9 leytið og svo á því austanverðu um 11 leytið.
24.01.2021 - 08:08
Leiðindafærð á vegum og sums staðar ófært eða lokað
Leiðindafærð er á öllum helstu þjóðvegum landsins í dag. Vegagerðin tilkynnir á vef sínum í að vetrarfærð sé á flestum vegum í öllum landshlutum. Á Norður- og Austurlandi er víða skafrenningur eða éljagangur. Vegirnir um Þverárfjall og Þröskulda eru lokaðir og verða ekki opnaðir í dag. Bent er á Innstrandaveg (68) sem hjáleið í stað Þröskulda. Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka eða snjóþekja og éljagangur og skafrenningur á flestum leiðum. Klettsháls er ófær vegna veðurs.
21.01.2021 - 11:35
Innlent · Veður · færð · veður
Lúmsk glerhálka á höfuðborgarsvæðinu
Fljúgandi hálka er víða á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið og rétt er að vara ökumenn við því. Glæran sést ekki vel á götum og hálkan því lúmsk. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er greiðfært á Reykjanesbraut, en vetrarfærð í flestum landshlutum, hálka, hálkublettir og snjóþekja.
17.01.2021 - 08:10
Flutningabíll valt á ófærum Þröskuldum
Flutningabíll valt og endaði utan vegar á Þröskuldum um klukkan eitt í nótt. Vegurinn var þá ekki lokaður, en engu að síður merktur ófær vegna stórhríðar. Bíllinn var að flytja fisk suður en samkvæmt björgunarsveitinni á Hólmavík verður hann réttur við og losaður af farminum á morgun eftir að lægir.
03.12.2020 - 16:07
Víða hálka, krapi og snjóþekja
Á höfuðborgarsvæðinu og Suður- og Suðvesturlandi er víða hálka á vegum, en krapi og snjóþekja á fjallvegum á Norðaustur- og Austurlandi.
01.11.2020 - 07:39
50 sentimetrar af blautum og þungum snjó
Það var rólegt hjá björgunarsveitum og lögreglu í nótt þrátt fyrir appelsínugula veðurviðvörun. Um 50 sentimetra lag af snjó var á Biskupshálsi í morgun og krapi á öðrum fjallvegum norðaustanlands.
04.09.2020 - 12:21
Vetrarástand á vegum og norðan hríð
Víða á norðanverðu hálendinu hefur snjóað talsvert, þar er skafrenningur og vetrarástand. Gular veðurviðvaranir eru í gangi framm á kvöld. Ferðalangar ættu að huga vel að veðurspá og færð.
04.09.2020 - 09:33
Varasamt að ferðast með tengivagna í dag
Vegagerðin minnir ferðalanga á að varasamt er að ferðast með tengivagna á Kjalarnesi, víða á Suðurlandi og Vesfjörðum og Vesturlandi. Áframhaldandi hvassviðri er á landinu fram á kvöld. Þá helst á Vestfjörðum, Vesturlandi og Suðurlandi.
17.07.2020 - 11:12
Reykjanesbraut opin en þjóðvegir víða lokaðir og ófærir
Búið er að opna Reykjanesbrautina aftur fyrir umferð, en henni var lokað fyrr í kvöld vegna veðurs og ófærðar. Krap er á brautinni og vegfarendur beðnir að haga akstri eftir aðstæðum. Þá er búið að opna þjóðveg 1 undir Hafnarfjalli, sem einnig var lokaður vegna veðurs í kvöld, en þar er þæfingsfærð. Hellisheiði og Þrengsli eru hins vegar enn lokuð, og það eru Holtavörðuheiðin, Vatnsskarðið og Öxnadalsheiðin líka.
06.04.2020 - 00:38
Innlent · Veður · færð
Vonskuveður um allt land og vegir víðast lokaðir
Vonskuveður gengur nú yfir landið og appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en þar er gul viðvörun. Ekkert ferðaveður er á landinu og fjölmargir vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir og munu vera það fram eftir degi og til kvölds miðað við veðurspá, að því er frem kemur á vef Vegagerðarinnar. Björgunarsveitir víða á landinu hafa sinnt útköllum í alla nótt, og hjálpað fólki sem hefur lent í vanda vegna ófærðar.
05.04.2020 - 08:13
Erill hjá björgunarsveitum vegna ökumanna í vanda
Töluverður erill hefur verið hjá björgunarsveitum á Suðurlandi frá því um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem fjöldi ökumanna hefur lent í vandræðum vegna veðurs, færðar og umfram allt lélegs skyggnis. Víðast hvar á landinu er ekkert ferðaveður vegna veðurs og ófærðar og mun það óvíða skána fyrr en langt er liðið á sunnudag. Er fólk því eindregið hvatt til að halda sig heima.
05.04.2020 - 00:22
Innlent · Veður · færð
Vetrarfærð og lokanir víða um land, unnið að opnun vega
Vetrarfærð er um landið norðanvert eftir mikla snjókomu síðustu daga. Fjöldi vega er þungfær, ófær eða lokaður á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Norðurlandi, en unnið er að því að opna allar langleiðir, segir á vef Vegagerðarinnar. Einnig er hálka og þæfingur víða á Austurlandi.
18.03.2020 - 07:03
Innlent · Veður · færð
Víða ófært en hríðarveðri að slota nyrðra
Farið er að draga úr vindi og ofankomu á norðanverðu landinu, þar sem snjó hefur kyngt niður síðustu dægur. Vegir eru þó enn víða lokaðir eða ófærir vegna snjóa á Vestfjörðum og Norðurlandi, og á morgun er útlit fyrir drjúga snjókomu syðst á landinu og með suðausturströndinni segir á vef Veðurstofunnar, frá hádegi og fram á kvöld.
18.03.2020 - 01:50
Innlent · Veður · færð
Þungfært á Holtavörðuheiði og slæmt ferðaveður
Vetrarfærð er um mest allt land og mikið um ófærð á Vestfjörðum. Búið er að opna Svínvetningabraut svo það er fært milli Reykjavíkur og Akureyrar. Holtavörðuheiðin er þungfær og slæmt ferðaveður.
17.03.2020 - 14:05
Snjókoma í kvöld og færð gæti spillst
Talsverð snjókoma verður suðvestantil á landinu í kvöld, en einnig í öðrum landshlutum í nótt og fyrramálið. Færð gæti spillst með skömmum fyrirvara, einkum á fjallvegum. Mokstur á vegum gengur vel og aðalvegir opnir.
12.03.2020 - 11:58
Vegir víða einbreiðir á köflum
Vetrarfærð er í öllum landshlutum og verið er að vinna í að opna vegi sem hafa verið lokaðir frá því í gær. Mokstur getur tekið töluverðan tíma og margir vegir á Norðurlandi eru einbreiðir á köflum.
12.03.2020 - 10:25
Mokstri hætt þar til veðrið lagast
Vetur konungur minnir á sig enn á ný. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum um land allt frá því í gærkvöldi. Öxnadalsheiði er lokuð og mokstri á Norður- og norðaustanverðu landinu hefur verið hætt þar til veðrið lagast.
11.03.2020 - 12:22
Tugir í fjöldahjálparstöð í Vík - vegurinn lokaður
Tugir manna dvelja í fjöldahjálparmiðstöð í íþróttahúsinu í Víki í Mýrdal þar sem búið er að loka Suðurlandsvegi milli Víkur og Hvolsvallar vegna óveðurs. Vísir.is greinir frá. Þar segir að Björgunarsveitin Víkverji í Vík hafi haft í miklu að snúast og haft eftir Orra Örvarssyni, formanni Víkverja, að frekar blint sé á þessum slóðum og mikil lausamjöll. Veginum var lokað í kvöld en Orri segir það hafa verið gert allt of seint, enda „búið að vera vesen í allan dag."
10.03.2020 - 00:34
Opna þjóðveginn aftur eftir hreinsun
Veður undir Eyjafjöllum er ekki jafn slæmt og óttast var. Þjóðvegi 1 milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal var lokað í morgun vegna veðurs. Nú er verið að hreinsa veginn sem svo verður opnaður aftur. Mikill skafrenningur er þó á leiðinni og sterkar vindhviður við Pétursey. Vegfarendur eru beðnir um að aka varlega.
07.03.2020 - 09:43
Innlent · Veður · færð
Lokað frá Vík að Hvolsvelli og vetrarfærð víðast hvar
Þjóðvegi 1 milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal hefur verið lokað vegna veðurs. Afar hvasst er á þessum slóðum, austanstormur og él, og skafrenningur. Vindhraði í hviðum er allt að og jafnvel yfir 35 metrar á sekúndu þar sem verst lætur. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurs og verður fram á kvöld.
07.03.2020 - 07:40
Innlent · Veður · færð
Gul viðvörun - stormur, hríð og versnandi færð
Stormur er í aðsigi á stórum hluta landsins og mikið hríðarveður víða. Veður er farið að versna á Miðhálendinu og á Suðurlandi og þar gengur gul viðvörun í gildi klukkan fjögur í nótt, þegar austanstormur skellur á með hviðum upp í og yfir 35 metra á sekúndu. Þetta veður dynur svo á Suðausturlandi um sexleytið í fyrramálið. Þar - á Suðausturlandi - snýst hann svo í norðvestanstorm upp úr hádegi á morgun, sunnudag.
07.03.2020 - 03:34
GSM sendirinn tilbúinn en ekkert samband
Þó sendir fyrir GSM samband á veginum um Vatnsskarð til Borgarfjarðar eystra hafi verið tilbúinn í nokkrar vikur er ekkert símasamband komið þar á. Ekki er hægt að kalla eftir aðstoð ef bílar festast í snjó á hluta leiðarinnar.
03.03.2020 - 17:10