Færslur: Fæðuöryggi

Kveikur
Má ekki vanmeta mikilvægi neyðarbirgða
Líta verður til reynslu annarra þjóða í neyðarbirgðahaldi, að mati sérfræðings í fæðuöryggi. Sáralitlar neyðarbirgðir eru á Íslandi ef stóráföll dynja yfir.
Af hverju erum við ekki að rækta meira korn sjálf?
Ræktun á grænmeti og korni á Íslandi er hlutfallslega minni en var fyrir rúmum tíu árum. Við þurfum að huga betur að fjölbreytileika í ræktun til að geta tryggt fæðuöryggi, segir formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Mikil áhersla Rússa á norðurslóðir
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti leggi gífurlega mikla áherslu á uppbyggingu á norðurslóðum. Hann geri sér grein fyrir því að þar séu miklar auðlindir, jarðefnaeldsneyti, gas og fleira, sem hægt sé að nálgast núna þegar loftslagsbreytingar hafi leitt til hlýnunar. Björn skrifaði fyrir tveimur árum skýrslu að beiðni norrænu utanríkisráðherranna um öryggissamstarf Norðurlanda.
Sómalía
Milljónir í neyð vegna mestu þurrka um áratugaskeið
Miklir og langvarandi þurrkar ógna afkomu og lífi milljóna Sómala sem horfa fram á enn eitt þurrkaárið. Þurrkarnir eru þeir verstu sem geisað hafa í Sómalíu í fjörutíu ár, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og sómölskum stjórnvöldum, og hungursneyð blasir við minnst 250.000 manns. Milljónir eru í hrakningum og sjá fram á matarskort.
09.07.2022 - 06:30
Lavrov mættur á utanríkisráðherrafund G20 á Balí
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er mættur til indónesísku eyjarinnar Balí, þar sem hann mun taka þátt í utanríkisráðherrafundi G20-ríkjanna, 20 stærstu iðnríkja heims, í dag og á morgun. Nokkurs taugatitrings gætir í aðdraganda fundarins vegna þátttöku Lavrovs í skugga Úkraínustríðsins.
07.07.2022 - 07:05
Segir Vesturlönd ábyrg fyrir fæðuóöryggi, ekki Rússa
Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir yfirvofandi hungursneyð og fæðuóöryggi í heiminum ekki stafa af innrásinni í Úkraínu, heldur af viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Rússum. Hún sagði sífellt fleiri sérfræðinga vera á sama máli um að Vesturveldin ögruðu með aðgerðum sínum og bæru ábyrgð á eyðileggingu.
Draga þarf úr hættu á grafalvarlegu ástandi
Formaður Sprettnefndar matvælaráðherra segir innlenda framleiðslu þurfa að aukast fremur en minnka. Bæta þurfi hag bænda og neytenda. Aðgerðir sem lagðar verði til eigi að draga úr hættu á að grafalvarlegt ástand skapist. 
Segir íbúa Afríku fórnarlömb stríðsins í Úkraínu
Macky Sall, forseti Senegal og forsvarmaður efnahagsbandalagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, segir íbúa Afríku vera saklaus fórnarlömb stríðsins í Úkraínu. Þetta ræddi hann við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, á fundi leiðtoganna í Moskvu í gær.
Matvælaráðherra vill efla fæðuöryggi
Stríðsógnir, heimsfaraldrar og náttúruvá eru meðal atburða sem geta leitt til ójafnvægis þegar kemur að fæðuöryggi. Mikilvægt er að greina og vakta áhættuna sem slíkum atburðum fylgja. Neyðarbirgðir geta skipt sköpum í öryggisviðbúnaði landsins.
Spegillinn
Fæðuöryggi aðkallandi á tímum stríðs og faraldurs
Fæðuöryggi snýst um margt: framboð, verð, hollustu og heilnæmi og svo stöðugleika til lengri tíma og auðlindir, segir Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Segja megi að alvara hafi færst í umræðu um fæðuöryggi hér á landi á árunum 2010-2012 og vaxandi þungi svo eftir hamfarir, faraldur og stríðsrekstur í Úkraínu undanfarna mánuði.
19.05.2022 - 17:04
Enn eru hertar þvinganir boðaðar í garð Rússa
Úkraínuforseti segir að Rússar eigi eftir að finna harkalega fyrir þeim viðskiptaþvingunum sem nú eru í bígerð af hálfu Evrópusambandsins. Þar með verður til sjötti liður í aðgerðum sambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu. Forsætisráðherra Bretlands segir erfitt að treysta Rússlandsforseta.
Vilja efla innlenda matvælaframleiðslu
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra boðar aðgerðir til að tryggja fæðuöryggi í landinu en sérstök umræða var um fæðuöryggi á Alþingi í dag vegna áhrifa stríðsátakanna í Úkraínu. Katrín segir ríkisstjórnina vilja efla innlenda matvælaframleiðslu með því að auka stuðning til garðyrkjubænda. Þar sé meira um innflutning en af kjöti og mjólkurafurðum.
28.03.2022 - 18:16
Fyrsta flugskeyti ársins skotið frá Norður-Kóreu í gær
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu og japanska strandgæslan greindu frá þessu en þetta er fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á þessu ári. Leiðtogi ríkisins kveðst ætla að efla hernaðarmátt þess enn frekar.
Áburðarverð í sögulegu hámarki
Bændasamtökin benda á grafalvarlega stöðu á áburðarmarkaði í umsögn sinni um fjárlagafrumvarpið. Hækkanir á áburðarverði síðustu mánuði eigi sér ekki hliðstæðu. Samtökin vilja að ríkisvaldið hafi heimild til að grípa inn í ef talið er að fæðuöryggi sé ógnað. 
Íslensk framleiðsla fullnægir eftirspurn að mestu
Fæðuframboði á Íslandi er að stórum hluta fullnægt með innlendri framleiðslu. Staðan er mjög góð í fiski, mjólkurvörum og kjöti, en lakari í grænmeti og korni.

Mest lesið